Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
17.9.2014
Geir Jˇhannsson ˙r Valur skokk: Skemmtilegra og au­veldara a­ hlaupa me­ fÚl÷gunum


Geir á ferðinni í fullum skrúða á Laugaveginum árið 2010.

Geir Jóhannsson er einn stofnfélaga hlaupahópsins Valur skokk. Hann lætur sér ekki nægja að hlaupa fjórum sinnum í viku með Valsmönnum heldur mætir hann einnig í ræktina milli þess að stunda hjólreiðar og bæta við hlaupaæfingum.

Við heyrðum í Geir og fengum að forvitnast nánar um hlaupin, æfingarnar og margt fleira.

Hvenær gekkstu í hlaupahópinn, varstu búinn að hlaupa lengi áður?
Gísli Vilberg, Ágúst Geir og ég stofuðum Valur skokk haustið 2007, en þá var ég búinn að hlaupa reglulega í 18 mánuði

Hvað hefur það gefið þér að hlaupa í hlaupahóp?
Ég verð að viðurkenna að í fyrstu þótti mér tilhugsunin að hlaupa í hóp ekki spennandi, en strax og við stofnuðum hópinn þá féll ég fyrir þessu fyrirkomulagi. Hópurinn fór svo að skipta meira og meira máli eftir því sem tíminn leið.

Hver er munurinn á því að hlaupa einn eða í hlaupahóp?
Stundum finnst mér gott að hlaupa einn, en ég vil frekar vera með félögunum því það er bara mun skemmtilegra og í raun léttara.

Hvenær sólarhrings þykir þér best að hlaupa?
Oftast hleyp ég seinnipartinn nema um helgar þá eru það morgnarnir. En mér finnst best að keppa á morgnana.

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu?
Ég hleyp vanalega 5-6 sinnum í viku. Hópurinn æfir fjórum sinnum í viku og ég tek eina til tvær aukaæfingar. vanalega er ég að hlaupa 50-80 km á viku. Við tökum spretti, tempóæfingar og langar æfingar í hverri viku og svo ýmislegt annað.

Á fólk sem er að hlaupa eða langar að byrja að ganga í hlaupahóp? Af hverju?
Ég hvet alla til að ganga í hlaupahóp, það gerir manni bara gott og hjálpar til við að bæta sig sem hlaupara.

Skráir þú niður æfingar þínar, ef svo er með hvaða hætti?
Já, ég nota Endomondo


Kátur á ferð í Þorvaldsdal sem Geir heldur mikið upp á.

Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninn fyrir keppnishlaup?
Kvöldið fyrir keppnishlaup borða ég oftast pastarétti eða hrísgrjónarétti. Um morguninn er það hafragrautur með banana og kanil, ristað brauð með hnetusmjöri og banana, kaffi og appelsínusafi.

Hvað finnst þér best að borða eftir keppnishlaup?
Sushi og hvítvín eða borgari og bjór. Kannski ekkert sérlega íþróttalegt en þetta svínvirkar. 

Hvar hleypur þú helst?
Við hlaupum oftast frá Valsheimilinu. Öskuhlíðin, Ægisíðan, Fossvogurinn og Kársnesið eru mjög vinsælir hlaupastaðir hjá okkur.

Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa?
Sumarið á Íslandi er dásamlegt en ég hleyp þó úti allan ársins hring og veðrið skiptir ekki máli.

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Ég geri nú meira en bara að hlaupa, ég er farinn að hjóla (2* í viku) og fer reglulega í ræktina (2* í viku).


Neshlaupið með Esjuna í baksýn.

Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í?
Ég er búin að skrá mig í Munchen árið 2014. En ég á vonandi eftir að hlaupa í París, London og New York.

Uppáhaldsbúnaður tengdur hlaupum?
Það er ekkert sem jafnast á við nýja hlaupaskó, ég leyfi mér að skipta reglulega. Oftast er ég með nokkrar gerðir af skóm í gangi, Núna er ég að nota Adidas Energy boost, og Brooks Adrenalin á æfingum, þá er ég að hlaupa keppnir á Adidas zero en ég er með aðra skó í gangi líka.

Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu?
Garmin hlaupaúrið og auðvitað hlaupafélagarnir.

Bestu tímar í 5 km/10 Km/hálfmaraþoni/maraþoni? 5 km 19:55 / 10 km 40.49 / 21,1 km 1.28.40 / 42,2 km 3.16.31

Uppáhaldshlaup innan- og utanlands? Grafningshlaupið,Þorvaldsdalurinn, og Fjögurra skógahlaupið eru skemmtileg utanvegahlaup. Einnig var ég að klára Jökulsárhlaupið og ég verð að segja að það var frábært. Akureyrarmaraþon, Reykjavíkurmaraþon, vor- og haustmaraþon eru skemmtileg hálfmaraþon sem ég vil helst ekki missa af. Ég hef farið nokkur maraþon utanlands og ég verð að segja að Berlín er sennilega flottasta hlaupið.

Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Já ég nota tónlistina mikið á hlaupum, í öllum keppnishlaupum nota ég tónlist, og ég skipti ört um. Það fer bara eftir skapi á hvað ég hlusta í hvert skipti.

Skoðar þú hlaup.is reglulega?
Já mjög oft.

Umfjöllun hlaup.is um hlaupahópinn Valur skokk

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is