Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
11.11.2015
Skokkhˇpur Fj÷lnis: Enginn ellimerki a­ finna ß hˇpnum eftir 23 ßr ß fer­inni


Fjölnismenn bregða á leik fyrir ljósmyndara.

Kynning á hlaupahópum landsins fer nú aftur af stað hér á hlaup.is eftir smá hlé. Að þessu sinni er komið að einum elsta „núlifandi" hlaupahópi landsins, Skokkhópi Fjölnis. Hlaup.is fékk Erlu Gunnarsdóttir, þjálfara hópsins, til 23 ára, til að fræða lesendur um þennan merka félagsskap.

Hver er saga Skokkhóps Fjölnis í stuttu máli?
Saga hópsins er orðin löng og verður varla rakin í stuttu máli. En upphafið má rekja til þess að samkennari minn í Hamraskóla spurði mig haustið 1992 hvort ég væri ekki til í að koma af stað göngu eða skokkhópi. Mér fannst ég nú hafa full lítinn tíma til þess enda í fullu starfi og með lítil börn.Ég var samt tilbúin að koma þessu af stað og var uppistaðan í hópnum starfsfólk Hamraskóla og leikskólans Klettaborgar og  foreldrar úr hverfinu.

Hópurinn stækkaði ört og efldist enda góður hópur af frábærum einstaklingum sem er mannbætandi að umgangast. Síðan eru liðin rúm 23 ár og nú hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari. Ég ætla auðvitað að hlaupa áfram með mínum frábæru hlaupafélögum enda er  hópurinn enn í fullu fjöri.

Hve margir meðlimir eru í hópnum og hvernig hefur fjöldinn þróast á undanförnum árum?
Á æfingum hafa verið að jafnaði 30 -50 manns. Fyrstu árin uxum við jafnt og þétt og vorum að ég held flest á árunum 2000 - 2007. Nú er fjöldinn stöðugur og alltaf einhverjir nýir sem bætast í hópinn.

Hverjir eru meðlimir í Fjölnishópnum? Hvernig gengur að sníða æfingar að þörfum ólíkra hlaupara?
Í hópnum okkar er mikil breidd sem ég vil meina að sé einmitt  okkar styrkleiki. Hér mæta allir saman á sama tíma, hita upp saman en hlaupa mismunandi langt og hratt. 

Æfingarnar skipulagðar þannig að mínútur eru gefnar upp en ekki kílómetrar sem gerir það að verkum að allir byrja saman og enda saman. Þeir sem eru hraðari fara lengri leiðir en þegar við erum að koma til baka sameinast hópurinn. Þeir sem vilja ganga geta líka gengið rösklega þann tíma sem er gefinn upp.


Vígalegar peysur sem Fjölnishópurinn skarta hér.

Við endum síðan saman inn í sal þar sem við tökum styrkjandi æfingar, teygjur og jafnvel slökun. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og og gerir það m.a. að verkum að hjón geta komið saman á æfingu og farið saman heim þó þau hlaupi mishratt og langt. Hópurinn var byggður upp á þennan hátt og reyndist vel. Í dag er mikil reynsla innan hópsins sem rúmar afrekshlaupara þó hann hafi verið settur á laggirnar sem frístundaskokkhópur. En í dag eigum við margfalda Íslandsmeistara, stóran hóp maraþonhlaupara og reynslumikla einstaklinga sem hafa skokkað, hlaupið, gengið, hjólað, dansað og hlegið saman.

Hvar hlaupið þið aðallega?
Við hlaupum frá Hamraskóla og búum svo vel að hafa aðgang að mörgum skemmtilegum hlaupaleiðum á frábærum stígum sem bæði liggja til vesturs út úr hverfinu og inn sundin um Fossvog, Elliðaárdal. Einnig getum við hlaupið til austurs í átt að Úlfarsfelli og Mosfellsbæ að ógleymdum óteljandi skemmtilegum hlaupaleiðum innan okkar stóra hverfis frá Hamrahverfi meðfram ströndinni og Grafarvoginn sem er okkar yndi og stolt.


