Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Vi­t÷l
19.9.2017
Vi­tal: Hljˇp sÝ­asta kÝlˇmetrann Ý ÷kkladj˙pu vatni Ý Kaupmannah÷fn


Björn ásamt Nönnu Láru Sigurjónsdóttur og Snorra Gíslasyni.

88 íslenskir hlauparar tóku þátt í sögulegu Kaupmannahafnar hálfmaraþoni sem fram fór á sunnudaginn. Náttúruöflin minntu á sig svo um munaði í hlaupinu, svo mjög að hlaupið var stöðvað en þá voru flestir af 21 þúsund þátttakendum komnir í mark.

Sjá tíma Íslendinga.

Vatn upp að ökklum
Björn Kristmannsson, 29 ára gamall matvælafræðingur, búsettur í Kaupmannahöfn tók þátt í þessu eftirminnilega hlaupi. „Eftir átján km breyttist veðrið snarlega úr sól og blíðu í rigningu og haglél. Rigningin kom svosem ekki á óvart því maður var búinn að sjá þrumuskýið liggja yfir Østerbro frá ellefta km.

Þá hafði ég einnig heyrt vel í þrumum og eldingar gerðu einnig var við sig. Þetta hafði ekki áhrif á mig þannig séð, en stemmingin í kringum brautina breyttist skyndilega, þar sem flestir áhorfendur leituðu sér skjóls undan veðrinu," segir Björn um sunnudaginn viðburðarríka.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á lokakaflanum.

„Það var ekki fyrr en á síðasta kílómetranum sem aðstæður urðu mjög slæmar. Það var enginn undankomuleið frá ökkladjúpu rigningarvatninu sem flæddi yfir alla götuna. Því var ekkert annað að gera en að vaða í gegnum vatnselginn."

Hélt ótrauður áfram
Eins og áður segir breyttist stemmingin í hlaupinu skyndilega þegar náttúruöflin hófu að berja á hlaupurunum. „Þegar rigningin og haglélið dundi yfir, þá settu margir tónlist í eyrun, þar á meðal ég. Stuðningurinn frá áhorfendum við brautina snarminnkaði. En þrátt fyrir óveðrið og erfiðar aðstæður virtust flestir hlauparar einbeittir í að klára hlaupið," segir Björn sem sjálfur hélt ótrauður áfram og kláraði á 01:58:10.

Töluvert öngþveiti skapaðist við markið og illa gekk að rýma svæðið þrátt fyrir tilmæli frá lögreglu og skipuleggjendum hlaupsins þar um. „Fólk var skelkað og kalt í lok hlaups. Marksvæðið var nánast allt á kafi í vatni og drullu og þátttakendur voru lengi að koma sér þaðan.


Allt á kafi við marksvæðið skömmu eftir hlaup.

Ég var líklega fastur við endalínuna í 10-15 mínútur á meðan tilkynningar runnu í gegn úr hátalarakerfinu. Allir voru beðnir um að yfirgefa svæðið sem fyrst enda líkur á fleiri eldingum og því alls ekki gott að vera í stórum opnum garði eins og Fælledparken."

Fréttir bárust af því að þrír hefðu orðið fyrir eldingu, hlaupari, starfsmaður og ljósmyndari en meiðsli þeirra voru sem betur fer minniháttar. Björn segir að þau tíðindi hafi haft sín áhrif á fólk í kraðakinu að hlaupi loknu. „Allir vildu í kjölfarið komast sem fyrst af svæðinu en fólk hélt þó ró sinni," ítrekar Björn og bætir við að örfáum mínútum eftir að hann kom í mark hafi sólinn farið að skína og úr orðið hinn fallegasti haustdagur í Kaupmannahöfn.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is