Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
17.4.2014
Gauti Kjartan GÝslason ˙r Skokkhˇpi ┴lftaness: Hˇflega kappsamur en mj÷g ■rjˇskur hlaupari

 
Gauti í sínu fyrsta maraþoni í Munchen síðasta haust.

Gauti Kjartan Gíslason er 35 ára, er verkfræðingur sem byrjaði að taka hlaupin föstum tökum árið 2012 þegar hann gekk í Skokkhóp Álftnesinga. Gauti hafði reyndar fiktað örlítið við hlaup frá 2004 en hvorki med skipulögðum eða markvissum hætti. Gauti er einn af þeim sem hefur náð miklum framförum á skömmum tíma, hljóp m.a. maraþonið í Munchen síðasta haust á 3:21. Gauti er fulltrúi Álftnesinga á hlaup.is þessa vikuna.

Hvenær gekkstu í hlaupahópinn, varstu búinn að hlaupa lengi áður?
Ég gekk í Skokkhóp Álftaness í ágúst 2012 eða um leið og ég flutti út á Álftanes. Var áður í Laugaskokki og hafði byrjað þar í apríl sama ár. Ég byrjaði að hlaupa 2004 en þá tók ég þátt í mínu fyrsta 10 km hlaupi en hljóp þó alltaf einn.

Af hverju að hlaupa í hlaupahóp?
Það gefur mér mjög mikið. Samveran virkar mjög hvetjandi og það að vita að hópurinn hittist á ákveðnum tíma verður til þess að ég mæti sama hvað. Þó ég sé þreyttur eða veðrið sé leiðinlegt þá mæti ég. Svo er bara svo skemmtilegt að hlaupa í góðum hóp.

Hver er munurinn á því að hlaupa einn eða í hlaupahóp?
Í hlaupahópi hefur maður félagsskapinn. Skokkhópur Álftaness er eflaust einn minnsti hlaupahópur á höfuðborgasvæðinu en samt sem áður má finna þar hlaupara á flestum getustigum. Það er mjög gefandi og hvetjandi að hlaupa með einhverjum sem er á svipuðu getustigi og þú. Ég hleyp einnig mikið einn, því oft kemst ég ekki á æfingar eða vegna þess að ég vil æfa meira.

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu?
Ætli ég sé ekki hóflega kappsamur en mjög þrjóskur og ósérhlífinn hlaupari. Ég hleyp vanalega 3-4 sinnum í viku auk þess sem ég spila bandý einu sinni í viku. Æfingarnar eru yfirleitt 1-2 klst.

Á fólk sem er að hlaupa eða langar að byrja að ganga í hlaupahóp?
Fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á hlaupum myndi ég sterklega mæla með því að ganga í hlaupahóp. Það er svo miklu skemmtilegra og svo kemur árangurinn hraðar í ljós. Í hlaupahóp er einnig auðveldara að taka æfingar sem getur reynst erfitt einn, t.d. sprettæfingar og tempó æfingar.

Hvað gera hlaup fyrir þig persónulega?
Mér líður betur eftir að ég hef hlaupið (endorfínsparkið) og ég held mér í formi.

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Áður en ég fór að hlaupa í hlaupahópi þá hafði ég stundað líkamrækt í mörg ár. Ég var alltaf með kort í einhverri líkamsræktarstöðinni. Ég mætti oftast sæmilega, eða svona tvisvar í viku. Samt var það meira af skyldurækni en gríðarlegri löngun til þess að hreyfa mig. Í hlaupunum er allt annað upp á teningnum, vellíðunartilfinningin sem fer um mig eftir góðar æfingar er slík að hún virkar sem hvati til að mæta á næstu æfingu.

Viltu deila með lesendum því sem hefur staðið upp úr persónulega í hlaupunum síðan þú byrjaðir að hlaupa af krafti?
Ég er ánægðastur með tímann sem ég náði í mínu fyrsta heila maraþoni í München í fyrra eða 3:21. Einnig er ég nokkuð montin yfir að hafa verið valinn hlaupari ársins í hlaupahópi Sigga P í fyrra.

Hver eru markmiðin til skemmri og lengri tíma?
Markmið ársins eru að bæta mig í sem flestum vegalengdum og taka þátt í sem flestum utanvegarhlaupum. Annars er ég almennt mjög feiminn við að opinbera markmið mín:).

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Hlaup eru fyrir alla, sama í hvernig formi þú ert eða hvernig þú ert í laginu:). Markmið hlaupara geta verið misjöfn, allt frá því að koma sér í gott form og missa nokkur kíló, í að stefna á góðan tíma í 10 km hlaupi eða álíka.

 
 "Pósað" fyrir ljósmyndara í Munchen.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is