Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
30.4.2014
Hjˇnin Au­ur Ăvarsdˇttir og Sigur­ur I. Vi­arsson ˙r KR-Skokki: Hlaupin henta vel sem sameiginlegt ßhugamßl


Sigurður og Auður á Fimmvörðuhálsinum síðasta sumar.

Hjónin Auður Ævarsdóttir og Sigurður Ingi Viðarsson eru fulltrúar KR Skokks í umfjöllun hlaup.is um hlaupahópinn úr Vesturbænum. Hjónin sem eru bæði 42 ára hafa hlaupið með KR Skokki frá stofnun, vorið 2012. Auður hafði aðeins "fiktað" við hlaup áður en íþróttir hafa aldrei höfðað til hennar.

Sigurður stundaði hinsvegar bæði fótbolta og körfubolta lengi fram eftir þrítugsaldrinum en hefur síðan verið inn og út úr ræktinni en ákvað um áramót 2012 að skrá sig í Laugavegshlaupið. Sigurður gaf ekki mikið fyrir það þegar Auður ljáði máls á því þá um vorið að þau hjónin ættu kannski að athuga þennan nýja skokkhóp í Vesturbænum. Sigurður sagðist hafa fyrir löngu myndað sér skoðun á þessum "kjaftaskokkhópum".

Nú tveimur árum seinna eru þau hjónin enn á hlaupum, virkir félagar í KR Skokki og gætu vart hugsað sér að hafa það öðruvísi. Heyrum nánar í þessum heiðurshjónum.

Hvernig henta hlaupin sem sameiginlegt áhugamál hjóna, kemur aldrei upp smá keppni á milli ykkar?
(Sigurður) Hlaupin henta frábærlega sem sameiginlegt áhugamál og mun betur heldur en önnur líkamsrækt, sérstaklega þar sem þú getur stundað hlaupin fyrirhafnarlaust og ekki síður vegna þess stuðnings sem við höfum hvort af öðru, sem og félögum okkar í KR Skokki.  Ég get ekki sagt að það sé mikil samkeppni á milli okkar, heldur njótum við þess fyrst og fremst að vera saman í þessu og geta samt sem áður sett okkur sjálfstæð markmið.

(Auður) Hlaupin henta mjög vel sem sameiginleg áhugamál hjóna. Við hjónin nálgumst hlaupin á ólíkan hátt. Siggi til dæmis skráir hverja æfingu á hlaup.is og er mjög metnaðarfullur þegar kemur að markmiðum og árangri. Ég tek þetta meira sem almenna heilsubót í góðum félagsskap. Þó svo að mér þyki alltaf gaman að ná betri árangri og sjá framfarir. Við hvetjum hvort annað áfram en það er alls ekki keppni á milli okkar, enda í hlaupum þá er maður að miða við sjálfan sig.

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
(Sigurður) Af einhverjum ástæðum er mun auðveldara að halda út í hlaupunum en t.d í ræktinni. Mín skoðun er sú að það sé einfaldara að setja sér markmið í hlaupum heldur en í almennri líkamsrækt og það hentar keppnisskapinu í mér mjög vel.  Ég hafði alltaf flosnað upp úr ræktinni eða annarri líkamsrækt en í hlaupunum get ég ávallt sett mér ný markmið og áskoranir til að viðhalda áhuganum.  Það er þó mikilvægt að brjóta hlaupin upp öðru hvoru með annarri hreyfingu og þá kemur hjólið og sundið sterkt inn.
Einnig kemur hlaupadagbókin á hlaup.is sterk inn en ég hef skráð það sem ég hef hlaupið þar frá því hún opnaði og hjálpar það mikið við að setja sér markmið auk þess að geta fylgst vel með hvernig æfingaálagið hefur verið. 

(Auður) Eftir að ég komst á fullorðinsárin fór ég að hafa áhuga á hreyfingu og hef prófað ýmislegt,  fjallgöngur,  jóga, sund og ýmislegt sem boðið er uppá í líkamsræktarstöðvum bæði í skipulögðum tímum, námskeiðum og í salnum. Ég hafði þó ekki stundað neitt af þessu yfir langan tíma en hafði þó alltaf gaman af að prófa eitthvað nýtt. Eftir að ég byrjði að hlaupa þá var ekki aftur snúið. Þessi hreyfing hentar mér ótrúlega vel. Mér finnst hlaupin, skemmtileg, útiveran er stór hluti af því, en það að reyna likamlega á sig undir berum himni gefur manni eitthvað auka sem erfitt er að lýsa. Maður er alltaf endurnærður eftir æfingu, alveg sama hvernig veðrið er. Félagsskapurinn skipar þarna stóran sess líka. 


