Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
10.12.2014
Philip Vogler ˙r HlaupahÚrunum: Frß Texas til Egilssta­a


Philip í fjalladýrð Norðurdals í Breiðdal.

Fulltrúi Hlaupahéranna á Egilsstöðum í umfjöllun hlaup.is er Philip Vogler. Þessi skemmtilegi hlaupari er 64 ára starfar við þýðingar en hann ólst upp í sveitabæ í Texas í Bandaríkjunum.

Í litla sveitaskólanum sem Philip gekk í átti körfuboltinn hug allra strákanna þó frjálsar hafi einnig verið stundaðar. Þá réði amerískur fótbolti ríkjum á sumrin En vegna anna á sveitabænum hafði Philip sjaldan tíma né áhuga á íþróttum.

Enn þann dag í dag er Philip lítill keppnismaður þó hann hlaupi reglulega. Kynnumst þessum heiðursmanni nánar.

Hvað ertu búinn að hlaupa lengi?
Nýlega sótti ég endurfundi eldri nemenda úr mínum gamla skóla í Texas. Talað var um það að ég hefði á táningsaldri hlaupið um 10 km leið í skólann - daglega. Það er reyndar ekki satt en ég hljóp og gekk leiðina til skiptis nokkuð reglulega þótt rúta væri í boði. Rútan fór svo langa leið að ég var fljótari að hlaupa og ganga. Annars tilheyrði það fortíðinni að börn og unglingar færu fótgangandi í skóla. Á fyrsta ári framhaldsskólastigsins vann ég silfur í mile run (1,6 km) á móti sveitaskólanna á svæðinu en hin þrjú árin á eftir átti ég erfitt með ökklana og náði mér ekki aftur á strik fyrr en að mörgum árum liðnum.

Hvað hefur það gefið þér að hlaupa í hlaupahóp?
Ég myndi ganga mun oftar inni á milli hlaupspretta ef ég hlypi einn. Hinir Hlaupahérarnir hafa meiri metnað til að bæta sig og ég reyni að halda að einhverju leyti í þá. Í raun hefði ég nægan viljastyrk til að hlaupa reglulega einn en mér finnst skemmtilegra að hitta annað fólk að minnsta kosti í byrjun æfingaa, við skipulögð keppnishlaup og fleira.

Hver er munurinn á því að hlaupa einn eða í hlaupahóp?
Ég er sjaldan beinlínis að hlaupa við hliðina á öðrum nema kannski fyrstu einn til þrjá kílómetra. Mér finnst þó gaman ef við hittumst milli hraðaæfinga eða við teygjur og spjöllum aðeins. Reyndar á ég erfitt með heyrn hin síðari ár. Það eyðileggur heyrnartækin að svitna mikið í þau og þau virka hvort eð er ekki vel í vindi og við mikla hreyfingu. Því get ég ekki tekið mjög virkan þátt í löngum samtölum við aðra hlaupara, því miður.

Hvað gera hlaup fyrir þig persónulega?
Ég geng að vísu líka, ekki síst úti í náttúrunni og þá oftast með konunni minni. Við göngu næ ég betur að spjalla en ég vil líka halda hlaupagetunni við. Mér finnst allavega mikilvægt að komast út, ekki síst til að rækta heilsuna.

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu?
Eins og fram hefur komið er það eiginlega minn stíll að hlaupa mismunandi langt, ganga spotta inni á milli, virða fyrir mér umhverfið, hlaupa aftur spotta og svo framvegis. Mér finnst það þægilegt en auðvitað hentar það ekki við keppni.

Á fólk sem er að hlaupa eða langar að byrja, að ganga í hlaupahóp?
Hjá Hlaupahérum myndu hlauparar í það minnnsta fá margar góðar ráðleggingar m.a. um teygjur, hraðaæfingar, mannbrodda í hálku og hlaup sem væru í vændum svo eitthvað sé nefnt.


Philip að loknu 10 km keppnishlaupi í Vetrarhlaupaseríu Hlaupahéra.

