Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
10.11.2014
Laugaskokk: ┌tilegur,fundara­ir, kakˇ, saumakl˙bbur og hlaup

 Laugaskokk EEsja
Laugaskokkarar á miðri æfingu uppá Esjunni.

Hlaup.is heldur áfram umfjöllun sína um hlaupahópa landsins og næsti hópur í röðinni er Laugaskokk. Meðlimir Laugaskokks hittast þrisvar í viku við World Class í Laugum þaðan sem oftast hlaupið er.

Þjálfararnir þau Borghildur Valgeirsdóttir og Jens Viktor Kristjánsson halda utan um hópinn sem telur í allt yfir hundrað hlaupara þó meðlimir séu misvirkir eins og gengur og gerist. Halla Björg Þórhallsdóttir einn forsvarsmanna hópsins féllst á að leiða lesendur í allan sannleika um Laugaskokk.

Hver er saga þessa félagsskaps í örstuttu máli?
Laugaskokk hóf starfsemi sína í ársbyrjun 2004, um leið og  World Class hóf starfsemi í Laugum. 

Tveir hlaupahópar sameinuðu þá krafta sína, annars vegar hópur á vegum Námsflokka Reykjavíkur, sem Pétur I. Frantzson hafði þjálfað. Pétur var einmitt fyrsti þjálfari Laugaskokks. Hins vegar gekk hlaupahópur Hreyfingar inn í Laugaskokk. Hópurinn varð því strax við stofnun mjög fjölmennur og hefur haldist fjölmennur síðan, enda geta allir iðkendur hjá World Class æft með hópnum án þess að greiða sérstaklega fyrir það.

 
Laugaskokkarar móðir en sælir að loknum Gullspretti.

Hvað eru margir meðlimir og hvernig hefur hann þróast á undanförnum árum?
Laugaskokkarar eru um eða yfir 100 manns en fjöldi virkra hlaupara er í kringum 40 yfir vetrartímann en 60 yfir sumartímann. Í gegnum tíðina hefur hópurinn stækkað og orðið fjölbreyttari. 

Hverjir eru meðlimir og hverslags bakgrunn hafa þeir?
Í Laugaskokki má finna hlaupara á öllum getustigum og ættu allir að geta fundið hlaupafélaga við sitt hæfi, frá áhugaskokkurum og upp í afrekshlaupara. Margir meðlimir hópsins hafa hlaupið maraþon og lengri utanvegahlaup á meðan aðrir einblína á styttri vegalengdir en segja má að allir hlaupi fyrst og fremst sér til gamans.

Getuskiptið þið æfingum?
Hópurinn æfir allur saman en þjálfarar sjá til þess að þeir sem eru óvanir fari ekki of geyst en bæti svo við eftir því sem þolið eykst. Í lok hverrar æfingar er staldrað við, teygt og spjallað. Hægt er að nota aðstöðuna í Laugum til að taka léttar teygjur.


Laugaskokkarar saman komnir í fullum skrúða.

Hvar hlaupið þið helst?
Hlaupið er frá World Class Laugum. Á sumrin eru laugardagsæfingarnar stundum teknar frá öðrum World Class stöðvum til að auka fjölbreytnina og þá eru æfingarnar stundum teknar utanvega, s.s. í Heiðmörk. Helstu hlaupaleiðirnar eru göngustígar höfuðborgarinnar t.d Laugardalurinn, Elliðaárdalurinn og Fossvogurinn. Á sumrin hefur frjálsíþróttavöllurinn í Laugardalnum verið nýttur fyrir sprettæfingar. Á sumrin tekur fólk sig stundum saman utan hefðbundinna æfinga og hleypur upp í Heiðmörk, gengur á Esjuna eða annað skemmtilegt.

Hvað með félagslíf, er mikið um atburði utan æfinga?
Félagslífið í Laugaskokki er mjög líflegt. Hópurinn heldur vor- og haustfagnað á hverju ári þar sem glaðst er yfir afrekum ársins. Kakóhlaupið er fastur liður á aðventunni en þá er hlaupið frá Árbæjarlaug í kringum Elliðavatn og eftir hlaupið er hist heima hjá einum hlaupafélaganum í heitu kakói.  Sú hefð hefur skapast að koma saman eftir Gamlárshlaupið til að skála fyrir nýju hlaupaári. Á sumrin hefur stundum verið farið í útilegu saman sem er þá oft tengt við utanvegahlaup. Saumaklúbbur fyrir handóðar hlaupakonur er einnig starfandi. 

Eru allir velkomnir, hvernig eiga áhugasamir að bera sig að?
Allir eru velkomnir í Laugaskokk og við hvetjum alla áhugasama til að mæta á æfingu til okkar. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30 og á laugardagsmorgnum kl. 9:30 á veturna og 9:00 á sumrin.
 
Eitthvað að lokum?
Laugaskokkarar nýta ýmsa aðstöðu í Laugum til að styðja við hlaupin, m.a. með mætingu í jóga fyrir hlaupara, spinningtíma, auk annarrar aðstöðu sem World Class býður upp á. Þá eru hlaupabrettin mikið notuð yfir vetrartímann til sprettæfinga. Laugaskokk heldur jafnframt úti vettvangi fyrir fræðslu og endurmenntun hlaupara undir nafninu „Fræðslufundaröð Laugaskokks og World Class" en fræðslufundirnir eru að jafnaði mánaðarlega yfir vetrartímann.

Þjálfarar: Borghildur Valgeirsdóttir og Jens Viktor Kristjánsson
Æfingatími: Mánudagar 17:30, miðvikudagar 17:30 og laugardaga kl. 9:30 á veturna en 9:00 á sumrin. Að jafnaði er hlaupið frá World Class Laugum. Nánari upplýsingar um starfið má nálgast á heimasíðu hópsins og þá má nálgast hópinn á fésbókinni.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is