Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
12.11.2015
Ingˇlfur Geir Gissurarson ˙r Hlaupahˇpi Fj÷lnis: Margfaldur ═slandsmeistari Ý mara■onhlaupi sem enda­i ß Everest


Í feiknaformi í Berlínar hálfmaraþoni árið 1997. Ingólfur er þarna nálægt hátindinum enda hljóp hann á 1 klst. 14 mín.

Ingólfur Geir Gissurarson er fulltrúi Fjölnismanna í kynningu á einum rótgrónasta hlaupahópi landsins, Skokkhópi Fjölnis. Stúdent, löggiltur fasteignasali, margfaldur Íslandsmeistari í maraþonhlaupi og sundi, Everestfari og margt margt fleira.

Ingólfur er 52 ára Grafarvogsbúi, alin upp á Akranesi en fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann er giftur Margréti Björk Svavarsdóttur og eiga þau þrjár dætur á aldrinum 18-30 ára auk tveggja barnabarna og það þriðja er á leiðinni.

Eftir að hafa verið einn fremsti sundmaður landsins í fleiri ár lagði Ingólfur sundskýlinu á hilluna rúmlega tvítugur og tók sér hlé frá keppnisíþróttum í nokkur ár. Um þrítugt fór Ingólfur að hlaupa af krafti og árangurinn lét ekki á sér standa. Að nokkrum Íslandsmeistaratitlum liðnum hægði Ingólfur ferðina örlítið og gekk í Skokkhóp Fjölnis. Hér að neðan má lesa viðtal hlaup.is við Ingólf um Hlaupahóp Fjölnis, reynslu sína af hlaupum, fjallgöngur, Mt. Everest og margt fleira.

Kynning hlaup.is á Skokkhópi Fjölnis.

Hvernig þróaðist þinn keppnisferill í hlaupunum?  Ertu ennþá að keppa?
Ég tók mér nokkurra ára hlé frá íþróttum á meðan ég stóð í barneignum og striti við að koma mér upp þaki yfir höfuðið. Svo byrjaði ég að hlaupa lítillega árið 1991 eða í tvo mánuði  fyrir Reykjavíkurmaraþon sem ég þrælaðist í gegnum. Eftir þetta kom hlé í tvö ár en ég byrjaði svo að æfa fyrir alvöru í byrjun árs 1994, aðallega sjálfur, en þó með ÖL hópnum á sunnudagsmorgnum (ÖL stendur fyrir Öldungar, eða jafnvel Örþreyttir langhlauparar).

Ég fór þó fljótlega yfir í Ármann og æfði skipulega með hlaupafélögum næstu árin, en æfði þó aðallega sjálfur. Á þessum árum 1994 - 1997 tók ég miklum og örum framförum. Tíminn í fyrsta maraþoni 1991 var 3 klst. og 9 mín. Maraþon nr.2 (Reykjavíkurmaraþon 1994) 2 klst. og 51 mín og 1997 á 2 klst og 39 mín.

Mér gekk ansi vel í maraþonhlaupum á þessum árum og varð fimm sinnum Íslandsmeistari 1995, 1996, 1997, 1999 og 2001. Þá  vann ég Mývatnsmaraþonið sex ár í röð. Eftir 2001 fjaraði hratt undan keppnisferlinum og hef ég frá þeim tíma nær eingöngu æft með hlaupahópnum en nánast ekkert tekið þátt í keppnishlaupum nema þá með hlaupahópnum í hópferðum á 2-3 ára fresti í þekkt hlaup erlendis.

Hópurinn hefur t.d. farið í New York maraþon 2004, Berlínarmaraþon 2007, Chicago maraþon 2011, Boston maraþon 2013 og nú síðast í október 2015 í Ferrari maraþon á Ítalíu.  Þessar ferðir eru ávallt samblanda af hlaupaferð og skemmtiferð á eftir í 4-5 daga. Alltaf mikið fjör og einstaklega skemmtilegar og eftirminnilegar ferðir.  


Sigursveit í Reykjavíkurmaraþoni 1998.  Frekar vígalegir í fullum skrúða, fv. Pétur Helgason, Ingólfur og Vöggur Magnússon.

