Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Yfirheyrslur
23.7.2015
Yfirheyrsla: KatrÝn Lilja Sigur­ardˇttir ˙r Hlaupahˇp Stj÷rnunnar


Brosið er alltaf góður hlaupafélagi.

Katrín Lilja Sigurðardóttir, 32 ára efnafræðikennari við Háskóla Íslands er nýjasti hlauparinn til að taka þátt í Yfirheyrslunni. Dyggir lesendur hlaup.is kannast við Katrínu Lilju eftir að viðtal um þátttöku hennar í sænsku utanvegahlaupi, birtist á síðunni fyrir nokkrum misserum.

Þrátt fyrir að hafa í mörg horn að líta, verandi með stóra fjölskyldu og í krefjandi vinnu finnur Katrín Lilja ávallt tíma til að hlaupa. Helst hleypur Katrín með Hlaupahópi Stjörnunnar og Hlaupafélagi Akademíunnar en viðurkennir að fara stundum á æfingu með gömlu félögunum í Bíddu aðeins. Lesið yfirheyrsluna og kynnist fyrirmyndarhlaupara sem stekkur yfir allar hindranir, á hlaupum.

Fullt nafn: Katrín Lilja Sigurðardóttir.

Aldur: 32 ára.

Heimabær: Garðabær.

Fjölskylda: Unnusti minn heitir Kristján Páll Rafnsson og við eigum þrjú börn, Róbert 16 ára, Sumarrós 8 ára og Hólmfríði 7 ára.

Skokkhópur: Ég æfi með Hlaupahópi Stjörnunnar í Garðabæ og með Hlaupafélagi Akademíunnar sem hleypur frá Háskóla Íslands tvisvar í viku. Svo kíki ég stundum á æfingu hjá gamla hlaupahópnum mínum, Bíddu aðeins.

Hvenær byrjaðir þú að hlaupa? Í raun tók mig alveg fimm ár að "byrja" að hlaupa. Ég byrjaði eitthvað að rembast við hlaup vorið 2007. Þá var dóttir mín nýfædd en ég er einmitt mjög góð í að blása út á meðgöngu og barðist við afleiðingar þess. Sama haust tók ég þátt í mínu fyrsta 10 km hlaupi en fannst það svakalega erfitt og kom í mark á 68 mínútum. Kannski hafði það eitthvað að segja að ég var þá gengin nokkrar vikur með yngstu dóttur mína án þess að vita af því. Eftir að hún fæddist sýndi vigtin þriggja stafa tölu en næstu árin var nóg að gera við uppeldi og nám. Sumrin 2009-2011 reimaði ég stundum á mig hlaupaskóna, en það var mjög ómarkvisst. Svo gerðist það í júní 2012 að mér tókst að koma fyrst kvenna í mark í "Á meðan fæturnir bera mig", 5 km hlaupi um Öskjuhlíðina. Þarna kviknaði neistinn því ég hafði alltaf verið arfaléleg í öllum íþróttum en var svo allt í einu komin með BIKAR fyrir hlaup! Ég skráði mig fljótlega í hlaupahópinn Bíddu aðeins og þá var ekki aftur snúið. Það má því segja að ég hafi farið "all in" í hlaup sumarið 2012.

Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur? Það er í algjöru uppáhaldi að hlaupa nokkuð langt og fjölbreytt án þess þó að gera út af við mig. Ég myndi segja að 18 km sé uppáhalds vegalengdin mín.

Besti hlaupafélaginn? Ok, nú fatta ég að ég er ekkert sérlega tryggur hlaupafélagi. Ég á allavega engan "sannan hlaupavin", heldur marga hlaupafélaga. Best er auðvitað ef hlaupafélaginn er á svipuðu róli og maður sjálfur, er jákvæður og hvetjandi. Það er alltaf góður mórall í Hlaupahóp Stjörnunnar og hlaupafélagar mínir í HÍ eru eins og fjölskylda mín. Ég hef átt ansi marga hlaupafélaga en þeir sem hafa staðið uppúr eru Ásgeir Elíasson, járnmaður með meiru, Björn Gíslason og Sævar Helgi Bragason úr HÍ.

