Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
9.6.2014
Pistill frß VÝkingum: LÝfsgle­i, kraftur og ÷rlÝtil samkeppni

 
 Hópur sprettharðra Víkinga í sumarfíling.

Víkingar hafa hlaupið saman frá árinu 2002 en Almenningsíþróttadeild Víkings tók formlega til starfa árið 2010. Markmið deildarinnar er að bjóða upp á fjölbreytta þjálfun fyrir alla 18 ára og eldri. Starfsemin miðar að því að efla hreyfingu og heilbrigðan lífstíl meðal fólks. Hlaup.is barst skemmtilegur pistil frá Víkingum þar sem farið yfir hlaupin í stóra samhenginu þ.á.m. starfsemi Almenningsíþróttadeildar Víkings. Gjörið svo vel!

Almenningsíþróttadeild Víkings, starfrækir gönguhóp, skokkhóp og hjólreiðahóp. Flestir sem áhuga hafa á útiveru og hreyfingu ættu því að geta fundið sér þjálfun við hæfi hjá okkur.

Þátttaka í hlaupum hefur aukist mikið hér á landi undanfarið. Við förum ekki út fyrir hússins dyr öðruvísi en að sjá eða rekast á skokkara. Þeir eru allsstaðar, hvar ert þú? Flest okkar stunda nefnilega störf sem krefjast ekki líkamlegrar áreynslu en líkami okkar þarfnast hreyfingar. Við verðum því að taka tíma frá daglegu amstri með einhvers konar heilsurækt. Því þegar öllu er á botninn hvolft er tíma vel varið sem nýttur er í heilsurækt.

Auðvel og ódýrt að taka þátt hjá skokkhópunum
Það er mikil gróska í skokkhópum og eru einstaklingar duglegir að taka sig saman og mynda hópa sem hittast reglulega og hlaupa saman með eða án þjálfara. Þá hafa íþróttafélög mörg hver einnig myndað hópa sem starfandi eru undir leiðsögn þjálfara. Starfsemi skokkhópa er mikilvæg því þar er bæði hægt að finna góðan félagsskap, þjálfa sig undir leiðsögn þjálfara og fá ýmsa fræðslu sem tengist hlaupum. Stór kostur við skokkhópa er að hér er á ferð tiltölulega ódýr heilsurækt.

Mörgum finnst félagslegi þáttur hlaupanna vera hvað mikilvægastur. Þegar við erum í hópi virkar það nefnilega svo hvetjandi fyrir okkur að deila reynslu okkar og hlaupaæfingunum með öðrum.


Ánægðir skokkara úr Skokkhópi Víkings eftir laugardagsæfingu í mars (f.v. Vilhjálmur, Ragnar, Bæring, Elínóra ,Katrín, Grétar, Arna, Gigja og Tonie)

Þegar byrjað er að hlaupa er mikilvægt að byrja rólega og leyfa líkamanum að aðlagast breytingunni og álaginu sem fylgir hlaupunum. Algengt er að ganga og hlaupa til skiptis. Smám saman eykst tímalengdin sem hægt er að hlaupa og vegalengdin sem hlaupin er. Hlauparinn fer að setja sér markmið, bæði skammtíma- og langtímamarkmið. Regluleg ástundun í hlaupum er þó lykillinn að á┤rangri. Í skokkhóp er tryggð sú fjölbreytni í þjálfun sem nauðsynleg er til að koma í veg fyrir einhæft álag og leiða hlauparans. Hlaup verða þannig a┤nægjuleg upplifun og margir gera þau að lífsstíl.

Kostir þess að hlaupa með skokkhópi eru:

  • Félagsskapurinn styrkir hlauparann.
  • Hvatning er fólgin í að hlaupa með öðrum.
  • Aukin fjölbreytni í þjálfun þegar þjálfari kemur að starfinu.
  • Nýjar hlaupaleiðir verða fyrir valinu sem eykur fjölbreytni.  
  • Skuldbinding við aðra (að mæta á æfingu) er drifkraftur á erfiðum degi.
  • Skemmtilegur félagsskapur og léttar samræður endurnýja líkamlega og andlega orku.
  • Örlítil samkeppni við hina hlaupafélagana bætir a┤rangurinn.


Bjarney Guðmundsdóttir þjálfari.

80 manns æfa þrisvar í vikur
Það er frábært að hefja „hlaupa"sumarið með þátttöku  í skokkhópi. Tilvalið er að koma á prufuæfingu núna þegar sumarið er að renna í garð. Skokkhópur Víkings er fyrir alla, byrjendur og vana. Í hópnum eru núna um 80 félagar af öllum stærðum og gerðum sem hittast þrisvar í viku við Víkina.

Æfingar með þjálfurum hefjast klukkan 18 á mánudögum og miðvikudögum. Á laugardags­morgnum kl. 9 er hlaupið án þjálfara lengri vegalengd, þó eftir getu hvers og eins.

 

 

Nokkrar mismunandi æfingaáætlanir eru í gangi hverju sinni til að mæta þörfum ólíkra einstaklinga. Þannig geta allir fundið áætlun við sitt hæfi. Þjálfarar Almenningsíþróttadeildar Víkings eru þau Jón Arnar Magnússon, íþróttakennari og kírópraktor og Bjarney Gunnarsdóttir, íþróttafræðingur.

Byrjendur sérstaklega velkomnir
Almenningsíþróttadeild Víkings býður sérstaklega velkomna byrjendur í skokki og þá sem vilja ganga sér til heilsubótar. Allir sem eru að stíga sín fyrstu skref í skokki fá æfingaáætlun á fyrstu æfingu þar sem ganga er stór hluti æfinganna til að byrja með.

Lífsgleði og kraftur einkennir félaga í skokkhópi Víkings. Enginn verður svikinn af þessum góða félagsskap. Vertu velkomin(n) og komdu strax að prófa.  Við hittumst inni eða úti við vesturgaflinn á Víkinni. Einnig má senda okkur póst á almenningur@vikingur.is ef þú vilt skrá þig í hópinn strax og vera með! Fyglist með á www.vikingur.is/almenningur og á Facebook undir Almenningsíþróttadeild Víkings og Skokkhópur Víkings.


Jón Arnar Magnússon fyrrum tugþrautarkappi og þjálfari Víkinga t.h. ásamt Vilhjálmi Jónssyni hlaupara.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is