Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Vi­t÷l
5.1.2016
Hlaupaßri­ 2015 gert upp: Ëskar Jakobsson, ■jßlfari hjß Valur Skokk


Óskar tv. ásamt Gísla meðþjálfara sínum hjá Val.

Um jól og áramót er hollt að líta yfir farin veg og líta í baksýnisspegilinn. Hlaup.is hafði samband við nokkra þjálfa úr íslensku hlaupalífi til að rifja upp hlaupaárið sem nú er að líða.

Næstu daga mun afraksturinn birtast á hlaup.is. Óskar Jakobsson, þjálfari Valur Skokk ríður á vaðið og lítur yfir farin veg.

Hvað stóð upp úr í íslensku hlaupalífi á árinu? Þetta var að mörgu leyti eftirminnilegt hlaupaár. Íslandsmótið í 5 km götuhlaupi var eftirminnilegt og lærdómsríkt fyrir hlaupahaldara er kemur að brautarvörslu. Fjöldi Íslendinga sem hlaupa maraþon eykst með hverju ári.

Fyrsta Color Run fór fram og komust færri að en vildu. Fyrir mig persónulega þá hljóp ég 400 km yfir hálendið frá Reykjavík til Akureyrar og það er eitthvað sem var skemmtileg og eftirminnileg lífsreynsla.

Hvaða íslenski hlaupari stóð upp úr á árinu? Varðandi einstök afrek finnst mér standa uppúr frábær árangur Þorbergs Inga á árinu, bæði á Laugaveginum og á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum. Að komast á topp 10 á heimsmeistaramóti í einstaklingsíþrótt er ótrúlegt og með ólíkindum hvað lítið hefur farið fyrir því í fjölmiðlum. Ég er mjög spenntur að fylgjast með Þorbergi á næstu árum í utanvegahlaupunum. Íslandsmet Sigurjóns Sigurbjörnssonar í 60+ í Reykjavíkurmaraþoninu er ótrúlegt afrek og er okkur yngri hlaupurum hvatning til að halda áfram að setja okkur háleit markmið. Aníta Hinriksdóttir hljóp sig inn á Ólympíuleikana og er gullmoli sem við erum öll ótrúlega stolt af og spennt að fylgjast með í framtíðinni. Ekki má gleyma Kára Steini sem hljóp flott maraþon auk þess sem hann er ósigraður í hlaupum á Íslandi lengur en ég man í það minnsta.

Hvað kom þér á óvart á íslenska hlaupaárinu? Það sem kemur yfirleitt á óvart er góður árangur og verð ég að endurtaka afrek Tobba á HM sem kom mér skemmtilega á óvart auk þess sem hann fór undir undir fjóra tíma á Laugaveginum sem var eitthvað sem enginn bjóst við.

Hvernig gekk þitt hlaupaár persónulega? Mitt ár var gott sem þjálfari en síður gott fyrir mig sem hlaupara. En ég er gríðarlega stoltur af nokkrum hlaupurum sem ég er að þjálfa hjá Val og þar er mikið um bætingar. Metnaður minn er svolítið kominn í að gera hlauparana í Val að betri hlaupurum frekar en að bæta mína tíma.

Hvað mun standa uppúr á næsta hlaupaári? Næsta ár er Ólympíuár og verður spennandi að fylgjast hverjir ná til Ríó og hver árangurinn verður. Ætla að leyfa mér að spá því að Aníta muni fari undir 2:00 í 800m og að Kári komist til Ríó í maraþoni. Svo verður að sjálfsögðu annað spennandi ár hjá Tobba í brekkunum.

Eitt atriði sem þarf að bæta í íslensku hlaupasamfélagi? Það sem mér finnst vanta í hlaupasamfélaginu eru fleiri og betri námskeið fyrir þjálfara. Nú eru æ fleiri sem stunda þennan lífsstíl en góðir þjálfarar eru ekki á hverju strái.


Óskar (í miðið) á fullri ferð á einum af þjóðvegum landsins.

Sjá einnig: Hlaupaárið 2015 gert upp: Anton Magnússon, þjálfari Skokkhóps Hauka

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is