Hvar er skemmtilegast að hlaupa? Utanvega! Því fjölbreyttara, þeim mun skemmtilegra. Heiðmörk er í miklu uppáhaldi hjá mér. Já, og utanvegahlaup í Svíþjóð.

Hvenær sólarhrings er best að hlaupa? Ég er hressust um miðjan daginn. Þessi hefðbundni hlaupaæfingatími hentar mér langbest, þ.e. í hádeginu frá HÍ eða seinnipartinn frá Garðabænum. Morgunhlaupin eiga ekki mjög vel við mig, en þegar ég legg í þau vakna ég bara extra snemma til að vera orðin fersk þegar lagt er af stað. Ég myndi aldrei kjósa sjálf að hlaupa seint að kvöldi. Þegar ég keppi í Powerade vetrarhlaupunum eða Miðnæturhlaupinu bregði ég stundum á það ráð að leggja mig um daginn, borða hafragraut þegar ég vakna og hlaupa svo af stað.


Katrín Lilja gnæfir yfir Reykjavík.

Uppáhalds hlaupafatnaður? Ég er algjör merkjamella, gæti yfirleitt talið yfir fimm merki á mér hverju sinni. Ég hleyp nánast eingöngu í CWX buxum. Er oftast í CRAFT hlýrabol eða Brooks síðerma bol, Brooks jakka, CEP sokkum eða Compressor kálfahlífum, með CRAFT der eða eyrnahlífar. Á veturna klæðist ég líka Smartwool.

Hvernig hlaupaskó áttu? Ég reyni að eiga skó til skiptana og til að nota við mismunandi aðstæður. Nýju uppáhalds skórnir mínir eru Saucony IsoFit en aðrir skór sem ég hef hlaupið töluvert á og get mælt með eru Brooks (Ghost, Crit, PureFlow og PureConnect) og Asics Nimbus.


Yngri afkvæmi Katrínar stolt af afrekum móður sinnar.

Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu? Þrátt fyrir allan þennan búnað sem maður þykist þurfa þá er ódýrasti hluturinn sá allra mikilvægasti. Ég hugsa að ég myndi hreinlega sleppa hlaupaæfingu ef ég væri ekki með hárteygju.

Uppáhaldshlaup innan- og utanlands? Ég get eiginlega ekki gert upp á milli. Jökulsárhlaupið, Snæfellsjökulshlaupið og Gullspretturinn standa upp úr hérna heima. Það sama á við um erlendu hlaupin tvö sem ég hef tekið þátt í, Finalloppet í Gautaborg og Lidingöloppet í Stokkhólmi voru bæði stórkostleg.

Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Algjörlega á sumrin. Við kuldaboli erum sko ekki góðir vinir en ég hef reynt að glíma við hann með ullarföt að vopni.

Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? Ég veit ekki hvort er hægt að kalla það hlaup... en mig dreymir um að taka einhvern tímann þátt í keppni sem heitir Öloppet, en það er einhvers konar "Swimrun". Brautin er um 40 km löng og nær yfir 17 eyjar við Gautaborg og sjóinn milli þeirra. Maður hleypur yfir eyjarnar og syndir milli þeirra en sundið er í heildina um 5 km. Svo er annað "hlaup" sem mig langar svakalega að prófa. Það heitir Tjurruset og er 10 km drullu/hindrunarbraut í nágrenni Stokkhólms.

Hvað finnst þér best að borða fyrir keppnishlaup? Kvöldið fyrir keppni passa ég bara að borða ekkert mjög feitt eða sterkt og ekki of mikið. Morguninn fyrir hlaup borða ég hafragraut með eggi, rúsínum og banana. Eins og ég reyndar geri nánast á hverjum morgni.

Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Einu sinni hljóp ég alltaf með tónlist en nú gæti ég ekki hugsað mér það, nema bara þegar ég hleyp á hlaupabretti. Mér finnst félagsskapurinn á æfingum, stemningin í keppni og hljóðin í náttúrunni gefa mér miklu meira en tónlistin myndi gera.

