Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Yfirheyrslur
26.3.2014
Yfirheyrsla: Ebba SŠr˙n Brynjarsdˇttir ˙r Hlaupahˇpi FH og 3SH

Ebba Særún Brynjarsdóttir úr Hlaupahópi FH og 3SH ætlar að ríða á vaðið í nýjum lið hér á hlaup.is. Í liðnum sem nefnist "Yfirheyrsla á spjallhraða" munum við reglulega kynna til leiks hlaupara héðan og þaðan úr hinni blómlegu hlaupaflóru sem þrífst svo vel hér á Íslandi. Við fáum að skyggnast inn í líf hlaupara sem svara bæði skemmtilegum en einnig fræðandi spurning. Hlaup.is hvetur lesendur til að benda á skemmtilega viðmælendur í þennan nýja lið á torfi@hlaup.is eða heimirsgudmundsson@gmail.com


"Að líða vel og koma alltaf brosandi í mark,"
er eitt af markmiðum Ebbu.

Fullt nafn: Ebba Særún Brynjarsdóttir

Aldur: 32 ára

Heimabær: Fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Hafnarfjarðar árið 2002

Fjölskylda: Í sambúð með Sigursteini Arndal og eigum Andreu Mary fædda 2003, Elísu Lönu fædda 2005 og svo kom prinsinn Brynjar Narfi 2010.

Skokkhópur: Hlaupahópur FH og 3SH

Hvenær byrjaðir þú að hlaupa? Fyrir alvöru árið 2010 en hef æft íþróttir frá barnsaldri.

Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur? Maraþon

Hvar er skemmtilegast að hlaupa? Í fallegri náttúru, utanvega á björtum íslenskum degi.

Hvenær sólarhrings er best að hlaupa? Ég er alger morgunhani og elska að byrja daginn á hlaupum. Sérstaklega þegar birta tekur, það er einstakt að upplifa kyrrðina þegar engin er á ferð.

Besti hlaupafélaginn? Vil nú ekki gera upp á milli vina minna en þau eru öll yndisleg og svo stór hluti af þessu öllu saman.

Uppáhalds hlaupafatnaður? Stuttbuxur, toppur, bolur og hàir sokkar. Nota Compressport og Nike.

Hvernig hlaupaskó áttu? Nike Lunarlon en var að fá mér Brooks Cascadia 9 utanvegaskóinn og hlakka til að prófa hann.

Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu? Garmin úrið og hlaupafélaginn.


Ebba á ferðinni í Reykjavíkurmaraþoni.


Ebba bætti sig um 22 mínútur í Berlínar-
maraþoninu síðasta haust.

Uppáhaldshlaup innan- og utanlands? Innanlands er það Snæfellsjökulshlaupið, hljóp það í fyrsta skipti í fyrra og þvílík fegurð. Òtrùlega gaman að upplifa það að hlaupa á stígum og svo í snjó í sama hlaupinu. Veðrið var líka frábært þennan dag. Svo er Berlín á toppnum utanlands ennþá, frábær stemming, mikil gleði og maður fann ekkert fyrir kílómetrunum.

Uppáhaldsbúnaður tengdur hlaupum? Garmin Forerunner 910XT.

Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? Mig langar að hlaupa maraþon í New York og Tokyo. Seinna meir væri gaman að prufa stórt utanvegahlaup út í heimi.

Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninn fyrir keppnishlaup? Kvöldið fyrir borða ég eitthvað létt en í hádeginu daginn fyrir stórt keppnishlaup fæ ég mér kolvetnaríka máltíð, yfirleitt pasta og brauð. Fyrir styttri vegalengdir er bara venjulega rútínan. Ég hugsa mikið um mataræðið og veit hvað fer vel og hvað fer illa í mig. Morgunmatur fyrir keppnishlaup samanstendur af ristuðu brauði með smjöri og sultu. Jafnvel 1-2 egg.

Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Nei hef ekki gert það nema þegar ég hleyp ein. Ef svo er þá hlusta ég á allt frá svaka rómantík í eitthvað technomix.

Uppáhaldsorkudrykkur? Íslenska vatnið með dass af Cytomax út í.

Besti matur eftir keppnishlaup? Hvít pizza með rucola og hráskinku.

Hvernig slakar þú á? Það er eitt það erfiðasta fyrir mig að slaka á en ég er að æfa mig. Ég reyni að stunda hotyoga 1-2 í viku og svo var ég á hugleiðslunámskeiði og er að notast við þá tækni. Hvíldin er nauðsynleg og fyrir svona hreyfifíkla er hún oft erfið, en ég er að þroskast og læra smám saman.

Mesta afrek á hlaupabrautinni? Hugsa að það sé í Berlín s.l haust þegar ég bætti mig um 22 mínútur i heilu maraþoni.

Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Sumrin

Bestu tímar í 5 km/10km/hálfmaraþoni/maraþoni? 5 km 19:27/ 10 km 39:31 / 21,1 km 1:28:42/ 42,2 km 3:13:43

Hleypur þú eftir æfingaáætlun?


Ebba og María Kristín vinkona hennar, ánægðar eftir Berlínarmaraþon.

Hvar hleypur þú helst? Í Hafnarfirði og stundum þarf ég að kíkja á brettið í Hress ef veður er slæmt.

Lýstu þér sem hlaupara í einni setningu? Brosmild og metnaðarfull

Hvað hleypur þú mikið í hverri viku? Í undirbúningi fyrir maraþon hljóp ég 6-7 sinnum í viku, 80-120 km á viku. En venjulega hleyp ég þrisvar sinnum. Tvisvar styttra um 12-15 km og eitt langt hlaup um helgar.

Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Já, ég syndi 2-3 í viku með 3SH og hjóla líka til að létta álagið. Styrktaræfingar geri ég svo með mínum eigin líkamsþunga. Svo fer ég í hot yoga því liðleikinn skiptir miklu máli hjá mér til að forðast meiðsli.

Áttu einhverja skemmtilega sögu sem tengist hlaupunum? Þegar við María Kristín vorum að hlaupa saman í Berlínarmaraþoninu sl. haust og þutum fram úr einhverjum mönnum hægri vinstri þá heyrðist kallað á eftir okkur eftir ca. 22km:"Girls the fininsh line is not here..." Við störtuðum allavega í allt of hægu hólfi og þessum fannst við hlaupa aðeins of hratt fyrir hans smekk eftir 22 km.


Ebba í Snæfellsjökulshlaupinu.

Eru sprettir eða interval æfingar í þinni æfingaáætlun? Já, einu sinni i viku að staðaldri en i maraþonundirbúningi tvisvar sinnum i viku.

Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum? Að líða vel og koma alltaf brosandi í mark. Að halda heilsu og vera þakklát fyrir það að geta stokkið út að hlaupa þegar manni hentar, það eru gríðarleg forréttindi. Markmið mín eru að bæta mig, vaxa og dafna sem hlaupari og ná tilsettum árangri ef allt gengur upp. Mig langar að nálgast 3 klst í heilu maraþoni.

Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Já, Kara Goutcher er æði og þvílík fyrirmynd. Svo eigum við margar flottar fyrirmyndir hér á Íslandi, þar vil ég helst nefna Helen Ólafsdóttur sem er ótrúlega flott, metnaðarfull og lætur gott af sér leiða.

Skráir þú niður æfingar þínar, ef svo er með hvaða hætti? Já ég geri það, er með dagbók sem ég skrifa alla hreyfingu í.

Skoðar þú hlaup.is reglulega? Já mjög oft.

Ertu með hugmyndir til að bæta hlaup.is? Mér finnst síðan vera vaxa og dafna á frábæran hátt svo ég segi bara Keep up the good work.

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is