Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
3.7.2014
Arna Arnardˇttir ˙r Skokkhˇpi Fram Grafarholti: FrßbŠrt ■egar hlaupafÚlagarnir hvetja mann ßfram


Arna í hlaupagallanum ásamt dætrum sínum tveimur og huldumanni.

Arna Arnardóttir gekk í Skokkhóp Fram í Grafarholti strax við stofnun haustið 2009. Áður hafði Arna ekki hlaupið með reglubundnum hætti þó hún hafi afrekað að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoni. Arna sem er gullsmiður, gift og tveggja barna móðir hefur ekki sérstakan bakgrunn úr íþróttum en hefur þó æft í líkamsræktarstöðvum inn á milli. Heyrum nánar í þessum hressa hlaupara úr Grafarholtinu.

Hvenær gekkstu í hlaupahópinn, varstu búin að hlaupa lengi áður?
Ég fór á fyrsta fund hjá hlaupahópnum í september 2009.  Þá hafði ég lengst hlaupið 10 km í Reykjarvíkurmaraþoninu en hafði ekki verið að hlaupa reglulega. 

Hver er munurinn á því að hlaupa ein eða í hlaupahóp?
Þú kemst alltaf lengra en þú heldur þegar góður og skemmtilegur hópur er með þér. Svo eru æfingarnar markvissari.

Hvað hefur það gefið þér að hlaupa í hlaupahóp?
Félagslega er þetta frábært. En það sem hlaupahópurinn gerði fyrir mig er að ég fór að hlaupa með markvissari hætti og svo er það bara þannig að maður fer alltaf aðeins lengra og reynir meira á sig þegar fleiri hlaupa saman. Einnig finnst mér frábært þegar félagarnir hvetja mann áfram. 

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu? 
Ég er algjör hobby hlaupari og geri þetta eingöngu fyrir aukna vellíðan. Á sumrin er ég að hlaupa svona þrisvar í viku, stutt hlaup tvisvar (ca. klukkutími) og svo lengra á laugardögum.

Á fólk sem er að hlaupa eða langar að byrja að ganga í hlaupahóp?
Þeir sem hafa áhuga og langar til að geta hlaupið eiga tvímælalaust að ganga til liðs við hlaupahóp. Það að æfa með öðrum er eins og ég sagði frábært félagslega og þú ferð alltaf aðeins lengra en þú ætlaðir þér.

Hvað gera hlaup fyrir þig persónulega?
Þau veita mér ótrúlega mikla gleði og vellíðan, hreinsa hugann og það er gaman að geta hlaupið lengri vegalengdir sér til ánægju. 

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Útiveran er dásamleg, það er hægt að hlaupa allstaðar. 

Viltu deila með lesendum því sem hefur staðið upp úr persónulega í hlaupunum síðan þú byrjaðir?
Ætli minn stærsti persónulegi sigur hafi ekki verið þegar ég hljóp fyrsta hálfamarþonið 2011. Ég setti mér ekki nein stór markmið, aðalmálið var að klára og njóta þess að vera með sem tókst algjörlega. 

Hver eru markmiðin til skemmri og lengri tíma?
Mitt aðalmarkmið er að halda áfram á sömu braut, gaman ef mér tekst að bæta aðeins í hraðan. Hver veit, kannski einn daginn mun ég hlaupa heilt maraþon. 

Eitthvað að lokum?
Ekki æfa þig áður en þú mætir í hlaupahópinn, mættu og æfðu þig með okkur. Þetta er erfitt fyrst en byrjaðu bara rólega og taktu þetta í hægum skrefum. Ekki ætla þér of mikið í byrjun. Fyrir þá sem ekkert hafa hlaupið eru fyrstu fimm kílómetrarnir sigur.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is