Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Vi­t÷l
21.12.2014
Vi­tal vi­ Sigga P: Hvernig ß a­ halda sÚr vi­ um jˇlin?


Siggi í toppformi á yngri árum.

Jólin eru góður tími fyrir okkur flest, við njótum þess að vera með fjölskyldunni, borða góðan mat og slappa af. En oftar en ekki þurfa hlauparar að borga fyrir jólasyndirnar í janúar með því byrja á núllpunkti - eða ansi nálægt honum.

En það þarf ekki endilega að vera svoleiðis. Að sjálfsögðu er hægt að njóta jólanna án þess að gjörsamlega eyðileggi hlaupaformið sem við leggjum svo mikla rækt við alla hina mánuði ársins.

Hlaup.is setti sig í samband við hlaupafrömuðinn Sigga P (Sigurð Pétur Sigmundsson) í von um ráðleggingar hlaupurum til handa. Siggi P er einn reyndast hlaupaþjálfari landsins, margfaldur Íslandsmeistari,  Íslandsmethafi og þjálfari íslenskra hlaupara á öllum getustigum. Áður en lengra er haldið bendum við áhugasömum á ítarlegt viðtal hlaup.is við Sigga sem birtist fyrr á þessu  ári.

Jólin geta verið annasamur tími sem eðlilega verður til þess að fólk hefur minni tíma til að sinna hlaupunum en ella. Með tilliti til æfinga og hlaupamagns, hvernig æfingaáætlun myndir þú setja upp fyrir áhugahlaupara sem vill njóta jólanna án þess að það komi of mikið niður á honum í upphafi nýs árs?
Þetta er spurning um hvar maður ert staddur í sínum hlaupaferli. Ungur afreksmaður vill helst ekki missa mikið úr æfingum og oft er jólatíminn ágætur til æfinga fyrir þann hóp, sérstaklega ef margir frídagar liggja saman.

Aðrir sem leggja ekki eins mikla áherslu á keppni vilja taka það rólega og njóta frísins. Það er hið besta mál og reyndar er ágætt að draga úr æfingum til að vera frískur fyrir gamlárshlaupin sem nú eru haldin víða um land. Ég legg til að þeir sem eru að æfa að staðaldri dragi aðeins úr æfingum og hreyfi sig annan hvern dag yfir jólahátíðina og sleppi þá hraðaæfingum.


Siggi P og Gunnar Páll Jóakimsson ásamt landsliðsmönum Íslands í langhlaupum. Fv. Ingvar Hjartarson, Arnar Pétursson og Kári Steinn Karlsson.

Freistingarnar eru á hverju horni á þessum árstíma í formi matar og drykkjar, er eitthvað sérstakt sem hlaupara eiga að reyna að forðast á þessum árstíma?
Persónulega finnst mér allt í lagi að gera vel við sig í mat yfir jólahátíðina, sérstaklega ef maður er eitthvað að hreyfa sig á þessum dögum. Á seinni árum hef ég þó dregið úr neyslu á reyktum og söltuðum mat. Finnst fullmikið af því góða að borða svínahamborgarahrygg á aðfangadag og hangikjöt næstu tvo daga þar á eftir.

Þá borða ég mun minna af sælgæti og kökum en áður fyrr. Áfenga drykki ber alltaf að fara varlega með enda er jólahátíðin fjölskylduhátíð.

Ef hlaupari stefnir á að taka æfingu milli jólaboða, hvað ber að varast í mat og drykk svo æfingin nýtist sem best?
Þungur matur, reyktur og saltaður, er ekki það besta sem maður borðar fyrir erfiða æfingu. Hins vegar, eins og áður sagði, finnst mér skynsamlegt að draga úr æfingaálagi yfir jóladagana þannig að þetta á ekki að koma að sök.

En má ekki einnig líta á jólinn sem tíma til að hlaða batteríin fyrir nýtt hlaupaár. Þannig megi færa rök fyrir því að "virk hvíld" sé hverjum hlaupara holl og auki aðeins hungur í æfingar og árangur á nýju ári?
Einmitt. Upplagt er að fara í góðar gönguferðir með fjölskyldunni þessa daga. Ég hef gjarnan farið upp í Heiðmörk á jóladagsmorgun og notið þess að ganga eftir skógarstígunum í kyrrðinni. Það er einhvers stemming sem grípur mann þar, alveg eins og í Kjarnaskógi þegar ég bjó á Akureyri fyrir margt löngu.

Eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum?
Óska öllum gleðilegra jóla með þökk fyrir frábært hlaupaár. Árangurinn er alltaf að verða betri og betri og ég bíð spenntur eftir næsta hlaupaári, sjá hverjir bæta sig og hversu mikið.

Ítarlegt viðtal viðtal hlaup.is við Sigga P.

 
Siggi lumar á ýmsum ráðum til að takast á við jólin.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is