Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Vi­t÷l
12.5.2016
Vi­tal vi­ Hlyn AndrÚsson: Ëgnar ═slandsmetum Kßra Steins

Hlynur Andrésson, 22 ára Eyjapeyji hefur verið að gera frábæra hluti upp á síðkastið. Undanfarin misseri hefur Hlynur verið að höggva ansi nærri Íslandsmetum Kára Steins Karlssonar í 5 km og 10 km hlaupi.

 Bakgrunnur Hlyns er ansi athyglisverður en hann hóf ekki að stunda hlaup fyrr en árið 2011 þegar hann var skiptinemi í Maryland í Bandaríkjunum. Þar náði hann frábærum árangri í „high school" og var í kjölfarið eftirsóttur meðal háskóla vestanhafs sem kepptust við að bjóða honum skólastyrki. Svo fór að Hlynur þáði boð Eastern Michigan háskólans um skólastyrk.

Við byrjuðum á að spyrja Hlyn út í frábært 10 km hlaup sem hann hljóp um daginn. Þar hljóp hann á 29:36 og var átta sekúndum frá Íslandsmeti Kára Steins. Við báðum Hlyn að lýsa hlaupinu?
Hlaupið fór fram í apríl á Mt. SAC Relays í Kaliforníu. Þarna var svolítið heitt sem eru ekki kjöraðstæður fyrir mig. Í hlaupinu sem var á braut var ég á góðu pace-i fyrstu átta kílómetrana og hefði átt að ná Íslandsmetinu. En í restina lenti ég í leiðindar magakrampa og gaf eftir í kjölfarið. 


Hlynur í búningi skólaliðsins.

Þú varst einnig átta sekúndum frá Íslandsmeti Kára Steins í 5 km hlaupi sem fram fór í apríl þar sem þú hljópst á 14:10. Ertu vongóður um að ná þessum Íslandsmetum af Kára Steini í náinni framtíð?
Ég var frekar vongóður fyrir 10 km hlaupið um að ég gæti sett Íslandsmet, þar sem æfingarnar höfðu gefið til kynna að ég ætti möguleika á að hlaupa á um 29:10. Því miður þá fór hlaupið ekki eins og ég ætlaði en sem betur fer þá er þetta ekki síðasti sénsinn minn. Ég á tvö ár eftir hérna í Michigan og hef stöðugt verið að bæta mig síðan ég byrjaði að hlaupa. Ef ég held áfram á sömu braut þá ætti ég að ná einhverjum Íslandsmetum, en það er ekkert gefið og ég veit að ég á eftir að þurfa að leggja mig allan fram til þess að ná markmiðum mínum.

 


Glæsilegur fulltrúi Íslendinga vestanhafs.

Kári Steinn er mjög sterkur hlaupari og ég hef litið upp til hans síðan ég byrjaði að keppa. Helstu markmiðin í dag eru að verða fyrsti Íslendingur til þess að hlaupa 5 km undir 14 mín og 10 km undir 29 mín. Hvort það gengur eftir verður svo bara að koma í ljós 

Hvernig horfir þú á framtíðina varðandi hlaupin, á hvaða vegalengdir muntu leggja mesta áherslu á og verður það braut frekar en götuhlaup?
Ég ætla að halda mig við brautina og víðavangshlaup (cross country) næstu ár og reyna bæta mig meira þar (aðallega 5000m og 10000m). Ég mun ekki taka þátt í mörgum götuhlaupum á næstunni en kannski mætir maður á Reykjavíkurmaraþonið. Planið nú er að reyna við Ólympíulágmark í maraþoni fyrir Ólympíuleikana (2020). 

Hvar ertu í skóla og hvernig gengur að tvinna hlaupin saman við námið?
Ég bý í Michigan í USA og stunda þar nám á frjálsíþróttastyrk við Eastern Michigan University. Ég keppi fyrir skólann minn og þeir borga fyrir menntun mína í líffræðinni, þannig að námið og hlaupin taka alla orkuna núna. 

Ætlarðu að koma heim í sumar, jafnvel taka þátt í einhverjum hlaupum?
Ég kem heim í júní eftir Smáþjóðarleikana í Möltu þar sem ég mun keppa fyrir Íslands hönd í 3000m hlaupi. Ég mun ekki keppa á neinum götuhlaupum nema kannski í 10 km í Reykjavikurmaraþoninu í sumar. Ég mun taka tveggja vikna pásu eftir Möltu og byrja svo að undirbúa mig fyrir cross country tímabilið í september en þar er samkeppnin gríðarleg og Bandaríkjamenn leggja mikið upp úr þeirri keppni.

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
Erla  Andresdˇttir Erla Andresdˇttir
12.5.2016 22:52:17
Dßsamlegt a­ sjß og finna hva­ Hlyn gengur vel hlakka til a­ sjß hann Ý sumar 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is