Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Vi­t÷l
2.10.2015
PÚtur H. Ý vi­tali: R˙mlega ßtjßn ■˙sund teki­ ■ßtt Ý Powerade Vetrarhlaupunum


Pétur og Dagur í miklum kvennafans á fyrsta lokahófi Powerade Vetrarhlaupanna árið 2001.

Rúmlega átján þúsund hlauparar hafa tekið þátt í Powerade Vetrarhlaupunum frá upphafi. Næsta fimmtudag, þann 8. október fara Vetrarhlaupin af stað sextánda veturinn í röð. Með samstilltu átaki góðra manna og Vífilfells hefur tekist að koma á rótróinni hefð sem styrkt hefur íslenska hlaupamenningu svo um munar.

Hlaup.is setti sig í samband einn upphafsmanna Powerade Vetrarhlaupanna, Pétur Helgason og fékk hann til að fræða lesendur um þetta merkilega framtak sem skiptir íslenska hlaupara svo miklu máli. 

Förum í upphafið, hvernig kom það til að þið fóruð að standa fyrir þessum hlaupum?
Eins og svo margar góðar hugmyndir fæddist hugmyndin að Powerade Vetrarhlaupinu á hlaupum.

Dagur Egonsson stakk þessari hugmynd að mér þar sem við vorum að hlaupa saman upp Elliðaárdalinn á sólríkum sunnudegi sumarið 2000. Hugmyndin þróaðist á leiðinni heim í Árbæinn og endaði í sex hlaupa seríu, einu sinni í mánuði að vetri til og um kvöld. Hlaupaleiðin lá í augum uppi: Elliðaárdalurinn og Víðidalurinn með Árbæjarlaugina sem miðpunkt.

Allt skipulag átti að vera einfalt, þátttökugjald í lágmarki, margir aldursflokkar og stigakeppni. Í lok tímabilsins yrði svo haldið veglegt lokahóf með verðlaunafhendingu, mat og drykk og mörgum glæsilegum úrdráttarverðlaunum.  Veturinn hafði til þessa verið dauður tími í hlaupakeppnum með Gamlárshlaupið eitt og sér í lok ársins þannig að við töldum víst að það væri þörf fyrir svona hlaup. 

Nú hlaupa þátttakendur á hundruðum í hverju einasta hlaupi, er það eitthvað sem þið áttuð von á í byrjun?
Við vissum ekkert út í hvað við vorum að fara og höfðum ekki hugmynd um hvernig þessu yrði tekið. Það var hins vegar margt sem hjálpaði til við að láta þetta ganga upp. Minn fyrrum vinnustaður Vífilfell, tók vel í að styðja við bakið á okkur með drykki í hlaupin og fyrsta lokahófið var sérlega glæsilegt og heppnaðist vel.

Við fengum strax í byrjun öfluga menn með okkur í verkefnið þá Guðmund Magna Þorsteinsson, Kristján Ágústsson og Þórð Guðna Sigurvinsson. Þeir voru allir vanir hlauparar og kunnu vel til verka og þetta hefði aldrei gengið svona vel án þeirra. Þessi hópur hefur staðið í utanumhaldinu allar götur síðan og á seinni árum höfum við fengið liðsstyrk í þeim Guðna Ingólfssyni og Sæmundi sem er sonur Þórðar og er nýliðinn í hópnum.


Dagur og Pétur í Reykjavíkurmaraþoni árið 2014.

Svo má ekki gleyma að veðurguðirnir hafa alltaf verið okkur mjög velviljaðir. Ég man að veturinn á undan var í nokkurn tíma meira en tveggja metra þykkur skafl þar sem við störtum hlaupinu núna, en eftir að við byrjuðum með Vetrarhlaupin höfum við ekki lent í teljandi vandræðum. Þá hefur Reykjavíkurborg brugðist vel við þegar við höfum beðið þá um að renna aukaferð á traktornum yfir brautina.


Powerade Vetrarhlaupagengið: Pétur, Kristján, Guðmundur Magni, Þórður, Guðni og Dagur.
En hvernig skýrir þú vinsældirnar?
Ég held að það séu nokkur atriði sem skýra vinsældirnar. Í fyrsta lagi þá er það einfaldleikin. Það er mjög þægilegt að taka þátt, það þarf bara að mæta tímanlega í startið ef búið er að verða sér út um þátttökuseðil og fylla hann út. Í öðru lagi er það hin gríðarlega góða stemming sem hefur myndast í kringum þetta hlaup. Það eru allir glaðir og ánægðir og meðlimir hlaupahópanna virðast hafa hvetjandi áhrif hver á annan og fjörið heldur svo áfram í heitu pottunum í Árbæjarlauginni eftir hlaup. Að lokum er það umhverfið. Það er eitthvað við það að keppa í hlaupi í myrkrinu sem er erfitt að útskýra. Maður er dálítið í eigin heimi, sér ekki langt frá sér en er samt ekki einn. Þetta er dálítið sérstök upplifun. 

