Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Vi­t÷l
8.4.2015
Vi­tal vi­ Ůorberg Inga: Fj÷llin Ý Frakklandi og Brandenborgarhli­i­ framundan


Þorbergur setur glæsilegt hlaupsmet í fyrra.

Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í fyrra, tekur þátt í IAU World Trail Championsip í Frakklandi í maí. Hlaupið er gríðarleg áskorun enda um að ræða 86 km fjallahlaup með 5200 metra hækkun. Hlaup.is tók Þorberg Inga tali og ræddi við hann um umrætt hlaup og tók á honum stöðuna fyrir komandi tímabil.

Fjöllin í Frakklandi og Brandenborgarhliðið
"Ég mun einbeita mér nær eingöngu að maraþoni og lengri utanvegarhlaupum í ár en láta brautarhlaupin alveg vera þangað til á næsta ári," svarar Þorbergur aðspurður um áætlanir sínar á árinu. En áðurnefnt utanvegahlaup í Frakklandi og Berlínarmaraþonið í haust munu verða topparnir á komandi tímabili hjá þessum framúrskarandi hlaupara.

Frakklandshlaupið verður án efa mikil áskorun fyrir Þorberg enda um gríðarlega erfiða áskorun að ræða. Okkar maður er þó enginn aukvisi þegar kemur að utanvegahlaupum enda tvöfaldur sigurvegar í Laugavegshlaupinu en í fyrra sigraði Þorbergur á hlaupsmeti. "Ég renni svolítið blint í sjóinn varðandi árangur í svo löngu hlaupi (86 km) með svo mikilli hækkun (5200m). En ég vonast til að ná tveimur til þremur mjög löngum (40-50 km ) keppnislíkum æfingum með mikilli hækkun, svo ég hafi betri tilfinningu fyrir því hvað ég þoli," segir Þorbergur hvergi banginn fyrir ævintýrið í Frakklandi.

Bætti sig í hálfmaraþoni fyrir þremur vikum þrátt fyrir mótlæti
Ef marka má hálfmaraþon Þorbergs í Berlín í lok mars þá þarf hann engu að kvíða á komandi tímabili. Þar hljóp hann sitt besta hálfmaraþon til þessa á tímanum 01:07:53 þrátt fyrir veikindi og meiðsli í aðdraganda hlaupsins. Næstu tvær vikur hyggst Þorbergur nota til að hrista af sér örlítil meiðsli með það að markmiði að geta einbeitt sér að krafti að uppbyggingu fyrir IAU World Trail Championship í Frakklandi í lok mars.

Við horfum aðeins lengra  fram í tímabilið og biðjum Þorberg um að veita lesendum örlitla innsýn inn í keppnissumarið og undirbúninginn fyrir Berlín. "Ég mun eflaust hlaupa styttri götuhlaup í lok sumars til að keyra hraðann aðeins upp fyrir Berlín ásamt því að nota utanvegahlaupin sem góða keyrslu og styrktaræfingu," svarar Þorbergur sem hefur því miður ekki nógu góða reynslu af undirbúningi fyrir maraþon. Hann hefur þurft að draga sig út úr síðustu tveimur maraþonum sem hann hefur ætla að taka þátt í vegna meiðsla og í raun bara hlaupið eitt maraþon (2012).


Utanvegahlaupin liggja svo sannarlega vel fyrir Þorbergi.

Það er því margt á huldu varðandi Þorberg og maraþonhlaup en ýmislegt bendir þó til að útkoman í Berlín gæti orðið  ansi athyglisverð gangi undirbúningurinn vel.

Telur sig eiga ýmislegt inni í maraþonhlaupi
Við taka spennandi en annasamir mánuðir hjá Þorbergi sem dagsdaglega starfar hjá Marel sem orku- og vélafræðingur. Eins og alvöru íþróttamaður hefur Þorbergur sín háleitu markmið: „Ég er mjög bjartsýnn og ætla mér auðvitað að bæta mig hrikalega bæði í hálfu og heilu maraþoni. Það mun væntanlega koma betur í ljós hve hratt ég mun fara eftir að hafa tekið nokkrar keppnislíkar maraþonæfingar en í dag tel ég mig eiga mjög inni í maraþonhlaupi," segir Þorbergur að lokum.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is