Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
16.2.2015
Hlaupahˇpur Brei­abliks: Ăfa undir lei­s÷gn ver­launahlaupara


Hressir Blikar á öllum aldri búnir að reuma hlaupaskóna.

Hlaupahópur Breiðabliks var stofnaður í apríl 2013 en seint á síðasta ári hófst samstarf við hlaupahópinn Bíddu aðeins sem einnig er úr Kópavogi.

Hóparnir æfa nú saman ásamt Þríkó undir handleiðslu Ívars Trausta Jósafatssonar sem nýlega hafnaði í þriðja sæti er Langhlaupari ársins var kjörinn fyrir skömmu. Við fengum Elínu Láru Jónsdóttur úr Hlaupahóp Breiðabliks til að fræða okkur nánar um starfsemi hópsins.

Hver er saga þessa félagsskaps í stuttu máli?
Hlaupahópur Breiðabliks var stofnaður í apríl 2013. Fastur kjarni, 20-30 manna hópur hefur æft reglulega en mun fleiri eru skráðir í hópinn. Þjálfari var Daníel Smári en hann lét af störfum í ágúst síðastliðnum.

Í október var ákveðið að samnýta nýjan þjálfara hlaupahópsins Bíddu aðeins og æfa þessir tveir hópar, ásamt ÞríKó saman fjórum sinnum í viku. Nú eftir sameiningu er fjöldi á æfingu á bilinu 40-60 manns.

Hverjir eru meðlimir í hópnum, þ.e. hvaðan koma félagar og hvernig er bakgrunnur þeirra í hlaupum?
Meðlimir eru jafnt byrjendur sem lengra komnir, allmargir þrautreyndir hlauparar í bland við byrjendur og þá sem vilja bæta sig í styttri vegalengdum. 

Getuðskiptið þið æfingum?
Æfingar eru ekki getuskiptar. Sama prógram er sett upp fyrir allan hópinn.

Hvernig gengur að sníða æfingar að ólíkum þörfum hvers og eins?
Það gengur mjög vel. Eitt og sama prógrammið er sett upp og fólk finnur sér hlaupafélaga á sama getustigi sem það fylgir. Þannig eru alltaf minni kjarnar að hlaupa saman.


Hlaupaselfie er hluti af æfingunni hjá sumum.

Hvar hlaupið þið aðallega?
Hlaupin fara aðallega fram í Kópavogsdalnum, Fossvogsdalnum og 1x í viku á hlaupabrautinni á Kópavogsvelli. Laugardagshlaupin eru hins vegar tekin vítt og breytt á höfuðborgarsvæðinu. 


Blikar samankomnir og það grænir og glaðir.

Hvað með félagslíf, er mikið um atburði utan æfinga?
Félagslífið hjá Bíddu aðeins hefur verið öflugt og erum við hjá Breiðablik að detta inn í það, m.a. árshátíð. Hvatt er til þátttöku í hinum ýmsu hlaupum víðsvegar um landið allt frá 5 km hlaupum upp í maraþon. Þónokkrir úr okkar hóp hafa líka verið að fara í marþon erlendis sem og lengri og styttri utanvegahlaup innanlands eins og Hvítasunnuhlaup Hauka og Laugavegshlaupið. 

Eru allir velkomnir, hvernig eiga áhugasamir að bera sig að?
Það eru allir velkomnir í hópinn. Bara mæta á æfingu og spjalla við þjálfarann.

Eitthvað að lokum?
Þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur, metnaðarfullur þjálfari, Ívar Trausti Jósafatsson stýrir æfingum og leiðbeinir hverjum og einum. Æfingar eru á mánudögum, miðvikudögum og á fimmtudögum eru stílæfingar. Allar æfingar á virkum dögum eru kl 17:30 frá Kópavogslaug og á laugardögum kl 09:00 en þá er hlaupið héðan og þaðan.

Kristinn Guðlaugur úr Hlaupahópi Breiðabliks: Örlítil þráhyggja bætir upp leti

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is