Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
12.2.2014
Hlaupahˇpur Stj÷rnunnar: Ůrautreyndir, byrjendur og allt ■ar ß milli


Stjörnumenn að loknu Reykjavikurmaraþoni.  

Hlaupahópur Stjörnunnar í Garðabæ er tiltölulega ungur félagsskapur þó hann byggi á gömlum grunni. Æfingar eru fjórum sinnum í viku og iðkendafjöldinn er alltaf að aukast að sögn Agnar Jóns Ágústssonar eins forsvarsmanna hópsins. Jafnan er hlaupið frá Ásgarði, íþróttamiðstöð Stjörnunnar. 

Saga Hlaupahóps Stjörnunnar er stutt. Hópurinn var stofnaður undir Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar haustið 2012. Fyrirrennari hópsins var Skokkhópur Garðabæjar sem stofnaður var 2008 og Gísli Ásgeirsson hlaupari með meiru átti frumkvæðið að. Hlaupahópur Stjörnunnar er því rétt rúmlega eins árs. Hér að neðan leiðir Agnar lesendur í allan sannleika um Hlaupahóp Stjörnunnnar í skemmtilegu viðtali.

Hve margir eru meðlimir hópsins og hvernig hefur fjöldinn þróast á undanförnum árum
Hlaupahópur Stjörnunnar hefur vaxið hratt frá stofnun og mun hraðar en stofnendur gerðu ráð fyrir. Um áramótin 2012/2013 voru félagsmenn um 80 manns en í dag eru 120 félagsmenn.    

Hverjir eru meðlimir í Hlaupahópi Stjörnunnar, er um að ræða þrautreynda hlaupara eða er mikið um byrjendur?
Við skiptum hópnum upp í fjögur getustig; Í fyrsta hópnum eru byrjendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í hlaupum. Í hópi 1 eru þeir sem eru örlítið lengra komnir í hlaupum. Innan hóps 2 eru þeir sem glíma við tíma á 10 km og 21 km og í hópi 3 eru þeir sem lengst eru komnir og hafa stundað keppnishlaup um tíma bæði hér heima og erlendis. Þannig að í Hlaupahópi Stjörnunnar eru bæði byrjendur og þrautreyndir hlauparar og allt þar á milli.

Hjá Hlaupahóp Stjörnunnar eru tveir þjálfarar, einn sem sér um byrjendur og þá sem styttra eru á veg komnir og Sigurð P. Sigmundsson fyrrverandi langhlaupari og Íslandsmeistarí í hlaupum um árabil sér um þá sem lengst eru komnir. Einstaklingum innan hópa er getustýrt og leiðbeint af þjálfurum.


Hlaupahópur Stjörnunnar í öllu sínu veldi áður en haldið er á krefjandi æfingu.

Hvernig gengur að sníða æfingar að ólíkum þörfum hvers og eins?
Við skiptum þessu þannig að hóparnir fá hópaáætlanir sem þeir fylgja eftir. Þjálfararnir sjá um og fylgjast með einstaklingum innan hópanna og stýra þeim á æfingum.  Hins vegar hafa þeir sem lengst eru komnir fengið sérstakar áætlanir frá Sigurði P. þegar um sérstaka viðburði er að ræða eins og Laugaveginn eða maraþon.

Hvar hlaupið þið aðallega?
Við hlaupum frá íþróttahúsinu í Garðabæ á hverri æfingu og eigum okkar mældu leiðir. Á sumrin þegar veður er gott nýtum við Heiðimörkina mikið eða strandlengjuna á Kársnesinu og vestur í bæ. Tempóhlaup, brekkuspretti og sprettæfingar tökum við á sérstökum stöðum og nýtum jafnvel Heiðimörkina í það líka.

Hvað með félagslíf, er mikið um atburði utan æfinga?
Það er mikið félagslíf hjá Hlaupahópi Stjörnunnar. Ásamt hlauparáðinu sem stýrir daglegum málum, þá er sérstök viðburðarnefnd sem sér um félagslega þáttinn og einnig er fjallgöngunefnd sem sér um að skipuleggja fjallgöngur einu sinni í mánuði. Við leggjum mikið upp úr félagslega þættinum og reglulega eru minni og stærri viðburðir.  Hópurinn hefur sett sér þá stefnu að hlaupa tvö hlaup saman á hverju ári. Það er Gamlárshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið. Nú er til skoðunar að fara í hópferð erlendis.

Eru allir velkomnir, hvernig eiga áhugasamir að bera sig að?
Allir eru velkomnir í Hlaupahóp Stjörnunnar, byrjendur jafnt sem lengra komnir. Hlaupahópurinn er með fésbókarsíðu "Hlaupahópur Stjörnunnar" og þar er að finna allar upplýsingar. Æfingar eru 4 sinnum í viku, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga frá Ásgarði kl. 17:30 og Laugardaga frá Ásgarði kl. 9:30. 

Viðtal við Halldór Þorkelsson úr Hlaupahópi Stjörnunnar

Heimir Snær Guðmundsson

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is