Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
26.6.2014
┴g˙sta Sigf˙sdˇttir Ý TKS: Gullin koma me­ aldrinum


Ágústa hefur hlaupið með TKS í 23 ár.

Einn af reyndari meðlimum Trimmklúbbs Seltjarnarness (TKS) er hin 72. ára Ágústa Sigfúsdóttir. Auk þess að vera menntaður sjúkraþjálfari og starfa sem leiðsögumaður á sumrin hefur Ágústa hlaupið með TKS í heil 23 ár. Aðspurð segist hún alltaf hafa haft áhuga á íþróttum þó áhuginn á hlaupum hafi ekki komið til fyrr en á efri árum. Íþróttir hafi í raun verið hluti af hennar uppeldi, þá sér í lagi leikfimi og skíði sem hún stundar enn þann dag í dag.

Hlaup.is heyrði í þessari kjarnakonu sem vílar ekki fyrir sér að leggja tugi kílómetra að velli í viku hverri þó hún sé kominn á áttræðisaldur.

Hvenær gekkstu í hlaupahópinn, varstu búin að hlaupa lengi áður?
Ég gekk í hlaupahópinn á Nesinu, TKS vorið 1990 fyrir áeggjan Margrétar Jónsdóttur íþróttakennara, þjálfara okkar til margra ára og eins af stofnendum klúbbsins. Hafði þá aldrei stundað hlaup áður né verið í frjálsum íþróttum.

Hvað hefur það gefið þér að hlaupa í hlaupahóp?
Það munar bara öllu að vera í hlaupahópi, sérstaklega í upphafi ferilsins. Maður fær kennslu og leiðbeiningar sem er nauðsynlegt, mikla hvatningu og síðast en ekki síst er félagslegi þátturinn mikilvægur.

Hver er munurinn á því að hlaupa ein eða í hlaupahóp?
Það er auðvitað reginmunur þar á en báðir kostir geta verið góðir. Eins og ég áður nefndi þá er félagslega hliðin mikilvæg, t.d. þegar við hitum upp saman með okkar þjálfara og hlaupum styttri eða lengri vegalengdir. Þá er hægt að spjalla um lífið og tilveruna á leiðinni. Maður lætur margt flakka, léttir á sér og kemur heim sterkari og léttari bæði andlega og líkamlega!!!

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu? Ég er meðalhlaupari og er bara ánægð með það. Byrjaði að hlaupa þegar ég var 49 ára gömul. Hleyp að meðaltali þrisvar í viku á veturna, um 6-10 km., en 3-4x í viku á sumrin og lengi þá vegalengdirnar upp í 8-18 km, sérstaklega þegar nálgast Reykjavíkurmaraþon. Í Reykjavíkurmaraþoninu hef ég yfirleitt hlaupið hálft maraþon.

Á fólk sem er að hlaupa að ganga í hlaupahóp?
Já ég myndi eindregið hvetja alla þá sem hlaupa að tengjast einhverjum hlaupahópi, þó maður hlaupi ekki alltaf með hópnum hópnum, því maður er manns gaman. En sem byrjandi er nauðsynlegt að fá ráð og aðhald, til að þjálfa rétt, m.a. til þess að komast hjá óþarfa meiðslum og ýmsum álagseinkennum.

Hvað gera hlaup fyrir þig persónulega?
Hlaupin eru orðin snar þáttur í mínu lífi, lífsstíll sem ég hef stundað í fjölda mörg ár og veitir mér ánægju og vellíðan.

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Líklega er það útiveran sem skiptir mestu máli. Mundi alltaf frekar velja hreyfingu utanhúss. Það að hreyfa sig utanhúss, ganga á fjöll, fara á skíði, synda eða hjóla er allt því tengt. Sennilega er best að blanda þessu hæfilega saman til að reyna á sem flesta vöðvahópa. En auðvitað er styrktarþjálfun í ræktinni góð, þó mér þyki ekki sérlega gaman að vera í tækjasal og kýs þá frekar góða almenna leikfimi með yoga ívafi.

Viltu deila með lesendum því sem hefur staðið upp úr persónulega í hlaupunum á þessu ári? Það var margt skemmtilegt á síðasta ári. En ég tók þá ákvörðun snemma sumars, að hlaupa ekki ½ maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu eins og venjulega heldur láta mér nægja 10 km. Ég var að fara í nokkuð erfiða fjallgönguferð til Machu Picchu í Perú stuttu eftir Reykjavíkurmaraþonið og taldi skynsamlegra að spara mig dálítið. En þetta var samt ekki auðveld ákvörðun og ég var eiginlega komin á fremsta hlunn með að skrá mig út úr hlaupinu, því þetta væri svo lítið og hallærislegt! En þá fæ ég formlegt bréf þar sem mér er tilkynnt að það standi til að stofna "Heiðursmannaklúbb maraþonhlaupara" og ég sé ein af þeim. Sem sagt íslenska útgáfan af "Hall of Fame"!!! Þá var nú ekki aftur snúið og ég hljóp mitt hlaup með bros á vör og varð fyrst í mínum aldursflokki, sem er nú kannski ekki svo erfitt þegar keppendur eru bara fjórir!!!!! Gullin koma með aldrinum!

Hver eru markmiðin til skemmri og lengri tíma?
Halda áfram að hlaupa eins lengi og ég get. Ég veit að það er ekkert sjálfgefið að geta hlaupið á mínum aldri og líða vel. En ég þakka fyrir hvert skipti sem ég get farið út að hlaupa. Auðvitað er stefnan alltaf á hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni og ég læt það vera aðal markmiðið í ár.

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Hvet alla þá  sem hafa hug á því að hlaupa að prófa það. Ein vinkona mín segir ævinlega þegar talið berst að hlaupum að hún mundi ekki komast út á næsta horn, mundi bara deyja! Hlaup henta ekki öllum en þá er margt annað í boði.

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is