Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Yfirheyrslur
8.5.2014
Yfirheyrsla: SigrÝ­ur J˙lÝa ˙r Flandra křs mali­ Ý hlaupafÚl÷gunum frekar en tˇnlist

Sigga júlla mývatn
Sigríður nýbúin með Mývatnsmaraþonið.

Lesendur fá að kynnast Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur úr Hlaupahópnum Flandra í Borgarnesi í yfirheyrslu vikunnar. Sigríður Júlía er fertug og starfar sem framkvæmdastjóri hjá Vesturlandsskógum. Sigríður hlustar ekki á tónlist þegar hún hleypur heldur lætur fuglasöng og malið í hlaupafélögum nægja. Hún kann lítið að fara með orkudrykki en er að læra. Og að sjálfsögðu skráir hún hlaup sín niður á hlaupadagbók hlaup.is. Sannarlegar flottur hlaupari á ferð.

Full nafn: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Aldur: 40 ára.

Starf og menntun: Framkvæmdarstjóri Vesturlandsskóga, bs. í landnýtingu og ms. í skógfræði.

Heimabær: Borgarnes.

Fjölskylda: Eiginmaðurinn Haukur og synirnir Stefán Snær 18 ára og Þórður Logi 8 ára.

Skokkhópur: Flandri.

Hvenær byrjaðiru að hlaupa? Ég byrjaði að hlaupa úti í Noregi veturinn 2009-2010. Áður hafði ég stundað mér til heilsubótar spinning, gönguferðir og sund. Hef aldrei verið keppnismanneskja.

Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur? Hálft maraþon.

Hvar er skemmtilegast að hlaupa? Í fallegu og jafnvel framandi umhverfi.

Hvenær sólarhrings er best að hlaupa? Á vorin er ósköp gott að taka morgunæfingar, þegar ég hef mig af stað í það. Annars er þetta mjög misjafnt, á virkum dögum er ég oft betur upplögð seinnipartinn.


Sigíður tv. ásamt systrum sínum eftir mikil átök.

Besti hlaupafélaginn? Allir Flandrafélagar og systur mínar.

Uppáhalds hlaupafatnaður? Craft fötin eru uppáhalds og Cep compression stuðningshlífarnar.

Hvernig hlaupaskó áttu? Newton Gravity.

Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu? Endurskinsvestið í skammdeginu, derhúfan á sumrin og auðvitað hlaupafélagarnir.


Á fullri ferð í Vesturgötunni í stórkostlegu landslagi.

Uppáhaldshlaup innan- og utanlands? Hamingjuhlaupið er ljúft hlaup, fyllir vel á hamingjutankinn, hef tekið þátt í því tvisvar og mæli með því. Aðalmarkmiðið er að vera með og komast á leiðarenda. Vesturgatan er yndisleg og Mývatn er einnig uppfullt af gleði.
Hef tvisvar sinnum tekið þátt í hlaupi erlendis og það var í Osló, þannig að ég hef ekki samanburð enn sem komið er.

Uppáhaldsbúnaður tengdur hlaupum? Úrið mitt.

Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? Innanlands er það
Jökulsárhlaupið. Erlendis er það Göteborgs Varvet halv maraton.

Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninn fyrir keppnishlaup? Gúllassúpa eða matarmikið pasta og brauð kvöldið fyrir og svo um morguninn þá er það ristað brauð með osti og sultu og banani.

Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Nei, aldrei. Hlusta á fuglana og malið í hlaupafélögunum.

Uppáhaldsorkudrykkur? Kann lítið að fara með svoleiðis en er prófa mig áfram með þetta.

Besti matur eftir keppnishlaup? Eitthvað „djúsí".

Hvernig slakar þú á? Fer í sund, les bók, prjóna, horfi á sjónvarp.

Mesta afrek á hlaupabrautinni? Að hafa náð að klára hálft maraþon í Osló 2012, sárlasin.

Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Það hafa allar árstíðir sinn sjarma en þó verð ég viðurkenna að vorið hefur vinninginn.

Bestu tímar í 5 km/10 Km/hálfmaraþoni/maraþoni?
5 km 29:54 (2014)
10 km 69:29 (2012)
Hálfmaraþon 2:36:32 (2012)

Hleypur þú eftir æfingaáætlun? Er að gera tilraun til þess núna.

Hvar hleypur þú helst? Í Borgarnesi


Sigríður Júlía th. fyllir á hamingjutankinn í Hamingjuhlaupinu.

Lýstu þér sem hlaupara í einni setningu? Fer hægt, nýt þess og hef gleðina með í för.

Hvað hleypur þú mikið í hverri viku? Alltaf þrisvar í viku, vikuskammturinn er mjög breytilegur en í heildina er ég að fara 15-30 km á viku yfir vetrartímann en svo eyk ég magnið á vorin og sumrin.

Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Fer einstaka sinnum í jóga og sund, geng á fjöll á sumrin.

Eru sprettir eða interval æfingar í þinni æfingaáætlun? Já, einu sinni í viku.

Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum? Ég er að fara til Munchen í haust með hlaupahópnum Flandra, þar ætla ég að hlaupa hálft maraþon og mun æfingaáætlunin mín ganga út á það. Á tímabilinu ætla ég að hlaupa tvisvar hálft maraþon hér heima, á Mývatni í júní þar sem markmiðið er að komast alla leið og njóta, og aftur í Reykjavík í ágúst en þar er ég með ákveðin tímamarkmið. Stefni svo á að ná bætingu í Munchen í október.

Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Já ég lít mikið upp til Stefáns Gíslasonar, Flandrafélaga.

Skráir þú niður æfingar þínar, ef svo er með hvaða hætti? Ég skrái alla hreyfingu í dagbók og einnig á hlaup.is

Skoðar þú hlaup.is reglulega? Já, mjög oft.

Ertu með hugmyndir til að bæta hlaup.is? Finnst síðan alltaf verða betri og betri. Þykir gott að halda utan um tölfræðina mína þar, væri gott að geta bætt inn fleiri æfingategundum t.d. jóga, styrktaræfingum o.fl.

Áttu einhverja skemmtilega sögu sem tengist hlaupunum? Já margar... hér er ein: Ég tók þátt í hálfu maraþoni í Osló 22. september 2012. Var búin að æfa fyrir það um sumarið og var bara nokkuð ánægð með mig. Síðasti hálfi mánuðurinn fyrir hlaup var þannig að ég tók hlaupaæfingu 10. sept, fór í spinning þann 11. og svo synti ég þann 12. Ætlunin var svo að hlaupa 13.15.17. og 20. sept með allavega einum spinningtíma inn á milli og sundi. EN það fór ekki þannig. Fimmtudaginn 13. september var ég slöpp, ákvað að hvíla heima og vonast til að geta tekið vel á því á laugardeginum, það varð ekki því ég varð svo lasin, hef sjaldan lent í öðru eins, lá í rúminu þessa helgi, píndi mig svo í vinnuna vikuna eftir en alveg sárlasin. Flaug svo út til Noregs  fimmtudaginn 20. september, langt frá því að vera hress.

Hóstamixtúra, hálsmolar og verkjatöflur voru með í ferð og ákvað ég að sjá til hvað ég gerði með sjálft hlaupið á laugardeginum. Kvöldið fyrir hlaup hittumst við nokkrar vinkonur á Åsi í pastaveislu hjá Bríeti vinkonu minni, það var ljúft. Daginn eftir gerði ég mig klára í hlaupið, við fórum með lest til Osló en ég var alltaf í vafa hvað ég ætti að gera, ætti ég að hlaupa eða ekki? Hvað væri rétt og gáfulegt að gera í stöðunni? Ég hringdi í Hauk manninn minn sem var á þeim tímapunkti á hlaupaæfingu, hann lét mig tala við Stefán Gísla sem kom með nokkra gagnlega punkta og komment um hvernig þetta gæti farið. Ef ég yrði með þá gæti ég spottað út einhvern stað sem væri "auðvelt" að hætta á, ég gæti hlaupið alla leið en farið rólega og svo gæti ég sleppt þessu......og hvað átti ég gera???

Ég hugsaði með mér að ef ég færi ekki, þá mundi ég alltaf sjá eftir því að hafa ekki reynt, þannig að ég fór. Mér leið vel þarna fyrst, hljóp rólega og fannst ég vera með þetta, eftir 4 km var tíminn 25:56, ég var þarna að hlaupa á um 6,29 mín/km sem er bara fínn hraði og undir eðlilegum kringumstæðum hefði ég getað haldið þessum hraða út allt hlaupið. Þegar ég var búin að hlaupa ca 7-8 km skapaðist fínt "tækifæri" til að hætta því þá var ég alveg við Ráðhúsið þar sem startið var og taskan mín með fötunum mínum og allt það EN mér leið ekkert svo illa á þessum tímapunkti svo ég ákvað að halda áfram, ég ætlaði að klára hlaupið þó ég þyrfti að hægja á mér en þarna var ég aðeins farin að fá hóstaköst og var ekkert spes góð í lungunum en viðurkenndi það ekki fyrir sjálfri mér.
Hlutirnir hafa alltaf tilhneigingu til að fara vel og ég kláraði þetta, gekk nokkrum sinnum á síðustu ca 5 km og fór hægt yfir. Eftir 20 km var ég með tímann 2:27:40 og var ekki á nema um 7,23 mín/km - lokatíminn var svo 2:36:32 og vegalengdin 21,097 km. Ég hafði einu sinni áður hlaupið hálft maraþon, það var í Osló tveimur árum áður, þá var ég nýbyrjuð að hlaupa til þess að gera og var mjög illa æfð en stálslegin og hress, hljóp þá á 2:49:50 þannig að ég bætti tímann minn núna um 13 mínútur og það lasin. Ég fór, var með, gerði mitt besta, án þess þó að leggja mig í hættu með því að pressa mig um of. Ég var sátt.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is