Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Vi­t÷l
4.8.2015
Vi­tal vi­ Birnu Var­ardˇttur: "Vi­ megum ekki ver­a svo heilbrig­, ßk÷f og dugleg a­ vi­ fßum ■a­ ß heilann."


Birna á fullri ferð í Köben - með Íslandsmetið bak við eyrað.

Eins og margir þekkja getur línan á milli metnaðar og öfga verið ansi þunn. Birna Varðardóttir er ein þeirra en þessi frábæra hlaupakona hefur gengið í gegnum ýmislegt í gegnum tíðina, bæði á hlaupabrautinni og á lífsins braut. Eftir að hafa snemma orðið efnilegur langhlaupari þróaði Birna með sér átröskun samfara geysilega miklum og erfiðum æfingum.

Við tókum Birnu tali, ræddum við hana um átröskunina, tengsl sjúkdómsins við íþróttir, bókina sem hún skrifaði um reynslu sína og síðast en ekki síst Íslandsmet hennar í maraþoni frá því í Kaupmannahöfn í vor.

Birna hefur vakið töluverða athygli á undanförnum misserum, bæði fyrir hreinskilið og heilbrigt viðmót en ekki síður góðan árangur á hlaupabrautinni. Í vor setti hún Íslandsmet í maraþoni í flokki kvenna 20-22 ára og þá sigraði hún flokki kvenna í hálfmaraþoni í Miðnæturhlaupinu, svo eitthvað sé nefnt Lesið viðtal hlaup.is við þessa yfirveguðu fyrirmynd sem er aðeins 21 árs gömul.

Þú verður snemma mjög efnilegur langhlaupari sem setur markið hátt. Segðu okkur frá þessu ferðalagi, heilbrigður unglingur sem smátt og smátt dregst inn í skelfilegan heim átröskunar. Þegar þú hugsar til baka, áttar þú þig á því hvað þú varst að gera sjálfri þér?
Ég var rúmlega 12 ára þegar áhuginn á líkamsrækt kviknaði. Á þessum tíma var ég ansi brothætt. Ég var til að mynda nýbúin að skipta um skóla eftir að hafa verið lögð í einelti í þrjú ár og sjálfstraustið var í samræmi við það. Í kjölfarið fór ég að hugsa meira út í hreyfingu og mataræði og prófaði að keppa í 5 kílómetrum. Eftir það hlaup vissi ég að mig langaði að halda áfram og bæta mig í hlaupunum.

Ég byrjaði í frjálsum 13 ára og þá fór boltinn að rúlla, ég bætti mig hratt og naut mín botn. Kílómetramagnið jókst mikið á tiltölulega skömmum tíma og ég var sjálf mjög þyrst í aukinn árangur. Samfara því var ég að taka erfiðar tempóæfingar á brautinni sem táningur hefur ekkert að gera við.

Ég keppti líka ansi ört, allt frá 1500m á braut og upp í lengri götuhlaup. Þegar ég hugsa til baka þá sé ég fyrst og fremst metnaðarfulla unga stúlku sem gerir of miklar kröfur til sín. Þessi stúlka fór fram úr sér. Eftir á að hyggja get ég ekki ásakað sjálfa mig. Mín brotna sjálfsmynd var á höttunum eftir einhverri viðurkenningu og hún fékk hana á brautinni. Þá fannst mér það líka mjög jákvætt að ég gæti notað æfingarnar til að grennast, verða léttari og hraðari.

Þá hjálpuðu öll skilaboð nútímasamfélags um útlit og megrunarkúra ekki til. Ég var ansi fljót að tileinka mér öll trixin í bókinni. Þetta er þó eitthvað sem gerist einmitt smátt og smátt og ég er 15 ára þegar þetta fer að ágerast.


Birna hefur ekki látið hlaupin nægja heldur stundar hún ýmsa aðra líkamsrækt þó hlaupinn séu í fyrsta sæti.

 Á þeim aldri keppi ég í fyrsta skipti í hálfu maraþoni og set meyjamet. Eftir það liðu ekki margar vikur þar til rauða ljósið kom og ég þurfti að víkja frá brautinni um tíma.


Birna er ein af okkar betri og efnilegri langhlaupurum.

Þú gefur út bókina þína og þar lýsir þú því hvernig þú tókst á við sjúkdóminn. Þú tókst á við þinn sjúkdóm með annarskonar hætti en margir aðrir og fórst óhefðbundnar leiðir, ekki satt?
Í Molanum mínum (bók Birnu) fjalla ég ítarlega um mín veikindi og birtingarmyndir íþróttaátröskunar (Anorexia athletica). Þar lýsi ég ýmsum einkennum og fjalla um nokkur af þeim ,,verkfærum" sem ég notaðist við í mínum bata.

Ég fór óhefðbundna leið í þeim skilningi að ég lagðist ekki inn á spítala til meðferðar né nýtti mér önnur ,,skipulögð" úrræði fyrir þá sem þjást af átröskun.

Þetta var einfaldlega eitt af þeim maraþonum sem mér var ætlað að taka þátt í en ég hljóp það ekki án stuðnings. Ég fékk mikla og góða aðstoð hjá Bigga (Arnaldi Birgi) í Boot Camp sem hjálpaði mér að byggja mig upp frá grunni. Ég á líka yndislega fjölskyldu sem stóð þétt við bakið á mér. Mér fannst gott að geta nálgast átröskunina sem verkefni en ekki vandamál eða sjúkdóm.