Eftir keppnisferilinn gengur þú í Fjölnishópinn. Segðu okkur frá veru þinni í Skokkhópi Fjölnis?
Þegar það versta eða réttara sagt mesta var gengið yfir í þessu keppnisfári, gekk ég í Hlaupahóp Grafarvogs (Fjölnis) árið 1999 og hef verið þar síðan. Það að ganga í þennan hóp lá  beinast við þar sem ég bý í Grafarvogi og eiginkona mín hafði þá nýlega byrjað að hlaupa með hópnum. Auk þess þekkti ég vel þjálfara hópsins frá gamalli tíð í sundinu, hana Erlu Gunnarsdóttur. Hópurinn var mjög stór hlaupahópur á þessum tíma og líklega einn sá stærsti þá. Honum var mjög vel stjórnað og var mjög áberandi.


Ingólfur í London 99'' en þar hljóp hann sitt besta maraþon.

Það er engin vafi í mínum huga að Fjölnishópurinn hafði mikil áhrif á myndum og starfsemi annarra hlaupahópa sem urðu til í kjölfarið og í raun á þróun annarra hlaupahópa sem hafa sprottið upp undanfarin fimmtán ár.

Vafalaust hefur Fjölnishópurinn verið góð fyrirmynd fyrir aðra hópa sem voru að myndast eða áttu eftir að myndast í hinum ýmsu hverfum höfuðborgarsvæðisins. Það er mikill munur að vera hluti af stórum hóp, miklu þægilegra og auðveldara í alla staði, bæði félagslega, andlega og æfingalega (meiri samkeppni). 

Á fólk sem er að hlaupa að ganga í hlaupahóp? Hvað hefur það gefið þér að æfa með hlaupahóp?
Ég mæli hiklaust með því að fólk sem er að byrja að hlaupa gangi í hlaupahóp,  því þar er oftast að finna mikla reynslu, þekkingu og stuðning sem miðlað er frá þeim reyndari til hinna reynsluminni og allir leggjast á eitt að hafa sem mesta ánægju, árangur og hamingju útúr þessu.

Fyrir mig persónulega eru hlaup lífsstíll og hluti af daglegu lífi sem ég get ekki verið án. Ég hef stundað þetta í 22 ár núna og vona að líkaminn geri mér kleift að gera það miklu lengur. Dregið hefur úr ákefðinni og hlaupamagninu, enda var áður og fyrr æft með keppni í huga. Nú eru æfingar 3-4 sinnum í viku og dugar það vel til að halda mér í góðu grunnformi.

Ég starfa sem löggiltur fasteignasali á fasteignasölunni Valhöll og þar er vinnudagurinn mjög oft ansi langur, erilsamur og stressandi. Það er fátt betra en að fara á hlaupaæfingu í lok vinnudags til að losa um uppsafnaða streitu og fá gott endorfín búst.  Allt kemst í gott lag með reglulegum hlaupaæfingum s.s. svefn, líkamsþyngd, hægðir, almenn vellíðan og heilsa. 

Fjallgöngur hafa verið snar þáttur af þínu lífi og þú komið víða við á mörgum af hæstu tindum veraldar. Hvernig þróaðist þessi áhugi? Ég hef alla æfi haft mikinn áhuga á fjöllum og fjallgöngum, enda fæddur og uppalin að hluta fyrir vestan undir bröttum hlíðum svipmikilla fjalla. Ég byrjaði snemma eða um 10 ára að fara einn í fjallgöngur á Akrafjall (við Akranes) og seinna á Skarðsheiði. Um fermingu kunni ég t.d. nöfn og hæð uppá metra á 50-60 hæstu fjöllum landsins, auk þeirra hæstu í heiminum, þar á meðal Himalaya fjallgarðinn og sá á landakortum nöfn þessara fjalla og hæðartölur. 


Ingólfur á toppi Everest. Ferðin tók allt í allt heila tvo mánuði.

Ég man hvað manni fannst óraunverulegt að horfa á töluna 8848 metrar  á Mt. Everest sem hæsta fjall heims. Ég lék mér að því að horfa á Skarðsheiðina (frá Akranesi) sem er 1055 metrar og stafla sjö slíkum ofaná  til að finna u.þ.b. hvar þessi tindur myndi vera í loftinu, það var hálf bilað  í þá daga.

