Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Vi­t÷l
18.6.2014
RenÚ Kujan: ═slandsvinur hleypur ■vert yfir landi­ Ý sinni sj÷undu heimsˇkn


René á ferðinni um Ísland í einni af sjö heimsóknum.

Að hlaupa 21 maraþon á 21 einum degi er eitthvað sem margir telja óyfirstíganlega hindrun. Íslandsvinurinn René Kujan er á öðru máli en 18. júní - 8. júlí hyggst þessi tékkneski lífskúnstner hlaupa þvert yfir landið úr austri til vesturs, samtals 921 kílómetra.

Þetta er ekki fyrsta þrekraunin sem René ræðst í hér á landi en árið 2012 hljóp hann hringinn í kringum landið með því að leggja af velli maraþon á dag í þrjátíu daga. Ári seinna hljóp hann þvert yfir landið, úr norðri til suðurs, samtals 556 km 14 dögum. René sem er fertugur er bjartsýnn á að honum takist ætlunarverk sitt en tilgangurinn með hlaupunum er safna peningum til þess að leggja fötluðum íþróttamönnum lið, bæði íslenskum og tékkneskum.

Vill félagsskap íslenskra hlaupara
"Að sjáfsögðu þarf ég á heppni að halda auk hjálpar frá íslenskum álfum og huldufólki. En þetta verður erfitt og ég bið fyrir því að ég verði nægjanlega sterkur til að komast á leiðarenda," segir René sem mun hlaupa einn síns liðs þó hann vonist eftir félagsskap. Hann biðlar til íslenskrar hlaupara að slást í hópinn, hvort sem um er að ræða styttri eða lengri vegalengdir. Áhugasamir geta fylgst með ferðum Rene á Facebook:  https://www.facebook.com/komasoo og einnig á fésbókarsíðu René Kujan,  sem og á heimasíðu hans.

"Íslenskir hlauparar, ekki hika við að slást í hópinn og hlaupa með mér. Það verður gaman að kynnast og hlaupa með ykkur," segir René en árið 2012 hljóp fjöldi fólks í lengri eða styttri tíma með Tékkanum. René nefnir sérstaklega Soffíu Gísladóttur, Stefán Gíslason og hjónin Ívar Jósafatsson og konu hans Örnu sem hafa verið René innan handar í ferðum hans hér á landi. Fjöldi fólks fylgdi René síðasta spölinn árið 2012 og þar var fremstur meðal jafningja Jón Margeir Sverrisson, Ólympíufarinn góðkunni.

Telur sig ekki íþróttamann, hleypur sér til skemmtunar
Spurður um hvað verði erfiðast er René fljótur til: "Einveran í þrjár vikur, að þurfa að treysta á sjálfan mig í einu og öllu. Ég mun sakna fjölskyldunnar minnar, eiginkonu og beggja sona minna." Aðspurður segist René ekki hafa farið að hlaupa af viti fyrr en hann komst á þrítugsaldur, fram að því hafi hann í raun fyrirlitið hlaup.


René kemur í mark árið 2012 eftir að hafa hlaupið hringinn.Ó lympíumeistarinn Jón Margeir fylgir eftir. 

"Núna má segja að ég sé háður hlaupum. Frá 98'' hef ég hlaupið maraþon og frá 2009 hef ég hlaupið ofurhlaup. En ég lít ekki á mig sem íþróttamann, íþróttamenn eru alltaf að líta á sekúndur, stig eða markmið og gleyma að hafa gaman. Ég er ekki íþróttamaður, ég er bara einstaklingur sem hef gaman af því að hreyfa mig utandyra. Ég geri það mér til skemmtunar og til þess að hitta skemmtilegt fólk. Síðustu ár hef ég síðan notað hlaupin til að aðstoða hreyfihamlaða og fatlaða," útskýrir René


Veðurfarið á Íslandi er Tékkanum að skapi.

Ber sömu einkenni og Ísland
René fellur svo sannarlega í flokk Íslandsvina verandi á landinu í sjöunda skipti, oftar en ekki til þess að hlaupa. René er ekki viss um af hverju honum líkar svona við Ísland en tekur fram að hann og landið beri að einhverju leyti sömu einkenni.

"Það er ekki hægt að spá fyrir um íslenska veðrið - stundum er það mjög gott og vinalegt en stundum er þungt yfir. Alveg eins og hjá mér. Þetta er eitt af síðustu óspilltu landsvæðunum í heimi og hér búa mjög fáir, sem mér líkar einkar vel. Eyja í miðju Atlantshafi, íbúarnir eru sterkir, stoltir og heiðarlegir og hér er allt að því engin glæpatíðni! Hvernig er ekki hægt að líka við landið ykkar?," svarar þessi tékkneski ævintýramaður spurður um "Íslands-áráttu" sína.

Ástæða þess að René hleypur til stuðnings fötluðum íþróttamönnum er að hann sjálfur lenti í alvarlegu bílslysi fyrir sjö árum. Honum var vart hugað líf en var bjargað á síðustu stundu. Læknar tjáðu René að hann ætti aldrei eftir að hlaupa maraþon aftur.

 


René átti aldrei að ganga aftur en gerir nú gott betur.

Endurfæddur eftir bílslys
Eins og nærri má geta tók þetta áfall ekki síður á andlega en líkamlega fyrir René. En ungur læknir kveikti von hjá hinum ólseiga Tékka.

"Þessi ungi læknir sagði við mig: Gerðu það sem þú vilt, gerðu það sem sársaukinn leyfir. Það er nægur tími til að gefast upp seinna, af hverju að gera það núna? Smátt og smátt byrjað ég að ganga, og síðan hlaupa en aðeins stuttar vegalengdir í einu. Eftir sex mánuði þá var ég farinn að lifa eðlilegu lífi. Á þessu tímabili í lífi mínu hitti ég fólk bundið við hjólastól. Það var ekki jafn heppið og ég, svo ég ákvað að reyna aðstoða fatlaða íþróttamenn með því að hlaupa. Ég var endurfæddur, enda þýðir nafnið mitt René "endurfæddur" á frönsku."

Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um ferðir hér að neðan.

https://www.facebook.com/komasoo

ivar@komaso.is

Gsm 8242266 / 6612733

Facebook undir René Kujan og www.run30.net

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is