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Ég nota aðeins hlaupaúr en ég er ekki hrifinn af flókinni tækni við að hreyfingu, er hrifnari af því að hafa allt sem einfaldast og næst náttúrunni. Tækjasalir hrífa mig ekki. Hins vegar get ég haft gaman af léttri keppni. Í um 25 ár eða þangað til ég var að verða sextugur árið 2010 var ég gjaldkeri Old Boys í körfubolta  hér á staðnum. Þar hljóp ég mikið líka og hafði enn meira gaman af heldur en einföldum hlaupum, að hluta til vegna þess hvað samskipti við hina karlana, þar á meðal mun yngri karla, voru mikil. Því miður fóru hnéin að gefa sig og læknar sögðu að ég yrði að hætta í boltaíþróttum. Ég var í tvö ár að ná mér í hnjánum með teygjum og æfingum sjúkraþjálfa og bæklunarlæknis.

Í kjölfarið varð ég jafngóður í löppunum og þegar ég var unglingur. Hlaup og ganga þykja mér því skemmtileg, helst með teygjum og styrktaræfingum. Við þurfum að vinna sameiginlega að því að leiðrétta þann misskilning að hlaup og ganga fari illa með hnén. Það er frekar óregluleg hreyfing og átök sem við erum ekki vel búin undir eða hreyfingarleysi sem eyðir getu liðanna.

 
Philip vel búinn út í miðri Gilsá í Fáskrúðsfirði

Viltu deila með lesendum því sem hefur staðið upp úr persónulega í hlaupunum á þessu ári?
Eins og ég hef tekið fram skiptir keppni mig litlu máli. Hins vegar eru gleðjandi augnabliki mörg, eins og þegar hópur teygir saman og spjallar eða ég tek eftir fallegri náttúru.

Á nánast hverju ári hjálpa ég við göngur. Smalamennskan þykir mér bæði fjölbreytt og gagnleg hreyfing. Þá verð ég að deila með lesendum atviki sem átti sér stað eldsnemma dags fyrir einu og hálfu ári en þá hljóp hreindýrahjörð samhliða mér um hundrað metra í Selskógi hér við þorpið. Ég veit ekki til þess að nokkur annar hafi upplifað það hérlendis á heilsuhlaupum.

Hver eru markmiðin til skemmri og lengri tíma? Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Markmiðin mín eru að halda heilsunni sem lengst. Á mínum aldri og síðar tel ég mikilvægt að forðast hreyfingarleysi eða óhollt líferni yfir lengra tímabil. Hjá mjög mörgum er þróunin í rétta átt en við þurfum að fá fleiri til að hreyfa sig meira og reglulega. Einnig finnst mér fráleitt að fólk sitji í bíl og keyri í búðina eða með krakkana í skólann ef með nokkru móti er hægt að ganga eða hjóla.

Það kostar miklu, miklu minna að kaupa sér kuldaskó og bakpoka eða vetrardekk og stórar tösku á reiðhjól en að reka bíl. Það skiptir engu þó það taki aðeins fleiri mínútur, til hvers eru þessar mínútur í lífinu? Sjaldan hefur fólk neitt upp úr mínútunum sem fara í kyrrsetu í bíl á meðan hægt er að rækta líkama og sál á göngu eða hjóli.

Eitthvað að lokum?
Ég hef kynnst eldra fólki sem ólst upp í torfbæjum. Það naut þess að ganga eða sitja yfir fé og raula eða rifja upp alskyns vísur eða búa nýjar til. Það er göfug íþrótt sem sterk hefð er fyrir hér á Íslandi. Það besta er að að það er hægt að sinna bæði þeirri íþrótt og hlaupum (auk annarra einstaklingsíþrótta svo sem sundi og hjólreiðum) samtímis! Sjálfur bý ég oft til vísur við hlaup og hef birt margar þeirra á fésbókarsíðu Hlaupahéranna. Ég vona að þær séu fáum til ama. Þessa stöku hér að neðan samdi ég fyrir þetta viðtal, sem ég lít svo á að eigi að hvetja allskonar fólk til að prófa eða halda áfram að hlaupa:

Reyndu bara að hlaupa hratt,
hægt ef er að skapi.
Sjaldnast æfing fellur flatt,
fæstir held að tapi.

Umfjöllun hlaup.is um Hlaupahéranna á Egilsstöðum

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is