Hlauparar að hnykkla vöðva á styrktaræfingu.

Hvað með félagslíf, er mikið um atburði utan æfinga? Farið þið saman og keppið í hlaupum innan eða utanlands, standið fyrir hlaupum eða annað í þeim dúr?
Félagslífið hjá okkur er öflugt og við erum með nokkra fasta punkta þar sem hópurinn hittist utan hefðbundinna hlaupaæfinga og hafa verið fastir liðir allt frá því við hófum starfsemi.

Við hlaupum súpuhlaup þar sem fyrst er tekin æfing og síðan farið í súpu til þjálfara. Við höldum árshátíð, hittumst alltaf að kvöldi eftir Reykjavíkurmaraþon og borðum saman og gleðjumst yfir afrekum dagsins. Förum Áslákshlaup þar sem hlaupið er úr Grafarvogi í Mosfellsbæ, farið í sund, borðað, dansað og skemmt sér.

Hópurinn hefur líka farið í fjallgöngur og ferðalög. Við hlaupum kirkjuhlaup á annan í jólum, förum í eina hjólaferð á ári og fleira mætti nefna. Utanlandsferðir hafa verið farnar í minni og stærri hópum allt frá árinu 2000 en þá tókum við þátt í hálfu maraþoni í Brúarhlaupinu í Danmörku. 2002 var farið í London maraþon, 2004 í New York maraþon, 2007 í Berlínarmaraþon og 2011 í Chicago maraþon. Hópurinn var þátttakandi í Boston maraþoninu 2013, hinu sögulega sprengjuhlaupi.Í haust fór hópur í Ferrari maraþonið á Ítalíu. Einnig hafa verið farnar fjöldi ferða í smærri hópum. En stór hópur hlaupara í hópnum okkar hafa lokið fimm stóru maraþonunum. Aðaldrifkrafturinn í utanlandsferðum okkar hefur verið Matthildur Hermannsdóttir sem stofnaði fyrirtækið Hlaupaferðir sem sá  um ferðir hlaupara í stærstu maraþonin.

Eru allir velkomnir, hvernig eiga áhugasamir að bera sig að?
Auðvitað eru allir velkomnir í hlaupahópinn, hægt er að hringja, senda póst eða bara að mæta brosa og tala við þjálfarann. Nýliðar fá byrjendaprógramm sem byggir á göngu og skokki til skiptis og hafa margir sem í dag hlaupa maraþon hjá mér byrjað sinn hlaupaferil á því prógrammi.

Eitthvað að lokum?
Já, að lokum verð ég að segja hvað það er gaman og já dýrmætt að geta litið til baka og eiga þessa sögu, hafa átt samleið og jafnvel breytt lífi einhverja einstaklinga. Átt hlut í að skapa dýrmæt vináttusambönd og sjá öfluga einstaklinga vaxa og dafna frá því að vera jafnvel hálfgerðar „sófakartöflur"  upp í að eiga samleið á hlaupastígum hverfisins til betra lífs.

Hópurinn hleypur frá Hamraskóla kl. 17:30 á mánudögum og miðvikudögum. Á fimmtudögum er hlaupið frá Sundlaug Grafarvogs frá og með sumardeginum fyrsta og fram að fyrsta vetrardegi en yfir veturinn hafa verið æfingar í frjálsíþróttahöllinni. Laugardagsæfingin er svo farin frá tækjunum við Gullinbrú kl. 09:30. Upplýsingar um æfingar og pistill frá þjálfara birtist vikulega inn á www.fjolnir.is. Þjálfari er Erla Gunnarsdóttir íþróttafræðingur og heilsuþjálfari s:8927158.

Myndir úr langri sögu Skokkhóps Fjölnis

 

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is