Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
16.4.2014
Skokkhˇpur ┴lftaness: Tala um gjˇlu Ý aftakave­ri


Hlaupaþyrstir Álftnesingar uppstrílaðir fyrir furðufataæfingu.

Það var á vordögum 2010 að nokkrir aðilar á Álftanesi sem höfðu hlaupið á eigin vegum ákváðu að reyna að stilla saman strengi og sameinast um hlaup sín með einhverjum hætti. Síðar um haustið var fundið nafn á skokkhópin og hann nefndur Skokkhópur Álftaness.

Friðþjófur Th. Ruiz hefur leitt hópinn frá þeim tíma, gefum Friðþjófi orðið: "Vorið 2013 var almenningsíþróttadeild stofnuð innan Ungmannafélags Álftaness (UMFÁ) og þótti þá eðlilegt að við tilheyrðum henni sem varð raunin hópurinn við það hluti af UMFÁ." Hlaup.is fékk Friðþjóf til að leiða lesendur í allan sannleika um þennan félagsskap Álftnesinga.

-Hvernig hefur starfsemin þróast frá stofnun hópsins?
Í upphafi voru virkir félagar í kringum 10-15 manns en hefur fjölgað í að vera um 20-25 manns sem mæta mis reglulega. Í upphafi vors og á sumrin ár hvert bætist svo verulega í hópinn og á góðum degi náum við að slaga upp í 30 manns. 

Hvernig skipuleggið þið æfingar?
Æfingarnar hafa síðustu misseri einkennst af meiri skipulagningu og aga. Siggi P. hinn kunni hlaupaþjálfari hefur verið okkur til aðstoðar og var með með byrjendanámskeið í fyrravor hjá okkur. Í framhaldið af því útbjó hann fyrir okkur hlaupaæfingar sem við leggjum áherslu á þegar fjölgar í hópnum í vor. Einnig eigum vid það til að skipta okkur niður í hópa þ.e. hópur 1. - meira fyrir byrjendur og þá sem lítið hafa verið á ferðinni, hópur 2. - fyrir þá sem hafa stundað hlaup reglulega í einhvern tíma, og svo hópur 3.- sem er fyrir þá sem hafa verið lengur á ferðinni og hafa snemma sett sér skýr markmið.  Siggi verður aftur með byrjendanámskeið í maí næstkomandi. Á veturna er æfingum hagað meira eftir þátttöku hverju sinni en undantekning er að hlaup falli niður vegan veðurs. Það hefur vart skeð, enda Álftnesingar með þykkan skráp og tala um gjólu þegar aðrir nefna storm eða aftakaveður. En eins og allir vita þá er ekki hlaupið í skjól hér á nesinu þegar vindar blása.  

Hverjir taka þátt í starfinu, má finna allan skalann af hlaupurum innan ykkar raða?
Meðlimir skokkhópsins eru þverskurður af samfélaginu og auðvitað úr öllum starfsgreinum og á öllum aldri. Að sjálfsögðu er hópurinn að miklum hluta Álftnesingar, en þó eru nokkrir sem sækja æfingar sínar hingað úr öðrum bæjarfélögum. Allir eiga það sameiginlegt að vilja hafa reglu á hlaupum sínum og stuðla að góðri heilsu í góðum félagsskap og taka þátt í almenningshlaupum. Nokkrir aðilar ganga enn lengra og leita til reyndra hlaupaþjálfara til að ná meiri árangri, samhliða hlaupum með Skokkhópi Álftaness.

-Hvar hlaupið þið helst?
Helstu hlaupaleiðir eru Álftanes- , Garðaholts-, Bessastaðanes-, og Dashringurinn eins og við köllum þessar leiðir, sem mælast 4-9 km. Á laugardögum eru farnar enn lengri vegalengdir sem teygja sig til Hafnafjarðar, inn í Garðabæ og víðar. Fyrir styttri spretti og hraðaæfingar erum við með mældar leiðir innanbæjar og vegur Sótabrekkan "ógurlega" hvað þyngst í þeim efnum. Stundum stökkvum við upp í bíla og förum eitthvað allt annað, t.d. í Heiðmörk og Fossvoginn 


Álftnesingar komnir út í nátturuna á góðum sumardegi.

-Hvað er framundan í starfinu?
Framundan á árinu er að fylgja okkar hlaupa- og viðburðadagskrá sem inniheldur m.a. hópmarkmið: Samskokk með öðrum hlaupahópum, þátttöku í Miðnæturhlaupinu og Reykjavíkurmaraþoni. Einnig ætlum við að ganga á fjöll í maí og júlí og grilla svo einhvern góðviðrisdaginn.

Hátindur félagslífsins er svo Haustfagnaðurinn sem er haldinn að undangengnu furðufatahlaupi fyrr sama dag. Einnig verðum við dugleg að fara í önnur almenningshlaup í nágrenninu. Aðrir taka skrefið enn lengra og fara í löng utanvegahlaup úti á landi, eða jafnvel maraþonhlaup erlendis. Skokkhópurinn skoðar á árinu mögulega þátttöku í erlendu hlaupi á næsta ári, en alltaf er eitthvað um að einstaklingar haldi á erlenda grundu og taki þátt í hlaupum.

Eru allir velkomnir, hvenær og hvar eru æfingar?
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í skokkhópinn. Við tökum vel á móti öllum og er þá nóg að mæta á hlaupatímum. Alltaf gaman að fá nýja félaga. Við hlaupum frá sundlaug Álftaness 3svar í viku. mánu.- og miðvikudaga kl. 17:30 og laugardaga kl. 9:00 eftir 1. mars. (vetrartími er 9:30).

Skokkhópur Álftnesinga er á fésbókinni og svo má nálgast upplýsingar um okkur á vef Almenningsíþróttadeildar UMFÁ

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is