Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Yfirheyrslur
7.8.2014
Yfirheyrsla: Ël÷f Sigurbjartsdˇttir ˙r HlaupahÚrunum ß Egilsst÷­um


Ólöf lagi Laugaveginn árið 2011.

Ólöf Inga Sigurbjartsdóttir er í Yfirheyrslu vikunnar hér á hlaup.is. Ólöf sem hleypur með Hlaupahérunum á Egilsstöðum hefur átt við meiðsli að stríða megnið af árinu en er hægt og rólega að hlaupa sig í gang aftur.

Ólöf hefur hlaupið víða, hvort sem það er í Manitoba í Kanada, yfir Eyrasundsbrúnna eða á heimavelli á Héraði. Kynnumst fulltrúa Austurlands aðeins nánar.

Fullt nafn: Ólöf Inga Sigurbjartsdóttir.

Aldur: 53 ára.

Heimabær: Bý á Egilsstöðum en er Húnvetningur að uppruna.

Fjölskylda: Gift Árnþóri Magnússyni og á eina dóttur.

Skokkhópur? Hlaupahérarnir Egilsstöðum.

Hvenær byrjaðiru að hlaupa? Fór í fyrsta sinn 10 km á hlaupársdag árið 2004. Var við nám í háskólanum í Winnipeg þann vetur og vinkona mín Ellen Blumenstein á Akranesi sem þar var einnig við nám stjórnaði hlaupaplani vetrarins með harðri hendi :) Eftir þetta fyrsta mjööög erfiða hlaup endurtókum við leikinn alla sunnudaga (nema páskadag) alveg fram á vor og oftast innanhúss. Veturnir í Manitobafylki eru afskaplega kaldir og henta illa til útihlaups. Fyrir þennan tíma hafði ég þó skokkað nokkuð reglulega í 3-4 ár en einungis styttri vegalengdir.

Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur? Mér finnst 10 km hlaupin alltaf skemmtileg.

Hvar er skemmtilegast að hlaupa? Ég bjó á Akureyri í nokkur ár og fannst afskaplega gaman að æfa þar. Fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir.

Hvenær sólarhrings er best að hlaupa? Mér hentar best að hlaupa í hádeginu eða seinnipartinn eftir vinnu.

Besti hlaupafélaginn?
Hleyp mikið ein en síðustu árin hefur Guðbjörg Björnsdóttir verið mér góður hlaupafélagi.

Uppáhalds hlaupafatnaður? Nike er nú alltaf í miklu uppáhaldi.

Hvernig hlaupaskó áttu? Nimbus og aftur Nimbus. NB og Mizuno eru einnig í skóhillunni svona til að hafa tilbreytingu.

Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu? Hlaupaúrið.

Uppáhaldshlaup? Jökulsárhlaupið innanlands, náttúran er svo stórkostleg. Hef ekki tekið þátt í mörgum hlaupum erlendis en fór í Brúarhlaupið (Eyrarsundsbrúin) 2010 og það var mjög gaman og sérstakt.

Uppáhaldsbúnaður tengdur hlaupum? Vatnsbeltið.

Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? Ég var búin að skrá mig í Berlínarmaraþon árið 2012 en varð að hætta við þátttöku. Mig dreymir um að komast í það og fleiri hlaup erlendis. Innanlands á ég eftir að taka þátt í Barðsneshlaupinu og Vesturgötunni en þau tvö eru efst á innlenda draumalistanum.

Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninn fyrir keppnishlaup? Kvöldið fyrir hefur mér reynst vel að borða pastarétti, gjarnan með kjúklingi og narta svo í smá súkkulaði yfir sjónvarpinu :) Morguninn fyrir hlaup er ristað brauð, banani og kaffi best.

Uppáhaldsorkudrykkur? Æ.. ég veit ekki.


Ólöf ásamt Margréti vinkonu sinni áður en þær hlupu yfir Eyrarsund.

Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Nei ég leysi heimsmálin (og stundum einhver smærri) á hlaupum og fíla alls ekki tónlist í eyrunum.

Besti matur eftir keppnishlaup? Á alltaf svolítið erfitt með þetta en eftir Brúarhlaupið fengum við okkur pizzu sem smakkaðist frábærlega og fór vel í maga.

Hvernig slakar þú á?
Heiti potturinn dugar vel eftir hlaup.

Mesta afrek á hlaupabrautinni? Ég held að ég eigi það alveg eftir :)

Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Hver árstími hefur sinn sjarma en ætli ég segi ekki vorin.

