Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
23.2.2014
Skokkhˇpur Hauka: Allt a­ 160 virkir hlauparar yfir sumartÝmann


Hressar hlaupakonur úr Haukum bregða á leik.

Haukar í Hafnarfirði gefa nágrönnum sínum í FH ekkert eftir þegar kemur að hlaupum. Skokkhópur Hauka hefur verið starfandi frá 2007. "Hópurinn fór rólega af stað en honum óx ásmegin við hvern mánuð sem leið. Auðvelt reyndist að fá inn nýliða og efla hópinn," segir Anton Magnússon einn forsvarsmanna hópsins en hann situr fyrir svörum um skokkhóp rauða liðsins í Hafnarfirði.

Áður en lengra er haldið er rétt að minna á vefsíðu hópsins. Þar má finna allar upplýsingar um starf hópsins, s.s. upplýsingar um æfingatíma og margt fleira. Síðuna má nálgast hér.

Hvað eru margir meðlimir í Skokkhópi Hauka, hvernig hefur hann þróast á undanförnum árum?
Skráðir félagar eru vel á annað hundrað en virkir eru kannski 120 - 160 og yfir vetrartímann eru þetta ca 80 manns. Fólk er misvirkt eins og gengur, en meðalfjöldi á æfingu yfir vetrartímann er svona 40-60 en 80-100 yfir sumartímann. Við höldum nýliðanámskeið á hverju vori og undanfarin ár hafa um 70-90 mætt á hvert nýliðanámskeið.

Ekki endast allir fram á haustið en flestir endast þó vel yfir sumarið. Sérstaklega er ánægjulegt að fylgjast með nýliðum sem uppgötva að þeir geta mun meira en þeir gerðu ráð fyrir. Margir nýliðar tengjast svo hópnum eins og vera ber og halda ótrauðir áfram.

Hverjir eru meðlimir, er um að ræða þrautreynda hlaupara eða fólk sem er að byrja?
Skokkhópur Hauka er grasrótarhópur að því leyti til að við höfum einbeitt okkur að því að efla og aðstoða hinn almenna hlaupara, fólkið sem kemur af götunni ef svo má segja. Inn á milli eru svo gamlir íþróttamenn sem vilja halda sér við en bakgrunnur flestra er almenn hreyfing.

Hvernig gengur að sníða æfingar að ólíkum þörfum hvers og eins?
Við klárlega getuskiptum æfingum. Sérstaklega á það við yfir sumartímann og þegar við erum að stefna að einhverjum ákveðnum hlaupum. Yfir vetrartímann eru æfingarnar mun staðlaðri. Sem dæmi gæti þetta litið út svona: Mánudagar: Sprettæfingar (tröppur, brekkur, beinir sprettir). Miðvikudagar: Tempó eða vaxandi. Laugardagar: Langt og rólegt. Við látum svo fólk stytta lengdina eða fækka eða fjölga sprettunum allt eftir getu hvers og eins.

Hvar hlaupið þið helst?
Eðli málsins samkvæmt hlaupum við helst í Hafnarfirði en þó ná hlaupaleiðirnar okkar mjög oft um uppland Hafnarfjarðar og alla leið inn í Heiðmörk. Eins erum við duglega að hlaupa Álftanesið og inn í Garðabæinn.

 
 Haukarar eftir að hafa þreytt Amsterdammaraþon.


Haukarar sjást víða í almenningshlaupum árið um kring. 

Hvað með félagslíf, er mikið um atburði utan æfinga?
Þetta er vel virkur hópur sem heldur kynningar og fræðslufundi reglulega. Við höldum okkar uppskeruhátíð og svo tínum við til eitt og annað og finnum okkur þannig tilefni til að hittast. Hópurinn er afar virkur í almenningshlaupum um land allt og við höfum verið mjög dugleg að stefna á ákveðin hlaup í minni eða stærri hópum. Sérstaklega verð ég að nefna að Laugavegurinn hefur heillað þennan hóp sérstaklega og undanfarin ár hafa þónokkrir félagar spreytt sig á þeirri leið með flottum árangri. Utanlandsferðir hafa verið þónokkrar. Við höfum farið sem hópur til Berlínar í 10 km og hálft maraþon (ca 50 manns), Til Amsterdam (ca. 60 manns) í heilt og hálft maraþon. Núna er verið að stefna á tvær ferðir, sú fyrri er Edinborg nú í vor og svo Munchen haust.

Eru allir velkomnir, hvernig eiga áhugasamir að bera sig að?
Allir eru velkomnir og það eina sem þarf að gera er að mæta á æfingu og setja sig í samband við okkur þjálfarana. Við leiðbeinum fólki svo næstu skref. Mæting er á Ásvöllum á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30 og á Laugardögum kl. 10:00. Alls ekki gera ráð fyrir að fólk fæðist sem hlauparar, það er eitthvað sem kemur smá saman með elju og æfingu........... En ALLIR GETA HLAUPIÐ!

Þess má geta að Skokkhópur Hauka stendur fyrir nokkrum almenningshlaupum á ári, gefum Antoni orðið að nýju:
Hvítasunnuhlaup Hauka er 17,5 km utanvegahlaup í upplandi Hafnarfjarðar. Þetta er tímamælt hlaup þar sem hlauparar glíma við hin ýmsu hlaupaskilyrði í náttúrunni (http://www.hvitasunnuhlauphauka.com/ ) Dásemdar hlaup í dásamlegu umhverfi. Fullt af verðlaunum og háalvarleg tímataka.
Afmælishlaup Hauka er breytilegt frá ári til árs (fylgir aldri félagsins).  Haukar 81 árs þýðir 8,1km osv.frv. Þetta er meira hugsað svona inn á við til að efla unga fólkið í félaginu en engu að síður eru allir velkomnir og hér gildir hinn jákvæði andi frekar en nokkuð annað.
Kirkjuhlaup á annan dag í jóla. Vinir okkar og félagar á Seltjarnarnesi hafa haldið dásamlegt kirkjuhlaup undanfarin ár. Hugmyndin er bara svo góð að það verður að flytja hana um víðan völl. Við hjá Skokkhópi Hauka settum því á laggirnar Hafnfirskt kirkjuhlaup. Hlaupið er 13-14km langt og farið er frá kirkjum yfir í kapellur og klaustur hér í Hafnarfirði. Þetta er ótímasett og huggulegt hlaup sem endar með kakói og smákökum. Hér skiptir mestu máli að ræða við náungann og njóta um jólin.
Áramótahlaup Hauka er 10 km gleðihlaup sem undanfarin ár hefur verið haldið um um áramótin. Þetta hefur verið einstaklega vel heppnað og brosmilt hlaup. Lang flestir (yfir 90%) mæta í búningum og hér ræður gleðin ríkjum.

 
 Hafnfirskar blómarósir íklæddar strápilsum ásamt einum bónda að loknu Amsterdammaraþoni. 

Heimir Snær Guðmundsson

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is