Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
5.2.2014
UFA Eyrarskokk ß Akureyri: Slß ekki sl÷ku vi­ og Šfa sex sinnum Ý viku

 
Hlauparar úr UFA Eyrarskokki að loknu Jökulsárhlaupi.

Hlauparar hópa sig saman víðar en aðeins á höfuðborgarsvæðinu og Akureyringar eru þar langt í frá undantekning. Á Akureyri er einkar öflugur hlaupahópur, UFA Eyrarskokk varð til fyrir tæpu ári síðan þegar fjölmargir hlauparar á Akureyri ákváðu að sameinast í þessum stóra og öfluga hópi sem byggir þó á eldri grunni.

"Kjarninn í hópnum er hópur sem áður hét Eyrarskokk og svo hópur hlaupara sem hefur æft undir merkjum Langhlauparadeildar UFA. Við höfum svo náð inn góðum hópi nýrra hlaupara sem ekki æfðu með neinum hópi áður," segir Rannveig Oddsdóttir, formaður langhlaupa- þríþrautardeildar UFA, sem ræddi við hlaup.is um starf deildarinnar.

Er hlaupamenningin í jafnmiklum blóma á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu?
Akureyringar viðurkenna náttúrulega aldrei að þeir séu eftirbátar Reykvíkinga á nokkurn hátt. Og ég held við getum sagt að hér sé hlaupamenningin í blóma um þessar mundir. Hópurinn okkar er að stækka, þátttaka í almenninghlaupum hefur verið að vaxa á undanförnum árum eftir nokkra lægð og mér finnst fleiri úti að hlaupa en áður.

Hvað eru margir virkir meðlimir og hvernig gengur að finna öllum verkefni við hæfi?
Virkir meðlimir eru u.þ.b. 50 og ég held að það sé óhætt að segja að það gangi almennt vel að finna verkefni við allra hæfi. Við bættum við þjálfara í haust sem heldur utan um nýliðana okkar og fylgir þeim sem vija aðeins fara temmilega langt og rólega. Svo er alltaf hægt að velja um nokkra möguleika á hverri æfingu, rólegan 5-7 km hring, auk mislangra og þungra tempó- og sprettæfinga.

Hlaupið þið innanbæjar á Akureyri eða leitið þið eitthvað út fyrir bæinn t.d. upp í Kjarnaskóg?
Yfir vetrarmánuðina hlaupum við mest innanbæjar, á götunum og nýtum líka aðstöðuna á Þórsvellinum. Þar höfum við upphitaða braut sem kemur sér vel þegar snjór og hálka er á götunum. Einstaka sinnum stingum við okkur inn í Bogann. Yfir sumarið hlaupum við mikið á stígunum í kringum bæinn (Kjarnaskógur, Leirurnar, Krossanesborgir) og um hinar fögru sveitir Eyjafjarðar.

Það má því heita morgunljóst að hlauparar á Akureyri halda uppi öflugu starfi og til marks um það heldur hópurinn uppi skipulögðum æfingum sex daga vikunnar. Þá er félagslífið innan hópsins líflegt auk þess sem starfið er brotið upp með fræðslu- og kynningarkvöldum öðru hvoru. Þá stendur Ungmennafélag Akureyrar fyrir nokkrum almenningshlaupum og rétt er að minna á Vetrarhlaup UFA í því sambandi. Um er að ræða hlaupaseríu sem samnstendur af sex hlaupum. Hlaupin fara fram einu sinni í mánuði frá október og fram í mars. Nánari upplýsingar um UFA Eyrarskokk, æfingatíma og fleira, má finna á vefsvæði hópsins.

Viðtal við Sigurð Frey sem hleypur með UFA Eyrarskokki


Hlauparar úr UFA Eyrarskokki í stórbrotnu landslagi eftir að hafa hlaupið Vesturgötuna.

Heimir Snær Guðmundsson

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
Sara Sara
5.2.2014 20:37:53
Seinni myndin er reyndar ˙r Vesturg÷tunni en landslagi­ er jafn stˇrbroti­ fyrir ■a­ :)
Heimir Heimir
5.2.2014 21:31:39
SŠl Sara.
Takk fyrir ßbendinguna.
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is