Langar ykkur að fara ennþá lengra með Powerade Vetrarhlaupið? Eru þið með hugmyndir um frekari þróun sem ykkur langar að deila með lesendum?
Okkur langar auðvitað að finna leiðir til að auka þátttökuna en við erum eiginlega að komast í dálítil vandræði, þar sem plássið á stígnum er farið að verða takmarkandi þáttur. Það þyrfti eiginlega að breikka stíginn fyrstu 500 metrana þangað til byrjar að teygjast á hópnum. Við höfum líka fundið fyrir auknum áhuga erlendis frá og það er auðvitað mjög skemmtilegt en ef útlendingar fara að fjölmenna þá fara málin að vandast. Því er ekkert sérstakt í pípunum annað en að halda áfram á sömu braut, jafnvel finna leið til að tryggja að það raðist vel eftir getu í startinu og huga að því að fá að breikka stíginn.

Veðurguðirnir hafa verið ansi hressir undanfarna tvo vetur, er ekki erfitt að standa fyrir svona vetrarseríu hér norður í Atlantshafi?
Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur hingað til og við höfum aldrei þurft að fresta hlaupi. Komið hefur fyrir að hlauparar hafi þurft að ösla snjóinn upp á hné og þá hefur hálkan gert okkur erfitt fyrir í eitt og eitt skipti.

Stundum hefur útlitið ekki verið gott í nokkra daga fyrir hlaup en alltaf hefur ræst úr. Við tefldum einu sinni á tæpasta vað. Það var í desember 2008. Þá var stormviðvörun gefin út og fólki ráðlagt að halda sig innandyra en samt mættu 145 í hlaupið. Skilin gengu yfir einmitt á meðan hlaupið var í gangi og hlaupararnir voru ansi þrekaðir þegar þeir komu í mark eftir að hafa barist við vindinn upp dalinn en allir sem komust yfir göngubrúna skiluðu sér í mark.

Nú eru margir að tala um að veðurfar fari kólnandi og það kemur örugglega að því að við þurfum að fara í plan B. Við erum með varastart á svæði fyrir ofan laugina en ef veðrið verður svo brjálað að það er ónothæft eða öryggi hlauparana er stefnt í hættu þá er alltaf hægt að reyna aftur næsta fimmtudag á eftir.


Péur klára fimmtugasta maraþonið á fimmtugasta afmælisdeginum í fyrra.

Nú ert þú einn af forsvarsmönnum Powerade Vetrarhlaupsins og einnig formaður Félags Maraþonhlaupara sem m.a. sér um Vor- og Haustmaraþon. Er ekki hörkuvinna að standa í þessu öllu saman?
Ég hef verið svo lánsamur að starfa með mjög góður fólki í þessum verkefnum, þetta hefur bara verið gaman og svo sannarlega þess virði. Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu og ég held að það sé lykillinn að því hvað þetta er skemmtilegt og gengur vel. 

Powerade Vetrarhlaupin eru alltaf annan fimmtudag í mánuði frá október til mars á ári hverju. Hlaupið er 10 km og liggur brautin frá Árbæjarlaug, um Viðidal og Elliðaárdal. Skráningargjald er 500 kr og fer skráning fram á staðnum. Nánari upplýsingar má nálgast í hlaupadagskrá hlaup.is.

Skemmtilegar staðreynir um Powerade Vetrarhlaupin 

Starfsár: Sextánda starfsárið er að hefjast.
Fjöldi hlaupa alls: 90 (Vetrarhlaupi hefur aldrei verið frestað)
Fjöldi þátttakenda frá upphafi: 18.728.
Fjölmennasta hlaupið: Október 2014, komu 481 hlaupari í mark.
Brautarmetið: Kári Steinn Karlsson, mars 2014, 31:35.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
Flosi Kristjansson Flosi Kristjansson
6.10.2015 11:08:33
Einhver skemmtilegasti hlaupavi­bur­urinn! Einstakt a­ koma ˙t a­ Elli­aßnum Ý hrÝ­arhraglanda og ■ar er saman kominn stˇr hˇpur af eldhressu fˇlki sem er řmist a­ keppa hvert vi­ anna­ e­a bara a­ sinna eigin uppbyggingu og framf÷rum. 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is