Sigurður að loknu Kaupmannahafnarmaraþoni 2013.

Skiptir miklu máli fyrir ykkur að vera í hlaupahóp?
(Auður) Það að vera í hlaupahóp gerir hlaupin markvissari, æfingarnar eru skemmtilegar og fjölbreyttar. Þjálfararnir eiga þó heiðurinn af því að hafa skapað góða stemningu í hópnum, þeir hvetja okkur áfram og leiðbeina okkur. Í hópnum eru ólíkir einstaklingar sem hafa mismunandi markmið, en við eigum það sameiginlegt að hafa gaman af útiverunni og að hitta góða félaga.

(Sigurður) Það að vera í hlaupahóp skiptir okkur gríðarlega miklu máli og er KR Skokk að mínu mati aðalástæðan fyrir því að hlaupin eru orðin sameiginlegt áhugmál okkar og ekki síður ástæðan fyrir því að við höfum ekki dottið út í lengri eða skemmri tíma.  Það er svo margt sem hlaupahópurinn gefur okkur og fyrir utan frábæran félagsskap og hvatningu til að halda áfram þá eru æfingarnar frábærar, krefjandi og fjölbreyttar þar sem maður reynir alltaf að gera betur og færa sig einu skrefi framar og þannig ná bættum árangri. 


Auður stundar fjallgöngur meðfram hlaupunum.

Hve mikið hlaupið þið í viku hverri?
(Auður) Ég hleyp þrisvar í viku, tvisvar í viku eru æfingar, eins og brekkusprettir eða tempóæfingar og á laugardögum hlaupum við lengri hlaup á rólegra tempói.

(Sigurður) Ég hleyp að jafnaði 4 - 5 sinnum í viku, þar af þrjár æfingar með KR Skokk, þar sem tvær æfingar eru tempó æfingar og síðan er ein löng æfing á laugardögum. Í fyrra æfði ég að meðaltali 4,5 sinnum í viku og hljóp að meðaltali 65 km á viku en vikurnar fara frá 40 - 100 km og ræðst það af því hver verkefnin eru hverju sinni.  Við hlaupum allt of sjaldan saman en það er kosturinn við að vera í hlaupahóp að allir finna sér hlaupafélaga á svipuðu róli en samveran er þó til staðar í upphafi og lok hverrar æfingu. 

Viljið þið deila með okkur hvað stendur upp úr síðan þið byrjuðuð að hlaupa?
(Sigurður) Reynsla mín af Laugaveginum 2012 á alltaf eftir að vera mér ofarlega í huga, þar sem þetta var fyrsta áskorunin og upphafið að öðrum markmiðum mínum. Maraþonið í Köben í maí 2013 var einnig frábær upplifun bæði þar sem ég náði mjög góðum tíma, eða 3:11:30, auk þess sem stemmingin var frábær. Ég hafði stuðning af frábærum hlaupafélögum og naut ég hlaupsins allan tímann en ég hafði haft miklar áhyggjur af því hvernig áhrif heilt maraþon myndi hafa á mig. Á árinu 2013 náði ég einnig markmiðum mínum í 5 km (undir 20 mín) og í hálfu maraþoni (undir 1:30) en eftir stendur það að komast undir 40 mín í 10 km.

(Auður) Ég hef tekið þátt í nokkrum hlaupum þá aðallega 10 km hlaupum. Ég hljóp hálft maraþon í Reykjavíkurmarathoninu í fyrra í fyrsta sinn og það var svakalega góð tilfinning. 

Hver eru markamið ykkar til lengri og skemmri tíma?
(Auður) Markmiðið er að fara í Amsterdammaraþonið 2014. Við hjónin saman, með skemmtilegum félögum.

(Sigurður) Markmiðin eru fyrst og fremst þau að halda áfram að þróa hlaupin sem lífstíl og sameiginlegt áhugamál en auðvitað er alltaf smá keppnisskap sem fylgir þessu, þannig að markmið um ákveðin hlaup og tíma eru alltaf undirliggjandi.  Við erum bæði búinn að skrá okkur í heilt maraþon í Amsterdam í október en það verður hópferð frá KR Skokk og eru um 45 skráðir í ferðina.  Amsterdam verður hápunktur ársins en einnig er markmiðið að njóta þeirra fjölmörgu hlaupa sem eru í boði í sumar, jafnt götuhlaup sem og ekki síður utanvegahlaup og er mikill áhugi fyrir Snæfellsnesinu og hlaupahátíðinni á Vestfjörðum en við höfum aldrei farið á Vestfirðina, þannig að með því að fara á hlaupahátíðina getum við sameinað áhugamál okkar við útivist og ferðalög um Ísland.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is