Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Vi­t÷l
17.7.2014
Arna SigrÝ­ur Albertsdˇttir: Hjˇlar um 175 km ß viku ß handhjˇli


Arna hjólar u.þ.b. átta sinnum í viku.

Hinn 24. ára Ísfirðingur, Arna Sigríður Albertsdóttir lætur mænuskaða ekki aftra sér frá því að rækta líkama og sál af meiri krafti en gengur og gerist hjá hinum dæmigerða meðaljóni. Arna hjólar á sérstöku handhjóli sem eru sífellt að vera algengari en oftar en ekki má sjá þátttakendur á slíkum hjólum í maraþonum erlendis.

Margir kannast við sögu Örnu en árið 2006 lenti hún í alvarlegu skíðaslysi í æfingaferð með Skíðafélagi Ísfirðinga í Noregi. Í kjölfarið kom í ljós að Arna hafði orðið fyrir mænuskaða og við tóku margir mánuðir af sjúkrahúslegu og endurhæfingu. En þessi ótrúlega jákvæða og þróttmikla unga kona lét ekki deigan síga og hóf fljótlega að leita leiða til að hreyfa sig enda alltaf verið viðriðin íþróttir.

Árið 2011 fór Arna að hjóla á handhjóli en það var einmitt um það leyti sem hún flutti til Reykjavíkur. Fljótlega byrjaði Arna einnig að stunda hjólastólahandbolta auk þess að mæta í einkaþjálfun.

Hlaup.is tók þessa einstöku konu tali og spurði út í handhjólin og margt fleira.

Æfir í allt að þrjár klukkustundir í senn
"Núna er ég að hjóla 175 km á viku á átta æfingum. Æfingar eru mjög misjafnar, allt frá stuttum sprettum og upp í 50 km hjólatúra.  Ég er sennilega frá einum og upp í þrjá og hálfan tíma með hverja hjólaæfingu," segir Arna um æfingar sínar á handhjólinu.

Aðspurð hvort líkja megi handhjólreiðum við einhverja aðra hreyfingu svarar Arna því til að auðveldast sé að líkja íþróttinni við venjulega hjólreiðar. Nokkrar tegundir séu til af handhjólum og það fari eftir fötlun eða skerðingu hvers og eins hvernig hjól henta.

"Þar sem ég er með mænuskaða frekar ofarlega nota ég axlir, hendur og brjóstvöðva, en get ekki notað maga- og bakvöðvana eins og þeir sem hafa misst útlim eða eru með mænuskaða neðar. Allir vöðvar líkamans geta hjálpað að einhverju leyti en það er líka nóg að nota axlir og hendur," segir Arna Sigríður.


Arna er að hjóla 175 km á viku um þessar mundir.

Þó handhjólin sjáist á stígum úti öðru hverju segist Arna ekki vita af mörgum sem nota slík hjól, enginn formlegur félagsskapur sé til um slíkar æfingar né séu stundaðar sameiginlegar æfingar.

Ágætlega tekið af hlaupahöldurum
En hvernig líta hlaupahaldarar á handhjólin, fá handhjólreiðamenn að taka þátt í almenningshlaupum og þá í hvaða formi? "Það er mjög misjafnt, en mér er oftast tekið mjög vel, ég hef oftast fengið að vera í eigin flokki þar sem ég hef tekið þátt," svarar Arna og bætir við fyrir henna séu brautirnar aðalvandamálið. "En ég get ekki verið á möl, eða farið upp og niður af gangstéttarköntum og svo framvegis. En það eru alltaf nokkrar keppnir á ári sem henta mér, sem betur fer."


Arna tekur alltaf þátt í nokkrum almenningshlaupum á ári.

Þátttaka Örnu í almenningshlaupum hefur heilt yfir gengið ágætlega en með undantekningum þó. "Ég fæ  alltaf að fara örfáum mínútum á undan í vor- og haustmaraþoni félags maraþonhlaupara sem hentar mér mjög vel, þá er enginn fyrir mér og ég ekki fyrir neinum. Í fámennari hlaupum t.d. Óshlíðarhlaupinu hef ég startað á sama tíma og hlaupararnir sem hefur alltaf gengið vel. Ég hef farið tvisvar í Reykjavíkurmaraþoninu og hef lent í smá veseni en ég á að fá að starta á undan núna í sumar. Miðnæturshlaupaleiðin hentar mér ekki og ég get ekki verið í snjónum sem er yfirleitt um áramótin þegar Gamlárhlaupið fer fram," segir Arna um þátttöku sína í almenningshlaupum hér á landi.

Því er ekkert öðruvísi farið með þá sem lifa með mænuskaða og þá sem geta notað tvo jafnfljóta, öll þekkjum við jákvæða fylgifiska hreyfingar og hversu jákvæð áhrif útivera og hreyfing hefur á líkama og sál. "Hjólið gefur mér bæði úthalds- og styrkarþjálfun, það hjálpar mér að stjórna blóðþrýstingunum, auka blóðflæðið og halda heilsunni yfir höfuð góðri. Svo finnst mér útiveran mjög skemmtileg."

Vill sjá fleiri á handhjólum
Að lokum vill Arna bæta við að hún vilji hvetja þá sem glími við hreyfihömlun eða jafnvel bara íþróttameiðsl til að prófa handhjól. "Mér finnst sá hópur ef til vill ekki hafa fylgt með í þeirri miklu fjölgun sem orðið hefur á þáttakendum í almenningsíþróttum síðustu ár, hjólið hefur allavega gert heilan helling fyrir mig svo ég get ekki annað en mælt með að fólk prófi."

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is