Það er ekkert auðvelt fyrir unga íþróttakonu að horfast í augu við þá staðreynd að hún glími við átröskun. Þegar ég fékkst þó til þess viðurkenna vandann var þetta einfaldlega bara næsta ,,tímabil" hjá mér.

Þú lifir og hrærist í hlaupa- og líkamsræktarheiminum, sérðu marga (t.d. í hlaupaheiminum) sem sýna ákveðinn einkenni átröskunar og þráhyggju sem þú kannast við? Eru þetta einkenni sem fólk ber utan á sér eða er auðvelt að fela slíkt?
Það er oft virkilega fín lína milli hins heilbrigða og sjúklega ef svo má að orði komast. Ég hef rætt við ýmsa hlaupara og aðra, bæði konur og karla, sem hafa lýst ákveðnum hugsunum/einkennum fyrir mér. Einkennin geta verið mjög mismunandi. Ég hef þó sérstaklega tekið eftir því hversu margir eru uppteknir af sinni hlaupaþyngd.

Hlaupaþyngdin er þá einhver ákveðin tala sem fólk telur æskilegt að poppi upp á vigtinni að morgni keppnisdags en ekki tilviljunarkennd líkamsþyngd þeirra þegar hlaupaskórnir eru reimaðir á. Þar er einmitt spurning með fínu línuna og hversu langt fólk gengur.

Það mætti telja upp fjölda einkenna og fylla þannig nokkrar síður en trúlega hefur það lítið upp á sig hér. Flest þeirra einkenna tengjast þó skorti á jafnvægi þegar kemur heilbrigðu lífi og hugsunum einstaklingsins. Vandinn felst líka í því að það er auðvelt að fara leynt með hlutina og skýla sér á bakvið heimatilbúnar staðreyndir. Vandamálin eru sjaldnast eitthvað sem fólk kýs að bera á torg.


Hreinskilni og jákvæðni Birnu er sannarlega aðdáunarverð.

Við megum ekki verða svo heilbrigð, áköf og dugleg að við fáum það á heilann. Alltaf snýst þetta um að halda jafnvægi og gæta hófs.

Að ögn léttara hjali, þú settir nýlega Íslandsmet í flokki kvenna 20-22 ára í maraþoni. Hvernig augum lítur þú á framtíðina, langar þig að ná lengra í hlaupunum og ná ennþá betri árangri? Eða liggur metnaður þinn á öðrum sviðum?
Hlaupin verða alltaf mín íþrótt og ég lít þannig á að ég sé rétt að byrja. Ég mun ná enn betri árangri því ég ætla mér það. Mér finnst lengri götuhlaupin sem og utanvegahlaup mjög skemmtileg og planið er að halda áfram að láta að mér kveða á þeim vettvangi. Inn á milli dettur mér líka stundum í hug að taka þátt í þrekkeppnum og öðrum áskorunum mér til gamans.

Svo á ég mér auðvitað mikið og gott líf utan þessa alls. Ég stunda til að mynda nám í næringarfræði við Háskóla Íslands og það þarf að eiga metnað afgangs til að mæta áskorunum á því sviði sem og fleirum.


"Ég veit hver ég er, fyrir hvað ég stend og hvað ég ætla mér."

Hvernig er dæmigerð æfingarútína þín í dag? Ert þú ennþá með þína „sögu" í huga þegar þú skipuleggur æfingar þínar? Hræðistu að sjúkdómurinn geri vart við sig að nýju?
Yfirleitt tek ég tvær tempóæfingar á viku, eitt lengra hlaup og restin fer í styttri hlaup og styrktaræfingar. Fyrir Kaupmannahafnarmaraþonið nú í vor (3:15:27) hljóp ég til að mynda lengst 25 km á æfingu í undirbúningnum og mest 55 km samtals á viku.

Hvort ,,saga mín" ráði mestu um hvort ég taki gæði fram yfir kílómetramagn í dag læt ég ósagt en eitt er víst að það virkar... fyrir mig!

Ég ákvað það frekar fljótt í þessu ferli öllu að ég ætlaði ekki að láta átröskunina skilgreina mig sem einstakling og/eða íþróttakonu til frambúðar. Ástæða þess að ég gaf út Molann minn var að mig langaði að loka þessu tímabili með því að skrifa mig frá því sem og að hjálpa öðrum í sömu sporum.

Ég þekki líkama minn mjög vel, veit hvar mín mörk liggja og hef heilbrigða skynsemi að leiðarljósi í æfingum og lífinu sjálfu. Ég hræðist ekki að átröskunin geri vart við sig að nýju - alls ekki. Ég veit hver ég er, fyrir hvað ég stend og hvað ég ætla mér. 

Ég lifi góðu lífi í dag og sálin er heilbrigð í hraustum líkama. Það er ekki sjálfgefið í kjölfar minna veikinda en í mínu tilfelli er það veruleikinn. Ég hef sjaldan verið í betra jafnvægi og ég kann að halda því.

Birna held úti heimasíðunni www.birnumolar.com þar sem má meðal annars finna blogg um heilsutengd málefni og uppskriftir. Einnig má benda hlaupahópum og öðrum áhugasömum á fyrirlestra sem hún hefur verið að bjóða upp á um Molann minn og átraskanir meðal íþróttafólks. Nánari upplýsingar um fyrirlestrana sem og hvernig hægt er að tryggja sér eintak af bókinni er að finna á heimasíðu Birnu.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is