Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Yfirheyrslur
21.5.2014
Yfirheyrsla: Bergsveinn Kristinsson ˙r Skokkhopi Hauka


Bergsveinn er einkar efnilegur hlaupari sem á flotta tíma.

Bergsveinn Kristinsson úr Skokkhópi Hauka byrjaði að hlaupa fyrir tveimur árum. Á tveimur árum hefur þessi þrítugi hlaupari tekið allsvakalegum framförum og náð fínum tímum m.a. hlaupið maraþn á 3:31, hálfmaraþon á undir 1:26 og 5 km á rétt rúmum 18 mínútum. Bergsveinn hefur enn háleitari markmið og  stefnir m.a. á að komast undir þrjár klukkustundir í maraþoni. Við yfirheyrðum þennan kraftmikla Haukara sem greinilega er með metnaðinn í lagi.

Fullt nafn: Bergsveinn Kristinsson.

Aldur: 30 ára.

Heimabær: Hafnarfjörður.

Fjölskylda: Einhleypur og á eina stelpu.

Skokkhópur: Skokkhópur Hauka.

Hvenær byrjaðiru að hlaupa? Fyrir tveimur árum.

Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur? 10 kílómetrar.

Hvar er skemmtilegast að hlaupa? Heiðmörk á fallegum sumardegi.

Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninn fyrir keppnishlaup? Kvöldið fyrir þykir mér gott að fá mér smá pasta en ekki of mikið. Um morgunin fæ ég mér yfirleitt hafragraut og banana.

Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Ég hleyp ansi oft með tónlist. Vil þá helst hlusta á eitthvað sem gefur manni meira boost t.d. hressandi danstónlist.

Uppáhaldsorkudrykkur? Enginn einn sérstakur, ansi breytilegt hjá mér hvaða drykk ég hleyp með.

Besti matur eftir keppnishlaup? Ég verð að segja einhver gómsæt steik.

Hvernig slakar þú á? Núna í maraþon undirbúningi hvíli ég aðeins á sunnudögum og þá geri ég mest lítið þann daginn, fer í laugina og slaka aðeins á.


Haukarinn á sprettinum í Actavishlaupi Skokkhóps FH.

Mesta afrek á hlaupabrautinni? Að ná á undir 40 mínútur í 10 km er ansi ofarlega. Sem og bætingarnar í 5 km hlaupi.

Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Á sumrin klárlega.

Bestu tímar í 5 km/10 km/hálfmaraþoni/maraþoni? 18:09 í 5 km, 39:30 í 10 km, 1:26:37 í hálfu og 3:31 í heilu enn það verður leiðrétt í næsta mánuði.

Hleypur þú eftir æfingaáætlun? Já ég geri það og ég myndi segja að það væri lykilatriði til að ná góðum árangri.

Hvar hleypur þú helst? Í nágrenni Hafnarfjarðar helst en þó er gaman að fara stundum og prófa nýja staði.

Lýstu þér sem hlaupara í einu orði? Kappsamur.

Hvað hleypur þú mikið í hverri viku? Ég er í maraþonundirbúningi núna og þá hleyp ég 6x í viku frá 80 km-115 km. Annars hleyp ég um 5x í viku.

Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Ég á það til að hjóla svolítið.

Eru sprettir eða interval æfingar í þinni æfingaáætlun? Já mikið af þeim.

Ertu með hugmyndir til að bæta hlaup.is? Nei, bara frábær síða hjá ykkur.

Áttu einhverja skemmtilega sögu sem tengist hlaupunum? Nei hef enga slíka sögu fyrir ykkur eins og er.

Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum? Þau eru ansi háleit skal ég segja ykkur. Langar að komast undir 3 klst í heilu maraþoni og bæta tímana mínu í 10 km og hálfu maraþoni verulega.

Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Kári Steinn Karlsson klárlega og Anton Magnússon þjálfari minn hefur reynst mér mjög vel.

Skráir þú niður æfingar þínar, ef svo er með hvaða hætti? Ég skrái öll mín hlaup inn á hlaup.is

Skoðar þú hlaup.is reglulega? Skoða síðuna oft á dag.


Bergsveinn skráir öll sín hlaup inn á hlaupadagbók hlaup.is

 

Hvenær sólarhrings er best að hlaupa? Það hentar mér ansi vel að hlaupa að kvöldi til.

Besti hlaupafélaginn? Ágúst Haraldsson, Heiður Magný og allir frábæru hlaupafélagarnir mínir í Skokkhópi Hauka.

Uppáhalds hlaupafatnaður? Adidas og Brooks, get ekki gert upp á milli. 

Hvernig hlaupaskó áttu? Adidas Energy Boost

Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu? Að hitta og spjalla við hlaupafélagana og ekki má gleyma góða skapinu.

Uppáhaldshlaup? Utanvegahlaup Skokkhóps Hauka sem er alveg magnað og ég hvet alla hlaupara til að taka þátt í því þetta árið. Svo stendur Reykjavíkur maraþonið alltaf fyrir sínu.

Uppáhaldsbúnaður tengdur hlaupum? Ætli ég verði ekki að segja ipodinn.

Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? Boston maraþonið klárlega sem og London maraþonið.  En ég er bara rétt að byrja í hlaupunum svo það er nægur tími.


Bergsveinn æfir með Skokkhópi Hauka.

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is