Uppáhaldsorkudrykkur? Ég er mjög léleg að blanda þessa orkudrykki sjálf en drekk þá þegar þeir eru í boði í keppnishlaupum. Ég passa samt að fá mín sölt í löngu hlaupunum. Þá skelli ég Zero Neutral saltpillu í brúsann minn.

Besti matur eftir keppnishlaup? Þá get ég hreinlega borðað allt - og mikið af því! En svona strax eftir keppnishlaup finnst mér svakalega gott að fá heita súpu og þar eru margir hlaupahaldarar að standa sig mjög vel. Auðvitað má svo ekki gleyma að skella í sig einhverju próteinríku fljótlega eftir bæði keppnishlaup og æfingar.

Hvernig slakar þú á? Ég hef aldrei lært almennilega að slaka á. Ef ég er þreytt finnst mér bara best að sofa og get þá lagt mig í hálftíma. Ef ég er lúin í kroppnum finnst mér gott að synda og ef ég er extra þreytt fer ég í nudd.

Mesta afrek á hlaupabrautinni? Ég vil trúa því að bestu tímarnir mínir, bæði í 10 km og hálfmaraþoni mættu flokkast sem afrek. Allavega í samanburði við hvað ég var léleg þegar ég byrjaði að hlaupa.


Félagar í Hlaupafélagi Akademíunnar á góðri stundu.

Bestu tímar í 5 km/10 km/hálfmaraþoni/maraþoni? 2013 var árið mitt. Þá náði ég að hlaupa 5 km á 20:42, 10 km á 41:55 og hálfmaraþon á 1:36:32. Ég hef ekki enn lagt í heilt maraþon og mun ekki ná nægum þroska í þá andlegu þolraun á næstunni.

Hleypur þú eftir æfingaáætlun? Ég get ekki sagt það. Allavega engu persónulegu plani. Hlaupahópurinn er með áætlun og ég mæti á flestar æfingar. Þar fæ ég fjölbreytileikann en kílómetrafjöldi er mjög rokkandi hjá mér og æfingamagn er mjög í takt við annríki hjá mér hverju sinni. Hins vegar veit ég vel að æfingaáætlanir eru ekki til einskis. Ég fylgdi þéttri æfingaáætlun frá Sigga P. um nokkurra mánaða skeið árið 2013 og árangurinn lét ekki á sér standa.

Hvar hleypur þú helst? Núna í sumar hef ég hlaupið mest í Heiðmörk og þar sem ég hef verið á ferðinni hverju sinni. Ég elska að hlaupa nýjar leiðir og á nýjum stöðum en þá er kostur að hlaupa með einhverjum sem þekkir leiðina. Almennt hleyp ég mest í Garðabænum, oft flugvallarhringinn í Reykjavík eða á hlaupabrautinni á Kópavogsvellinum.

Hvað hleypur þú mikið í hverri viku? Þegar ég er á góðu róli hleyp ég fjórum sinnum í viku, samtals um 50 km. Æfingarnar eru fjölbreyttar. Hefðbundin vika væri sprettir á mánudegi, rólegt á þriðjudegi, brekkusprettir eða tempó á fimmtudegi og svo rólegt og aðeins lengra á laugardegi (15-20 km).

Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum? Ég á mér þann draum að ná mér aftur í fyrra horf. Fyrri hluta árs 2014 braust út í mér gigt sem hefur nú að öllum líkindum tapað í baráttunni við lyfin sem ég hef skóflað í mig seinustu mánuði, en ég þarf að taka þau áfram um nokkurt skeið. Hlaupaform mitt gjörsamlega dó en nú er ég vonandi aftur að komast á skrið og þakka fyrir hvern dag sem ég finn aukinn styrk eða bætingu. 


Heldur betur ánægð enda með pening um hálsinn.

Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Já, ég hef alltaf verið í einhvers konar styrktaræfingum og hef líka tekið tarnir í sundi, spinning og ýmsum hóptímum í ræktinni. Núna er ég komin í frábæra einstaklingsmiðaða styrktarþjálfun undir leiðsögn Hinriks Jóns Stefánssonar í Spörtu í Kópavogi. Í fyrsta sinn er ég að stunda styrktarþjálfun sem er sérsniðin að þörfum hlaupara. Við vinnum vel í kjarnaæfingum (core) og byggjum upp styrk í vöðvum sem maður notar við hlaup.

Eru sprettir eða interval æfingar í þinni æfingaáætlun? Algjörlega. Ekkert hardcore samt og ég hef aldrei prufað gaddaskó. Í hlaupahópi Stjörnunnar eru sprettæfingar einu sinni í viku.

Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Ég þekki margar konur sem eru virkilega góðir hlauparar, hafa æft markvisst og uppskorið góðan árangur eftir því. Tvær eru áberandi góðar hlaupafyrirmyndir því þær virðast knúnar áfram af hamingu og hafa ótrúlega góð áhrif á alla í kringum sig. Þetta eru Gunnur Róbertsdóttir og Halldóra Gyða Proppé.

Skráir þú niður æfingar þínar, ef svo er með hvaða hætti? Já af hverju væri maður annars að þessu? Lengi vel notaði ég Endomondo, en nú nota ég Garmin Connect og er að fikra mig áfram í Strava. Ég hef því miður aldrei fundið forrit sem hentar mér fullkomlega. Kannski af því að ég er svo mikill tölfræðiperri og langar oft að sjá nánari greiningar á árangri, hraða og tíma.

Skoðar þú hlaup.is reglulega? Mjög reglulega. Þessi síða skiptir öllu máli fyrir hlaupasamfélagið! Skráningar og hlaupadagskráin eru auðvitað ómissandi. Svo skoða ég flest úrslit, ársbesta listana og hef gaman af myndunum.

Ertu með hugmyndir til að bæta hlaup.is? Það er lítið sem hægt er að bæta. Allavega ekkert sem mig vantar.


Katrín Lilja getur staðfest að það er ansi erfitt að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoni í risastórum minion búning.

Áttu einhverja skemmtilega sögu sem tengist hlaupunum? Í ágúst 2014 tók ég þátt í 10 km í Reykjavíkurmaraþoni. Þá hafði ég glímt við liðagigt í nokkra mánuði og vissi að ég átti ekki séns á að ná góðum tíma. Ég vildi nú samt vera með og í einhverju flippkasti leigði ég mér risastóran gulan minion búning og ákvað að hlaupa í honum.

Ég bjó þannig um búninginn að það var ekki hægt að sjá andlit mitt með góðu móti enda vildi ég sko ekki að nokkur maður yrði vitni að því hvað ég myndi hlaupa hægt. Ég fékk far með vinkonu minni í bæinn og var í karakter alveg frá því ég steig úr bílnum. Það var heitt í veðri og ég var farin að svitna vel strax í upphituninni. Ég vissi ekki alveg hvar ég átti að stilla mér upp í startinu en minnir að það hafi verið í ca 60 mínútna hólfinu. Þótt ótrúlegt megi virðast hélt ég ágætis hraða framan af, um 5:15 /km. Upplifunin var vægast sagt stórkostleg. Allir klöppuðu extra mikið fyrir mér og þessi gula hlaupandi vera gladdi mjög börnin sem stóðu á hliðarlínunni.

Eftir um 8 km var loftið inni í búningnum orðið verulega heitt og fúlt, ég var vel sveitt og komin með svakaleg nuddsár á axlirnar og þar má enn sjá ljótt ör til minningar um þetta afrek. Ævintýrinu var sko aldeilis ekki lokið þegar ég kom í mark því ég fann ekki farið mitt heim og endaði sem skemmtikraftur fyrir börnin á túninu fyrir framan MR. Loks tók ég strætó heim í búningnum, en sem betur fer er frítt í strætó á þessum degi. Annars hefði ég þurft að ganga um og sníkja klink.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is