Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
23.2.2014
DÝana Harpa ˙r Skokkhˇpi Hauka: Frß nokkur hundru­ metrum Ý Laugaveg ß ÷rfßum ßrum

Díana Harpa Ríkarðsdóttir er 41 árs hlaupari úr Skokkhópi Hauka. Fyrir nokkrum árum byrjaði Díana að hlaupa fyrir hálfgerða slysni, er hún var úti að viðra hundinn sinn. Nú örfáaum árum seinna hefur hún farið úr því að hlaupa örfá hundruð metra í einu yfir í að klára Laugaveginn sem hún gerði síðasta sumar. Díana æfði aldrei íþróttir sem unglingur en eins og svo margir Íslendingar hefur hún oft tekið rispur í ræktinni öðru hvoru án þess að gera hreyfingu að sérstökum lífstíl. En í dag eru hlaupin svo sannarlega stór hluti af lífstíl Díönu. 


Díana Harpa tv. ásamt vinku sinni Guðrúnu Ástu, kemur í mark eftir að hafa hlaupið Laugaveginn síðasta sumar.

Hvenær gekkstu í hlaupahópinn, varstu búin að hlaupa lengi áður?
Ég byrjaði að hlaupa eiginlega fyrir slysni. Þannig var að við áttum hund sem þurfti sína hreyfingu. Í eitt af fjölmörgum skiptum sem ég fór með hann upp að Hvaleyravatni, ákvað ég að prófa að skokka aðeins. Fyrstu skiptin gat ég bara skokkað um 150 m í einu og labbaði síðan  jafnlangt þess á milli.

Þetta gerist um mitt ár 2009 og í kjölfarið prófa ég að fara á æfingu hjá Hlaupahópi Hauka. Á minni fyrstu æfingu hleyp ég mína fyrstu 10 km, hafði aldrei farið lengra en 6 km. Í ágúst sama ár hleyp ég mitt fyrsta keppnishlaup sem voru 10 km í Íslandsbankamarkaþoninu. Um hausið dett ég út úr hlaupunum og byrja ekki aftur fyrr en um sumarið 2010 og hef verið að hlaupa síðan.

Hvað hefur það gefið þér að hlaupa í hlaupahóp?
Að hlaupa í svona skemmtilegum hóp eins og Hlaupahópur Hauka er gefur manni mikið, ég er búin að eignast alveg yndislega vini úr hópnum.

Hver er munurinn á því að hlaupa ein eða í hlaupahóp?
Það er alveg klárt mál að þátttaka í hlaupahópi hvetur mann til að mæta, þar er alltaf einhver sem maður getur spjallað við á meðan á hlaupi stendur. Eins er maður alltaf með hlaupafélaga sem maður miðar sig við og passar að hleypa ekki of langt fram úr. Fyrir mína parta held ég að maður nái miklu meiri árangri með því að hlaupa í hóp, þá hefur maður alltaf einhvern til að keppa við. Ef maður er að gufast við þetta sjálfur er meiri hætta á að maður verði of góður við sjálfan sig og nái því ekki miklum árangri.

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu?
Ég hleyp þrisvar í viku, um klukkustund í senn, nema á laugardögum en þá förum við lengra og hlaupum hægar. Ég er hlaupari sem hleypur sér til ánægju, en ég viðurkenni að það leynist nú smá keppnisskap í mér

Díana amsteram
Díana ásamt Haukurum að loknu Amsterdammaraþoni.


Íþróttakona almenningsíþróttadeildar Hauka 2013.

Hvað gera hlaup fyrir þig persónulega?
Hlaupin gefa mér heilmikið, góðan félagskap, útiveru, betri heilsu og ekki síst hversu vel maður kynnist sínu nánast umhverfi. Við sem búum hérna í Hafnarfirði eigum alveg stórkostlega flott útivistasvæði.

Hvað stóð upp úr persónulega í hlaupunum á síðasta ári?
Það sem stóð upp úr hjá mér á síðasta ári er Laugavegshlaupið sem var mjög krefjandi, bæði æfingatímabilið og hlaupið sjálft. En hlaupið gekk alveg vonum framar þrátt fyrir leiðinlegt veður og færð. Því vil ég þakka mjög góðri þjálfun hjá Eiríki hlaupafélaga. En reynslan var alveg þess virði og ég stefni á að fara aftur árið 2015 ásamt stórum hóp frá Haukunum.

Hver eru markmiðin til skemmri og lengri tíma?
Það sem er næst á döfinni hjá mér er heilt maraþon í Edinborg í mai. Stefnan er því að þeim að halda sér í ágætu hlaupaformi þangað til við förum á fullt að æfa fyrir Edinborg. 

Eitthvað að lokum?
Það geta allir æft og orðið hlauparar, en mestu máli skiptir að hafa gaman af því sem maður er að gera.

Umfjöllun hlaup.is um Skokkhóp Hauka.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is