Bestu tímar í 5 km/10 Km/hálfmaraþoni/maraþoni? Besti tími í 10 km er 53:27 í Akraneshlaupi árið 2005. Besti tíminn í 1/2 maraþoni er 2:05:04 í Mývatnsmaraþoni árið 2007. Ég hef bara einu sinni farið heilt maraþon, það var við Mývatn árið 2011 og tíminn var 5:24:46. Laugaveginn fór ég svo það sama ár á tímanum 8:32:09.

Hleypur þú eftir æfingaáætlun? Já ég hef gert það í nokkur ár.


Ánægð í markinu að loknu Laugavegshlaupi.

Hvar hleypur þú helst? Um stræti Egilsstaða og Fellabæjar og á vegum Fljótsdalshéraðs.

Lýstu þér sem hlaupara í einni setningu? Ég vildi að ég gæti sagt hér að ég hlaupi eins og vindurinn en það er varla hægt, ja.. nema þá það væri norðanstrekkingur sem fer hægt en örugglega og er svolítið þunglamalegur.

Hvað hleypur þú mikið í hverri viku?  Núna fer ég eftir prógrammi sem ég kalla SHS prógrammið(stutt, hægt og sjaldan). Ég stefni hinsvegar að byrja fljótlega í öðru prógrammi sem er skokk 3-4 x í viku með 25-30 km. samtölu, meira ef þátttaka í stærra hlaupi en 10 km er framundan.

Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Tek annað slagið skorpur í styrktaræfingum og hjóla svolítið.

Eru sprettir eða interval æfingar í þinni æfingaáætlun? Já.

Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum? Númer eitt að halda mér í formi og markmiðið er að geta skokkað þetta eftir öllum aldri.

Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Nei ég held ég geti varla sagt það.

Skráir þú niður æfingar þínar, ef svo er með hvaða hætti? Hélt mjög vel utan um þetta á meðan hlaup.com var við líði. Hef illa haldið utan um æfingar síðan en á þær til í hlaupaúrinu.

Skoðar þú hlaup.is reglulega? Já ég geri það nokkuð reglulega.

Áttu einhverja skemmtilega sögu sem tengist hlaupunum?
Brúarhlaupið eða Eyrarsyundsbrúin árið 2010 var afskaplega eftirminnilegt hlaup. Ég plataði vinkonu mína Margréti Sigurðardóttur með mér en hún hélt upp á 50 ára afmælið sitt á hlaupadaginn þann 12.06.2010. Við vorum búin að bollaleggja það að fara fínt út að borða eftir hlaupið til þess að fagna afmælinu en auk okkar var Árnþór maðurinn minn með í ferðinni og átti hann að vera sérlegur leiðsögumaður á veitingastaði þar sem hann hafði búið í Kaupmannahöfn og þannig "heimavanur."

Veðrið var hinsvegar afskaplega óhagstætt á hlaupadag, skítakuldi og rigning á köflum. Þegar til Malmö var komið eftir annars skemmtilegt hlaup yfir brúna, tók við sérkennilegur og krítískur tími. Það var engin aðstaða fyrir hlaupara að fara í sturtur og hafa fataskipti, flestir enda ekki með föt með sér þar sem hlaupið hófst í Kaupmannahöfn. Verra var að það var heldur engin aðstaða til þess að vera inni og enga heita drykki að fá eða næringu yfirhöfuð og því hímdu þúsundir manna utandyra í biðröð eftir rútum til að komast til Kaupmannahafnar. Addi maðurinn minn hafði tekið með sér peysurnar okkar sem við vorum í þar til hlaupið hófst og bjargaði það okkur frá því að illa færi. Fólk fór að líða út af vegna kulda og vökvataps í röðunum, aðrir lágu ælandi á flötinni og útlitið hreint ekki gott. Við héngum skjálfandi í rúturöðinni í nokkra klukkutíma áður en við komumst að og í íbúðina sem við höfðum í Kaupmannahöfn, öll orðin svo uppgefin að engin hafði orku í að fara út að borða.

Endirinn varð sá að ég mannaði mig upp í að fara út á pizzastað hinu meginn við götuna enda orðin alveg glorhungruð. Hljóp síðan með pizzurnar yfir og þar var borðað af mikilli og góðri lyst. Við vorum sammála um að þetta væru sennilega bestu pizzur sem við höfðum bragðað og matur á fínum veitingastað hefði sennilega alls ekki toppað þær. Þarna sannaðist svo um munaði hvað allur matur verður sérstaklega góður þegar þörfin fyrir hann er orðin mikil.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is