Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
14.3.2017
JˇnÝna SigrÝ­ur GrÝmsdˇttir ˙r Hjartam÷mmunum

 
Hjartamömmur stilla sér upp eftir Reykjavíkurmaraþon.

Hjartamömmurnar eru hópur kvenna sem saman og í sitthvoru lagi fara út að hlaupa eða hreyfa sig. Hjartamömmurnar eiga það sameiginlegt að eiga börn sem eru hjartveik en félagsskapurinn varð til innan Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.

Hlaupahópurinn hefur m.a. látið til sín taka í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað þar fyrir Neistann sem og að standa fyrir fleiri fjáröflunum. 

Blaðamaður hlaup.is hitti Hjartamömmuna Jónínu Sigríði Grímsdóttur sem  samþykkti að leiða lesendur hlaup.is í allan sannleika um þennan skemmtilega félagsskap. Þess má geta Hjartamömmurnar eru öflugar á samfélagsmiðlum, eru með Facebooksíðu, Instagram og Snapchat allt undir nafninu Hjartamommur.  

Hvað eru margir meðlimir og hvernig hefur fjöldinn þróast á undanförnum árum?
Þegar við stofnuðum hópinn voru einungis nokkrar mömmur að hlaupa í sitthvoru horni. Það var svo eftir að Facebook hópurinn var stofnaður fyrir Reykjavíkurmaraþonið 2015 sem hópurinn stækkaði. Í dag eru 37 meðlimir í hópnum.

Eru margar þaulreyndar eða eru þið af öllum getustigum?
Meðlimir eru allt hjartamömmur sem hafa mismunandi bakgrunn, sumar vanar hlaupum en aðrar að stíga sín fyrstu skref. Allar hafa þó sama markmið að æfa sig og taka þátt í Reykjarvíkurmaraþoninu í ágúst til að safna áheitum sem renna til Styrktarsjóð Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Þetta hlaup er ein af stærri fjáröflunum félagsins og því er rosalega gaman að sjá hversu margar hjartamömmur ætla að taka þátt. 

Eru Hjartamömmurnar með skipulagðar æfingar?
Oftast erum við að hlaupa einar, hver í sinni rækt eða sínu nærumhverfi. Þegar vora tekur erum við með skipulögð hlaup þar sem við hittumst t.d. Elliðaárdalnum, á Ægissíðunni, í Laugardalnum eða bara þar sem við finnum góða hlaupaleið. Einnig hef ég heyrt af því að hjartafjölskyldur á leið í sumarbústað stoppi nokkrum kílómetrum áður en komið er á leiðarenda og hjartamamman hleypur síðasta spölinn.

Hvað með félagslíf, er mikið um atburði utan æfinga?
Hlaupahópurinn Hjartamömmur er sprottin út frá félagsstarfi innan Neistans sem heitir Hjartamömmur. Í þeim hóp eru mánaðarlegir hittingar þar sem allar koma með eitthvað til að narta í og svo er mikið spjallað. Einmitt á slíkum hittingi varð Hlaupahópurinn Hjartamömmur til. Margar okkar reyna að taka þátt í sem flestum skipulögðum hlaupum. Þegar við tökum þátt þá erum við alltaf í bolum sem eru merktir Neistanum og á bakinu erum við með nöfn hjartabarnanna okkar.


Jónína tv. ásamt fleiri Hjartamömmum og hjartabróður.

Takið þið á móti nýliðum?
Við tökum svo sannarlega á móti nýliðum. Stundum eru það nýbakaðar hjartamömmur, stundum fá þær sem hafa verið lengi í félaginu skyndilega hlaupabakteríuna og koma með að hlaupa.

Hversu mikilvægt er fyrir Hjartamömmur eins og ykkur að komast út að hlaupa öðru hvoru?
Við erum allar mæður barna sem fæddust með meðfædda hjartagalla. Það skiptir okkur ótrúlega miklu máli að komast út að hlaupa öðru hvoru. Ef við förum saman náum við að „pústa" um lífið og tilveruna, hlaupin hreinsa hugann og maður mætir ferskur í næsta slag ef svo á við. Ef heilsan er ekki til staðar andlega eða líkamlega er erfitt að standa sterkur við hliðina á hjartabarninu sínu og sinna öllu sem þarf að sinna, hvort sem það eru yfirvofandi aðgerðir eða bara þetta yndislega hversdagslega líf. Fyrir mig persónulega sem á tveggja ára hjartastrák hefur það mikil jákvæð andleg áhrif að komast út að hlaupa. Ég er sterkari fyrir hann, fjölskylduna og lífið almennt. Hefði aldrei trúað því hversu ótrúlega góð áhrif hlaup og hreyfing þegar maður heldur að tankurinn sé alveg búinn.

Eitthvað að lokum? Við erum flottur hópur af flottum mömmum sem eru að hlaupa saman og í sitthvoru lagi en samt allar með sama markmið. Að gera þetta fyrir börnin okkar og okkur því hlaupin og félagsskapurinn gerir okkur svo ótrúlega gott. 1. febrúar fór af stað átak hjá okkur. Sextán Hjartamömmur skiptu sér í fjögur lið og eru nú búin að keppast um hver nær flestum kílómetrum á sex vikum. Átakið klárast núna 15 mars. Við erum búnar að safna mörgum góðum bakhjörlum sem ætla að styrkja okkur og kaupa af okkur þá kílómetra sem við hlaupum. Sá peningur sem við söfnum mun fara í að uppfæra heimasíðu Neistans, www.neistinn.is.

Rétt er að minna á að hægt er að styrkja Neistann beint með framlögum
Reikningur: 0133-26-11755
Kennitala: 490695-2309

Einnig er hægt að styðja við átak Hjartamæðranna sem eru safna peningum til að koma nýrri heimasíðu Neistans á laggirnar. Upphæðin sem Hjartamömmurnar munu safna verður afhent Neistanum á árshátíð félagsins þann 9. apríl næstkomandi.
Reikningur: 545-14-407831
Kennitala: 281086-6349.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is