Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Vi­t÷l
24.11.2016
Vi­tal vi­ KristÝnu Rˇs: Ătlar a­ hlaupa fyrir ■ß sem ekki geta hlaupi­


Kristín Rós hendir í eina rándýra "hlaupaselfie."

Að taka þátt í almenningshlaupi snýst ekki lengur um að hlaupa frá stað A til B. Hlaupahaldarar hafa fundið alls kyns leiðir til að krydda okkar skemmtilega áhugamál. Kristín Rós Hlynsdóttir, 45 ára hlaupari úr Skokkhóp Hauka ætlar að taka þátt í ansi frumlegu og skemmtilegu hlaupi á næsta ári. Hlaupið nefnist Wings for life run og fer fram samtímis á fjölmörgum stöðum um allan heim á ári hverju.

Hlaupið fer þannig fram að hlaupari velur sér ekki ákveðna vegalengd sem hann ætlar að hlaupa heldur hleypur viðkomandi þátttakanda þangað til að sérstök bifreið keyrir hann uppi. Með öðrum orðum er Wings for life run einskonar kapphlaup við bíl keyrir á fyrirfram ákveðnum hraða.

Kristín ætlar að fara til Munchen til að taka þátt í hlaupinu þann 17. maí á næsta ári. Hlaupið er haldið undir yfirskriftinni „Hlaupum fyrir þá sem ekki geta hlaupið" og fer allur ágóði til styrktar rannsóknum á mænuskaða. Málefnið er Kristínu hjartfólgið en hún á fatlaðan son.

Þess má geta að um 136 þúsund manns hafa tekið þátt í Wings for life run á meira en 40 stöðum síðan hlaupið var fyrst haldið árið 2014.

Hvernig rakstu á þetta hlaup og af hverju er það heillandi fyrir þig?
Ég á fullt af vinum í Þýskalandi og nokkrir þeirra hafa tekið þátt í þessu hlaupi. Sjálf hef ég ekki tekið þátt í Wings for life World Run hlaupinu áður en ætla að vera með í Munchen í maí 2017.  Félagar mínir sem hafa tekið þátt í hlaupinu tala um að þetta sé skemmtilegasta hlaup sem þeir hafa tekið þátt í. 

Uppsetningin á hlaupinu er ansi skemmtileg, getur þú lýst henni?
Þetta er einstakt hlaup, en það hefst á sama tíma í sex heimsálfum og 33 löndum. Á meðan hlaupið hefst um hádegisbilið í Evrópu, er það að hefjast í Kaliforníu klukkan fjögur að morgni og um níu að kvöldi í Ástralíu. Fleiri tugir þúsunda þátttakenda hlaupa því samtímis á mismunandi stöðum í heiminum.

Það skemmtilega er að það er ekkert endamark. Hlaupið er þar til sérmerkt bifreið nær að taka fram úr þátttakanda, þá er viðkomandi hlaupari úr leik. Hlaupið er með flögu og er skynjari á bifreiðinni sem stöðvar tímann. Bifreiðin keyrir af stað hálftíma eftir að hlaupið hefst.


Bíllinn að keyra uppi einn hressan þátttakanda.

Það sem kemur til skráningar er vegalengdin, ekki tíminn sem þátttakandinn hljóp eins og við þekkjum eftir hefðbundinn hlaup. Gaman er að segja frá því að hægt er að skrá hópa og þá verða vegalengdir allra í hópnum lagðar saman.

Hvað með hraðann, hversu hratt þarf að hlaupa?
Við skráningu þarf að taka fram hvaða vegalengd þátttakandi stefnir á að hlaupa, 10 km, hálft- eða heilt maraþon og hvaða tíma viðkomandi á. Þetta skiptir máli því við upphafsmark er keppendum raðað eftir tímum. 8.000 manns hefja hlaupið svo ekki veitir af góðu skipulagi.

Bifreiðin leggur af stað hálftíma eftir að hlaupið hefst og er viðmiðið að bifreiðin nái þeim sem hlaupa 10 km klukkustund eftir að hlaupið hefst. Á heimasíðu hlaupsins másjá hvenær bifreiðin er að ná þátttakendum, miðað við vegalengd og á hvaða hraða viðkomandi þarf að hlaupa til að geta náð þessu markmiði 

Hvaða áherslur leggja þátttakendur upp með, ræður keppnisskapið för eða liggur áherslan á gleði og málefni?
Þeir sem hafa tekið þátt í hlaupinu áður gera það gjarnan aftur og aftur. Markmið er að bæta vegalengdina og jafnvel að hlaupa frá öðrum upphafsstað ár hvert.

Það fara allir heim sem sigurvegarar. Eftir að þátttakendur eru gripnir af sérmerktu bifreiðinni, fara keppendur með rútum að byrjunarreit. Mikil gleði og fagnaður brýst jafnan út í rútuferðinni sem er víst ógleymanleg. Hlaupið hefst og endar í Ólympíuhöllinni í Munchen og þar er skemmtun eftir hlaupið. Beðið er eftir að síðasti hlauparinn klári svo allir geta verið með.


Um 140 þúsund manns hafa tekið þátt í Wings for life run.

Málefnið er ansi verðugt, ekki satt?
Málefnið snertir mig persónulega. Ég á sjálf fatlað barn. Einkunnarorð Wings for Life World Run er „hlaupum fyrir þá sem ekki geta" en allur ágóði hlaupsins rennur óskiptur til rannsókna á mænuskaða.

Hyggstu fara ein eða er stefnan á að fá einhverja í lið með þér?
Ég er að fara í fyrsta sinn í þetta hlaup og er búin að skrá mig í hálft maraþon hlaup. Á þessu ári tóku 130.000 manns þátt í hlaupinu og elsti þátttakandi var 99 ára. Ég veit til þess að 13 Íslendingar tóku þátt í hlaupinu nú á þessu ári og vonast ég til þess að enn fleiri Íslendingar verði með á næsta ári.

Það skiptir ekki máli hvort þú hlaupir 10 km eða 42 km. Það er hlaupið þar til bifreiðin merkt hlaupinu nær þér. Hlaupa- og skokkhópar geta skráð sig sem hóp í hlaupinu og hlaupið fyrir þá sem ekki geta hlaupið. Mikilvægast er að fara með jákvæðu hugarfari og taka þátt.

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir (www.gaman.is) sér um skráningu í ferðina og verður flogið beint með Icelandair til Munchen þann 5-8 maí 2017. Gist verður á góðu hóteli miðsvæðis, um 10 mínútur frá Ólympíuhöllinni þaðan sem hlaupið hefst.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is