Kirkjuhlaup Árbæjarskokks fer fram um páskana eins og undanfarin tvö ár. Hlaupið fer fram 14. apríl sem er á föstudagurinn langi þegar ekkert er um að vera og tilvalið að taka þátt í skemmtilegu félagshlaupi.
Vegalengd Vegalengdin er um 15 km og hægt er að stytta á hinum ýmsu stöðum og eru þátttakendur hvattir til að hlaupa á sínum hraða og njóta dagsins. Engin tímamæling er í hlaupinu.
Tímasetning Lagt verður af stað frá Árbæjarlaug kl 10:15 en laugin opnar kl 10:00.
Skráning Engin skráning á sér stað fyrir hlaupið.
Hlaupaleið Leiðin liggur framhjá eftirfarandi 9 kirkjum og einni fyrrverandi kirkju: - Fella og Hólakirkju
- Maríukirkju
- Seljakirkju
- Breiðholtskirkju
- Hjallakirkju
- Digraneskirkju
- Bústaðakirkju
- Langholtskirkju (gamla ÍR húsið á Árbæjarsafni)
- Árbæjarkirkju á Árbæjarsafni)
- Árbæjarkirkju
Kort https://drive.google.com/open?id=1UZNYmPYl0qzsz6alUVe1Z4MU_XA&usp=sharing
Annað Að loknu hlaupi er upplagt að skella sér í heita pottinn í Árbæjarlauginni og slaka á.
|