Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
5.2.2014
Sigur­ur Freyr, UFA Eyrarskokk: "Ůjˇ­verjinn hrŠddur vi­ skrřtna ═slendinginn"

Sigurður Freyr Sigurðarson, 48 ára kennari við Síðuskóla á Akureyri hefur alla tíð stundað íþróttir, mest handbolta og fótbolta. Í seinni tíð hefur Bibbi eins og hann er alltaf kallaður fært sig meira út í hlaup. Þessi aðflutti Akureyringur hefur hlaupið með hléum frá 1995. Lengst af hljóp Bibbi einn síns liðs og það var ekki fyrr en fyrir fyrir rúmlega ári að Bibbi gekk í UFA Eyrarskokk og hann sér svo sannarlega ekki eftir því í dag. 

Hvenær gekkstu í hlaupahópinn, varstu búinn að hlaupa lengi áður?
Ég hljóp mikið einn á Akureyri eftir að ég flutti hingað árið 2005. Gerði einhverjar tvær tilraunir til að ganga í hlaupahópa en þeir fóru ýmist of hratt fyrir mig eða voru á óhagstæðum tíma þannig að ég entist ekki lengi í þeim. Enda bestur einn, eða það hélt ég á þessum tímapunkti. Haustið 2012 frétti ég að það væri búið að sjósetja „alvöru" hlaupahóp þar sem flottir þjálfarar réðu ferðinni. Ég ákvað að ganga í þennan hóp, fyrst í stað bara til að prófa.  Ég var ekkert sérlega jákvæður eða bjartsýnn þegar ég byrjaði því að ég var búinn að ákveða að hópaformið hentaði mér ekki. Ég var á þeim tíma að hlaupa á 5 mínútna tempói í hlaupum og fannst það bara nokkuð gott hjá mér.

 
Bibbi að loknu hlaupi í Þýskalandi
Hvað hefur það gefið þér að hlaupa í hlaupahóp?
Það er skemmst frá því að segja að hópurinn fylltist af frábærum hlaupafélögum og æfingarnar hittu algjörlega í mark hjá mér, fjölbreyttar hraðaæfingar og aldrei sama æfingin tvisvar.  Fyrir utan það hve mikið mér fór fram í hlaupunum þá er félagsskapurinn mjög góður. Bráðlifandi Facebook síða auk árshátíðar, skemmtikvölda þess utan fjölmennum við í ákveðin hlaup.   

Hver er munurinn á því að hlaupa einn eða í hlaupahóp?
Þar sem ég var þaulvanur að hlaupa einn og taldi það best fyrir mig miðað við þá reynslu sem ég hafði af hlaupahópum, hljóp ég alltaf á sama tempóinu og ákveðið marga kílómetra, fjölbreytnin var því lítil sem engin. Það var helst ef ég fór í fótbolta að gamlir „sprettir" tóku sig upp. Núna þegar ég er í UFA-Eyrarskokks hópnum hafa æfingarnar skilað af sér miklu fljótari Bibba. Nú hleypur maður 200 - 1600 metra spretti eins og enginn sé morgundagurinn.

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu?
Ef ég ætti að skilgreina mig sem hlaupara þá myndi ég segja að ég væri langhlaupari, mér finnst varla taka því að fara út að hlaupa fyrir minna en 10 km í hvert sinn. Ég hljóp mest 10 - 21 km í keppnishlaupum síðasta árið og fannst það fínt. Ég reyni því að hlaupa í 60 - 90 mínútur á æfingu.

Á fólk sem er að hlaupa eða langar að byrja að ganga í hlaupahóp?
Ég ætla nú ekki að vera einhver besservisser og segja fólki hvað það eigi að gera í upphafi.  Það er vissulega hvetjandi að hafa hóp til að leiða sig áfram og verða að mæta á ákveðnum tímum, á ákveðinn stað og hlaupa með einhverjum. En hitt þekki ég líka að það er gott að geta stjórnað sínum eigin æfingum og hlaupa þegar hentar best. Ég held að það sé mjög gott að tvinna þetta saman, hlaupa með hópnum þegar þess er kostur og hlaupa einn þegar það hentar betur. Láta hópinn vera ráðandi en alls ekki sleppa hlaupi þó maður komist ekki á tilteknum tíma. Það er einmitt mjög gott með UFA-Eyrarskokkshópinn að æfingarnar eru birtar á Facebook svæðinu og þar sér maður hvað á að gera og getur þá tekið æfinguna sjálfur ef maður sleppir hópæfingunni. Eflaust eru fleiri hópar með slíkt fyrirkomulag.