Sem unglingur átti ég mér alltaf þann draum að standa þar einn daginn, þó vissulega væri það á þeim tíma jafn líklegt og að fara til tunglsins.

Áfram hélstu og endaðir á Everest. Hvernig var vegferðin að því markmiði? Hjálpuðu hlaupin í þessu fjallabrölti öllu?
Örlögin höguðu því þannig að upp úr 2005 fór ég að fara í göngur á sífellt hærri fjöll. Sá líkamlegi og andlegi grunnur (ekki síst agalega séð) sem ég hafði  öðlast í gegnum keppnisíþróttirnar bæði sundið og hlaupin, nýttust fullkomlega í fjallgöngurnar. Má þar nefna góða hæfni til að skipuleggja bæði æfingar og sjálfar göngur á fjöllin, góð öndunartækni, gott þol, áræði og síðast en ekki síst skynsemi  í ákvörðunartökum á krítiskum stundum, sem geta stundum snúist um líf og limi. 

Ég fór fyrst á Hvannadalshnjúk (2110 m) vorið 2006. Síðar um sumarið 2006 á hæsta fjall Spánar, Teide á Tenerife (3718 m). Þá fór að kvikna fyrir alvöru vonin um að komast hærra á fjöllum einhversstaðar í heiminum. Í maí 2007 náði ég hæsta tindi Evrópu,  Elbrus í Kákasus (suður Rúslandi) 5655 m. Eftir það fékk ég áhuga á hæsta fjalli heims utan Asíu sem er Aconcagua í Argentínu (6960 m). Ég fór með hópi í janúar 2009 sem þurfti að snúa við í brjáluðu verðri 350 m frá tindinum. En í janúar 2011 náði ég tindi Aconcagua einn míns liðs.

Eftir það fór hugurinn að leita til Himalaya og góður vinur minn sem einnig hafði farið á Aconcagua, kom til mín og saman ákváðum við að fara í leiðangur á Cho oyu sem er sjötta hæsta fjall heims (8201 m) og er á landamærum Kína og Nepals aðeins 25 km frá Everest.

Leiðangurinn átti að vera í september 2012.  Mánuði fyrir brottför var leiðangurinn blásinn af því Kínverjar höfðu skyndilega lokað landamærunum, án skýringa. Þeir eru víst markvisst að reyna að eyðileggja túrisma í Tíbet. Nú voru góð ráð dýr, en við tókum þarna ákvörðun um að skrá okkur í leiðangur á Everest vorið 2013.


Íslenski fáninn rifinn upp á hæsta tindi heims, Mt. Everest.

Við fórum með Adventure Consultant sem er fyrirtækið sem kemur við sögu í nýjustu mynd Baltasars um stóra slysið á Everest 1996. Til að gera langa sögu stutta gekk allur undirbúningur vel, við fórum í ferðina, því miður þurfti félagi minn að hætta í leiðangrinum eftir um 40 daga sökum veikinda, en ég var lánsamur og náði tindi Everest að morgni 21. maí 2013.  Alls tók leiðangurinn 2 mánuði. Þessi magnaða lífsreynsla sem ég öðlaðist í leiðangrinum er svo efni í lengri frásögn. En það er algerlega öruggt að góður og langur hlaupaferill og sá grunnur sem lagður var þar, hafði mikið að segja.    

Einhverjar ráðleggingar að lokum?
Ég vil hvetja alla sem eru að spá í að byrja að hlaupa að drífa sig af stað, fara varlega í byrjun. Taka a.m.k. 2-3 mánuði í að byrja og trappa sig rólega og stigvaxandi upp. Alls ekki byrja með látum, ég hef oft séð fólk fara geyst af stað og taka miklum framförum í upphafi en lenda svo fljótlega í álagsmeiðslum sem veldur margra mánaða fjarveru frá hlaupum. Endilega mæta á æfingar og skrá sig hjá þeim hlaupahóp sem best hentar,  hann er jafnvel að finna í þínu hverfi. Það gefur ómetanlegan stuðning þegar eitthvað bjátar á, jafnvel þegar áhugi dvínar tímabundið eins og oft vill gerast. Þá dregur félagslega hliðin og hvatningin sem til staðar er í hlaupahópum, fólk áfram á erfiðum augnablikum. Gangi ykkur allt í haginn.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is