Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Yfirheyrslur
19.1.2015
Yfirheyrsla: ElÝn DavÝ­sdˇttir ˙r Hlaupahˇpnum Flandra


Elín th. ásamt Salvöru hlaupafélaga sínum á góðviðrisdegi í Borgarnesi.
Fyrir skömmu fengum við á hlaup.is skemmtilega ábendingu frá dyggum lesenda um áhugaverðan viðmælanda í Yfirheyrsluna.

Ábendingunni fylgdi að viðkomandi væri sérstaklega samviskusamur hlaupari, sleppti nánast aldrei æfingu og hefði tekið miklum framförum á þeim stutta tíma sem hann hefði hlaupið með skipulögðum hætti. Um er að ræða Elínu Davíðsdóttur úr Hlaupahópnum Flandra í Borgarnesi.

Elín er 45 ára, borin barnfæddur Borgnesingur, innheimtufulltrúi í Háskólanum á Bifröst og fann loksins sínu réttu hillu í líkamsrækt með því að byrja að hlaupa fyrir rúmu ári síðan. Eins og hún segir sjálf; „Ég mæti eiginlega alltaf. Get varla sleppt æfingu, er orðin háð hlaupunum." Kynnumst Elínu Flandrakonu.

Fullt nafn: Elín Davíðsdóttir, alltaf kölluð Ella.

Aldur: 45.

Heimabær: Borgarnes.

Fjölskylda: Sigurbjörn eiginmaðurinn, synirnir Davíð Andri 22 ára, Halldór Grétar 9 ára og svo Díana Brá 20 ára, tvær stjúpdætur Guðrún Lilja 22 ára, Kristbjörg Helga 26 ára, barnabarn Daníel Aron 3 ára og þrír tengdasynir Arnar Gylfi, Ríkharður og Sindri.

Skokkhópur: Flandri.

Hvenær byrjaðir að hlaupa? Að alvöru í október 2013, hef ekki stoppað síðan.


Fulltrúar Flandra í Icelandairhlaupinu síðasta vor.

Besti hlaupafélaginn? Flandravinirnir allir og Salvör vinkona mín í Odense en ég get reyndar sjaldan hlaupið með henni.


Hlaupaselfie í skóginum er klassík.

Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur?  Hálfmaraþon.

Hvar er skemmtilegast að hlaupa? Í fjörunni á Ökrum á Mýrum.

Hvenær sólarhrings er best að hlaupa? Eftir vinnu, svona seinnipartinn.

Uppáhalds hlaupafatnaður? Enginn sérstakur er enn að finna út hvað mér finnst best.

Hvernig hlaupaskó áttu? Asics nimbus

Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu? Hlaupafélagarnir og síminn minn.

Uppáhaldshlaup? Reykjavíkurmaraþon,hálfmaraþon. Hef reyndar ekki hlaupið í mörgum hlaupum ennþá en er mjög stolt að hafa komist alla leið skammlaust. Svakalega mikil stemming að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni.

Uppáhaldsbúnaður tengdur hlaupum? Síminn minn. Mig vantar hlaupaúr, MJÖG mikið.

Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? Hlaup erlendis, ekkert alveg ákveðið. Líklega Vesturgatan hér innanlands.

Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninn fyrir keppnishlaup? Bara eitthvað kolvetnaríkt kvöldið áður og hafragraut með allskonar hollu út í um morguninn.

Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Ég hleyp mjög sjaldan með tónlist í eyrunum nema þegar ég er ein, þá er það eitthvað mjög fjörugt. En við Flandrafélagarnir tölum mjög mikið saman á hlaupunum.

Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Að vori og sumri. Reyndar styttir það veturinn að hlaupa úti og hjá mér er veður bara orðið hugarfar. Ég hleyp úti í öllum veðrum og stefni á að gera það áfram í vetur.

Uppáhaldsorkudrykkur? Amino.

Besti matur eftir keppnishlaup? Góður hamborgari  með öllu.

Hvernig slakar þú á? Það er best að fara í nudd. Svo á ég sveit, þangað fer ég oft og fjaran þar er yndisleg til afslöppunar.

Mesta afrek á hlaupabrautinni? Hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Frekar montin að hafa klárað og það á þessum ágæta tíma.

Hleypur þú eftir æfingaáætlun? Er einmitt á leiðinni að bæta úr því.

Hvar hleypur þú helst? Í Borgarnesi.


Miðnæturhlaup Suzuki 2014 Sigga, Inga Dísa, Berta, Elín, Veronika og Sigríður

Bestu tímar í 5 km/10 km/ 21,1 km/ 42,2? 5 km/ 26:07 10 Km/ 58:55 hálfmaraþoni/2:04:10

Lýstu þér sem hlaupara í einni setningu? Fékk smá aðstoð frá  einum góðum hlaupafélaga með þetta svar: Sá segir að ég sé samviskusöm og sleppi aldrei úr æfingu.

Hvað hleypur þú mikið í hverri viku? Ég hleyp 3-4 sinnum, samtals um 20-30 km.

Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Er að reyna að koma inn styrktaræfingum, það er að takast ágætlega.

Eru sprettir eða interval æfingar í þinni æfingaáætlun? Já alltaf einu sinni í viku.

Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum? Að hlaupa undir tveimur tímum hálfmaraþon og halda áfram að vera dugleg að mæta.


Elín th. með hlaupavinkonum, Bertu og Auði eftir Reykjavíkurmaraþon.

Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Ójá hann Stefán Gíslason í Flandra. Hann er ótrúlega ráðagóður, frábær fyrirmynd og mjög hvetjandi.

Skráir þú niður æfingar þínar, ef svo er með hvaða hætti? Já Runkeeper og ætla að fara að skrá inn á hlaup.is líka.

Skoðar þú hlaup.is reglulega? Já mjög oft.

Ertu með hugmyndir til að bæta hlaup.is? Held að það sé allt sem þarf þar inni, frábær síða í alla staði.

Áttu einhverja skemmtilega sögu sem tengist hlaupunum? Sko.. þar sem ég er bara búin að hlaupa í ár þá verð ég að safna aðeins meira í sarpinn. Á vonandi eftir að lenda í ævintýrum á leiðinni.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is