Hvað gera hlaup fyrir þig persónulega?
Hlaupin hjálpa mér mikið við að losna við vinnuna úr hausnum eða þau eiga að gera það. Ég plana nú oft heilu og hálfu kennslustundirnar á hlaupum. Það er svo mikið að gerast hjá mér að ég kem heim fullur af hugmyndum en eftir grisjun sitja ein eða tvær góðar hugmyndir eftir sem ég reyni að henda í framkvæmd. Hlaup eru mjög streitulosandi og maður losnar við leiðindi og reiði með því að fara eftir vinnu og hlaupa frá sér allt vit (sem ég er reyndar fljótur að gera).

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Ég valdi útihlaupin aðallega vegna þess að lyftingar og þolfimitímar eru hræðilega leiðinlegt fyrirbæri og mér brá í haust þegar það var kominn vísir að því að hópurinn ætlaði að fara að gera einhverjar styrktaræfingar inni. Það er ekki alveg minn tebolli. Hinsvegar hefur sem betur fer eitthvað dregið úr þessari vitleysu. Eins er með teygjurnar, ég stend ekki í svoleiðis rugli. Ég teygi mig í mesta lagi eftir öðrum recoverydrykk í ísskápnum.

Viltu deila með lesendendum því sem stóð upp úr í hlaupunum á síðasta ári?
Eftir að ég gekk í þennan skemmtilega hlaupahóp þá hafa markmiðin breyst hægt og rólega, eða kannski frekar hratt og hraðar. Fyrst var markmiðið að hlaupa 10 km undir 50 mín og svo að klára hálfmaraþon á undir 1:55:00. Þetta kom fljótt. Þá datt mér í hug að stefna á maraþon í London 21.apríl á síðasta ári og tók ég til við æfingar þar af lútandi. Þetta gekk alveg dæmalaust vel og ég var að mestu laus við meiðsli og veikindi. Hljóp svo fyrsta maraþonið mitt á afmælisdegi föður míns á 3:47:13 sem var töluvert betri tími en ég stefndi á. Það var magnað að koma í mark. Var næstum því farinn að tárast en sá að mér og hélt kúlinu. 

Síðasta haust tók ég þátt í maraþonboðhlaupi með þýskri sveit í Karlsruhe þar sem ég hljóp hálfmaraþon, næsti 14 km og sá síðasti 7 km. Það er svolítið skemmtilegt að segja frá því að sá sem hljóp 7 km endaði og við hinir máttum hlaupa með honum inn á leikvanginn þar sem markið var en ég var farinn úr hlaupabolnum með númerinu og fékk ekki að fara inn á leikvanginn nema með númer. Númerið var langt undan og ég ekki með síma. Ég hitti þarna Þjóðverja sem var búinn með maraþon, hann varð svo hræddur við þennan stórskrítna Íslending og þannig að ég fékk númerið hjá honum lánað til að setja framan á mig og tölti sem Stephan frá Mannheim inn á völlinn, fékk medalíu og hitti félagana.

Hver eru markmiðin til skemmri og lengri tíma?
Markmiðið núna er að ná upp grunnþolinu aftur eftir smá pásu í haust. Í sumar ætla ég að reyna við einhver utanvegahlaup, Laugavegurinn kitlar sem og Fjögurra skóga hlaupið, Jökulsárhlaupið, Vesturgatan og mörg önnur skemmtileg.  Götuhlaup eru á hröðu undanhaldi hjá mér einhverra hluta vegna. Hlaupahópurinn ætlar svo að kóróna árið með hópferð til Munchen í október, það verður geðveikt.

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Mottó: hlaup á nammidögum klikkar ekki.

Umfjöllun um UFA Eyrarskokk

Heimir Snær Guðmundsson

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is