Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
17.2.2015
Kristinn Gu­laugur ˙r Hlaupahˇpi Brei­abliks: ÍrlÝtil ■rßhyggja bŠtir upp leti


Kristinn hljóp Laugaveginn í fyrra og stefnir á að fara aftur síðar.

Kristinn Guðlaugur Kristinsson er 48 ára forritari sem hefur hlaupið óreglulega í rúm tuttugu 20 ár. Hin seinni ár hefur regla færst á hlaupin og Kristinn hefur æft með Hlaupahópi Breiðabliks frá stofnun.

Auk þess að hlaupa á Kristinn það til að ganga á fjöll. Við tókum Kristinn tali og ræddum við hann um Hlaupahóp Breiðabliks, hlaupin og þýðingu þeirra.

Hvenær gekkstu í hlaupahópinn, varstu búinn að hlaupa lengi áður?
Ég byrjaði í Hlaupahóp Breiðabliks strax við stofnun í apríl 2013. Var búinn að bíða í mörg ár eftir hlaupahóp í hverfinu og tók því stofnun hópsins mjög fagnandi.

Var búinn að hlaupa einn frá ca 1995 en MJÖG óreglulega og ekki með skipulögðum hætti, hljóp bara eitthvað öðru hvoru.  Það var ekki fyrr en haustið 2012 sem ég tók þetta föstum tökum til að bæta tímann í 10 km í Powerade vetrarhlaupunum þann veturinn  Ég fann prógram á netinu og hljóp eftir því en markmiðið var að komast undir 45 mín. Það tókst að vísu ekki þann veturinn en ég komst nálægt því.

Hvað hefur það gefið þér að hlaupa í hlaupahóp?
Eins ótrúlega og það hljómar þá er hægt að tala og fræðast endalaust um hlaup, æfingar, hlaupaleiðir, taktík, næringu, búnað og fleira og fleira sem tengist hlaupum. Að vera í hlaupahóp hefur í för með sér að maður fræðist helling, ég hélt að ég væri með þetta svona nokkurn veginn allt á hreinu en svo var allst ekki. Þegar maður hleypur í hóp þá er líka hvatning sem liggur í loftinu, maður kemst hraðar og lengra. Og að vera með þjálfara sem kann þetta allt gerir auðvitað gæfumuninn.

Hver er munurinn á því að hlaupa einn eða í hlaupahóp?
Til að byrja með er mjög gaman að hlaupa með öðrum þó það sé líka fínt að hlaupa einn við og við. Hlaupahópur heldur manni við efnið, maður fer oftar út að hlaupa og æfingar í hóp verða betri, sérstaklega fyrir fólk eins og mig en ég get verið dálítið góðu við sjálfan mig.

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu?
Hvernig hlaupari? Latur, voðalega góður við sjálfan mig, nenni þessu yfirleitt ekki, en finnst hlaupin skemmtileg og er með smá þráhyggju fyrir því að gera betur sem vegur upp á móti letinni. Það gerir það að verkum að ég er duglegur að mæta á æfingar.

Æfingarnar eru fjórum sinnum í viku og stundum tek ég 1-2 róleg og stutt hlaup aukalega, sem ég tek með hlaupahóp í vinnunni. Eins og hjá flestum hlaupahópum eru laugardags æfingarnar langar, á veturna reyni ég að fara ekki undir 20 km á laugardögum og svo lengra á sumrin eða þegar eitthvað stendur til. Þetta gera svona 40-60 km á viku þessa dagana og svo lengra þegar það á við. 


Kristinn er heillaður af utanvegahlaupum, hér á ferð í Hvítasunnuhlaupi.

Á fólk sem er að hlaupa eða langar að byrja að ganga í hlaupahóp?
Alveg pottþétt, þetta heldur manni við efnið. Svo er bara gott, sérstaklega þegar maður er að byrja að hlaupa, að geta hlaupið með fólki sem er á svipuðu getustigi og maður sjálfur. Þá er ávallt gott að geta fengið leiðbeiningar frá sér fróðari mönnum og síðast en ekki síst er félagsskapurinn frábær. 

Hvað gera hlaup fyrir þig persónulega?
Meira þol í dagsins amstri og orkumeiri yfir daginn (nema kannski á erfiðum æfingadögum). Maður getur líka leyft sér að borða nánast það sem maður vill, sem er að mig minnir upphaflega ástæðan fyrir því að ég byrjaði að hlaupa. 

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Öll líkamsrækt er af hinu góða, hlaup ekkert frekar en önnur líkamsrækt. Hlaupin hentar mér vel þar sem mér þykir t.d. lyftingar leiðinlegar, er lélegur í fótbolta o.s.frv. Eitt gott við hlaupin umfram margt annað er að það er hægt að stunda þau alltaf, allsstaðar.  

Viltu deila með lesendum því sem hefur staðið upp úr persónulega í hlaupunum á undanförnum misserum?
Mín helstu afrek á síðasta ári voru í fyrsta lagi að hlaupa Laugaveginn sem er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það var erfitt en ekki eins erfitt og ég bjóst við. Svo komst ég undir 45 mínútur í 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu en þetta er tími sem ég er búinn að hugsa um frá því fljótlega eftir að ég byrjaði að hlaupa. Ég tók líka þátt í Hvítasunnuhlaupi Hauka og Grafningshlaupinu og bætti mig í báðum. 

Hver eru markmiðin til skemmri og lengri tíma?
Þar til síðasta vor var ég alveg harðákveðinn í að hlaupa aldrei maraþon, en nú er annað hljóð í skrokknum.  Mig langar að taka maraþon og þá helst nú í ár en veit bara ekki hvaða. Ég á örugglega eftir að hlaupa Laugaveginn aftur helst nokkrum sinnum, þarf að bæta tímann verulega. Svo er spurning hvort maður reyni ekki að pína tímann í 10 km eitthvað neðar. 

Stefnan er alltaf að hlaupa fleiri utanvegahlaup en mér finnst langskemmtilegast að hlaupa utanvegahlaup, hljóp Jökulsárhlaupið fyrir nokkrum árum og langar þangað aftur. 

Eitthvað að lokum?
Bæði í Hlaupahóp Breiðabliks og í hópnum sem ég geng á fjöll með, eru menn sem eru komnir á áttræðisaldurinn og þetta eru alveg svakalega sprækir menn. Ég trúi og vona að þessar hlaupaæfingar sem við erum að stunda geri það að verkum að maður verði svona sprækur þegar og ef maður kemst á þennan aldur.

Hlaupahópur Breiðabliks: Æfa undir leiðsögn verðlaunahlaupara

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is