Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  FrÚttir 2013
6.6.2013
Mara■on ß dag, 10 daga Ý r÷­, til styrktar ■÷rfu mßlefni

Nú er Ísfirðingurinn Óskar Jakobsson rúmlega hálfnaður með ferð sína hlaupandi frá Reykjavík til Ísafjarðar. Óskar ætlar að hlaupa um 45 km. á dag í 10 daga, en það samsvarar rúmu maraþoni á dag 10 daga í röð! Verkefnið gengur undir nafninu Hlaupið heim en Óskar sleit barnsskónum á Ísafirði og er því að hlaupa aftur heim á æskuslóðirnar.

Maraþon_Bogi_Óskar

Í tengslum við hlaupið ætlar Óskar að vekja athygli á þörfu málefni en það er staða langveikra barna og foreldra þeirra. Auk þess ætlar hann að safna fé í styrktarsjóð Hlaupið heim. Kveikjan að styrktarsjóðnum er ungur vinur Óskars, Vestfirðingurinn Finnbogi Örn Rúnarsson 11 ára, en hann hefur gengið í gengum miklar raunir á sinni stuttu ævi og hefur síðasta ár verið honum og fjölskyldu hans sérlega erfitt. Finnbogi Örn fór í hjartaaðgerð til Svíþjóðar í apríl fyrir ári síðan þar sem gert var við hjartaloku. Viðgerðin gekk vel en aðgerðin tók mjög á Finnboga og var hann lengi að jafna sig.

Stóra áfallið reið svo yfir 1. desember s.l. en þá fékk Finnbogi Örn heilablóðfall. Hann lamaðist á hægri hlið líkamans, missti málið o.fl. Rifa hafði komið á ósæð sem olli blóðtöppum, Finnbogi var í lífshættu en áhættan við aðgerð var svo mikil að það var ekki reynandi. Finnbogi Örn lá á Barnaspítala Hringsins fram að jólum en þá virtist sem skemmdin á ósæðinni hafi lagast að einhverju leyti af sjálfu sér, sem telst í raun kraftaverk.

Finnbogi Örn er á góðum batavegi en á þó enn þónokkuð í land með að ná fyrri styrk og heilsu, en það er vandfundinn eins mikill baráttujaxl og þessi Vestfjarðavíkingur. Mikið hefur mætt á fjölskyldunni síðan Finnbogi Örn veiktist, bæði andlegt álag sem er eðlilegt eftir svona áfall sem og fjárhagsáhyggjur en móðir Finnboga hefur verið frá vinnu síðan hann veiktist.

Styrktarsjóður Hlaupið heim mun styðja við bakið á Finnboga Erni og fjölskyldu auk þess sem Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna nýtur góðs af þessu afreki Óskars (www.neistinn.is). Hægt verður að fá nánari upplýsingar og fylgjast með Óskari á facebook síðunni Hlaupið heim.

Verum með hjartað á réttum stað, við skorum á fyrirtæki og einstaklinga að leggja Óskari og styrktarsjóðnum Hlaupið heim lið með frjálsum framlögum.
Banki: 0556 HB:26 RN:330 Kt:121101-3190

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is