Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
19.11.2014
Gu­mundur ┴rni Ëlafsson ˙r Hlaupahˇpnum Skokka: Hlaup eykur sjßlfstraust og bŠtir ge­


Á ferðinni á Lækjartorgi í Reykjavíkurmaraþoni.

Guðmundur Árni Ólafsson, hlaupari frá Húsavík er fulltrú Hlaupahópsins Skokka i umfjöllun hlaup.is um hlaupahópa landsins. Guðmundur er 51 árs faðir þriggja stálpaðra barna sem eru 17,24,26 ára auk þess að vera eiginmaður. Eftir að hafa lítið tekið þátt í íþróttum hóf Guðmundur að hlaupa fyrir rúmlega 20 árum og gekk svo í Hlaupahópinn Skokka við stofnun árið 2009.

Hvenær gekkstu í hlaupahópinn, varstu búinn að hlaupa lengi áður? Ég gekk í Hlaupahópinn Skokka daginn sem hann var stofnaður, þann 13. febrúar 2009 og var þá búinn að hlaupa að mestu einn í 15 ár.

Hvað hefur það gefið þér að hlaupa í hlaupahóp?
Mér fannst það breyta ansi miklu að ganga til liðs við hópinn því það er mjög hvetjandi enda hef ég bætt mig eftir að ég byrjaði að hlaupa í hóp. Hópurinn er orðinn stór þáttur í tilverunni, þarna eru fínir félagar sem ég hefði annars ekki kynnst og það er alltaf notalegt að hittast og taka á því saman.

Hver er munurinn á því að hlaupa einn eða í hlaupahóp?
Það er gott að taka rólegar æfingar einn og ná góðum grunni en hópæfingarnar eru meiri átök enda er gott að hafa hópinn til hvatningar.

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu?
Ég er að ég miðlungshlaupari með dálítinn metnað, a.m.k. vil ég helst alltaf bæta mig en það gengur upp og ofan að sjálfsögðu. Ég hleyp 4-5 sinnum í viku, stundum oftar ef keppni er framundan en stundum sjaldnar ef eitthvað truflar. Ég hleyp í 50- 75 mínútur í senn og lengur á laugardögum þá eru 90- 145 mínútur oftast skammturinn. Við reynum að hafa æfinguna á laugardögun án allra átaka.

Á fólk sem er að hlaupa eða langar að byrja að ganga í hlaupahóp?
Það er mjög hvetjandi fyrir flest alla að hlaupa með hlaupahópum, ég er viss um að allir hafa gagn af því líka. Í það minnsta gerði það mikið fyrir mig.

Hvað gera hlaup fyrir þig persónulega?
Hlaup hafa gert mikið fyrir mig t.d.haldið þyngdinni jafnri og aukið þol og þrek. Hlaup eykur sjálfstraust og bætir geð.

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Hlaup eiga best við mig en ég hef prófað ræktina en útiloftið er mun betra en mettað inniloftið. Ég stunda skíðagöngu og hjólreiðar og ýmislegt annað og er opinn fyrir mörgu.

Viltu deila með lesendum því sem hefur staðið upp úr persónulega í hlaupunum á þessu ári?
Ég tók þátt í tveimur hálf maraþon keppnum í sumar, í Mývatnssveit um Hvítasunnuna. Mjög vel að því hlaupi staðið. Einnig keppti ég í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem ég hljóp á 1.45.13 að mig minnir sem er ekki minn besti tími en stemmingin er alltaf góð í RM. Þetta var frekar rólegt hlaupasumar því ég tók ekki þátt í Jökulsárhlaupi sem starfsmaður eða keppandi eins og ég hef alltaf gert. Jökulsárhlaupið er gífurlega skemmtilegt en Hólmatunguleggurinn er í uppáhaldi hjá mér en það er 21,2 kílómetrar.

Hver eru markmiðin til lengri og skemmri tíma?
Hlaupahópurinn ætlar að taka þátt í Parísarmaraþoni 12.apríl á næsta ári. Markvissan er ekki hafinn við en höfum bætt inn þrekæfingum tvisvar í viku sem skila sér síðar. Alvöru undirbúningur hefst 16 vikum fyrir maraþonið. Þetta er ný reynsla að fara í erfiðar hlaupaæfingar þegar vetur og myrkur er mest norðanlands en skemmtileg áskorun sem tökum á gleðinni. Það var mjög skemmtilegt að fara með stórum hópi og skemmtilegu fólki í Berlínarmaraþon 2013 og Parísarferðin verður ábyggilega ekki síðri.

 
Guðmundur hefur hlaupið í 20 ár en aðeins síðustu fimm í hlaupahóp.

Eitthvað að lokum?
Ég vona að ég hlaupi í mörg ár enn því með skynsemi er allt mögulegt, bara að hafa alltaf gleðina í för. 

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is