Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Yfirheyrslur
29.7.2015
Yfirheyrsla: Sˇlborg ١ra Ingjaldsdˇttir ˙r Skokkhˇpi ┴lftaness.


Einbeitingin leynir sér ekki hjá Sólborgu í RM 2014.

Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir úr Skokkhópi Álftaness er í Yfirheyrslunni að þessu sinni. Hún er ein þeirra fjölmörgu kvenna og karla sem ná að sameina vinnu, stóra fjölskyldu og krefjandi hlaupaæfingar.

Eftir að hafa hlaupið óreglulega um skeið hóf Sólborg að æfa af alvöru vorið 2013 undir handleiðslu Sigga P. Framfarirnar létu ekki á sér standa og hungrið jókst, reyndar örlítið of mikið á tímabili eins og lesa má hér að neðan. Það er alltaf gaman að lesa um hlaupara eins og Sólborgu sem ná að tileinka sér lífstíl hlauparans aðeins seinna en margir aðrir. Gjörið svo vel.

Fullt nafn: Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir.

Aldur: 44 ára.

Starf: Hjúkrunarfræðingur.

Heimabær: Álftanes, Garðabær.

Fjölskylda: Gift Einari Geir Hreinssyni, lyfjafræðingi. Eigum saman fjögur börn, Marvin 24 ára, Ingu Rut 17 ára, Snædísi Höllu 15 ára og Steinunni Marín 8 ára. Svo bætist við hundurinn Moli og sex hestar.

Skokkhópur? Skokkhópur Álftaness.

Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur? 21.1 km.

Hvar er skemmtilegast að hlaupa? Bessastaðanesið á björtum stilltum sumarmorgni og svo er Heiðmörkin alveg hreint frábær.

Hvenær byrjaðir þú að hlaupa? Hef skokkað af og til um langt skeið. Vorið 2013 hafði ég samband við Sigga P og skráði mig í framhaldinu í Skokkhóp Álftaness. Tók síðan þátt í fyrsta hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni um haustið. Eftir það var ekki aftur snúið því hlaupabakterían hafði gripið mig.

Hvenær sólarhrings er best að hlaupa? Á morgnanna.

Besti hlaupafélaginn? Get ekki gert upp á milli félaga minna í Skokkhópi Álftaness, þau eru öll svo frábær, jákvæð, styðjandi og góðir vinir. Í fyrra hljóp ég aðallega með körlum og græddi heilan helling af því að reyna að hanga í þeim og þakka því framfarir mínar það árið. Til mikillar gleði hafa bæst í hópinn margar frábærar konur, einhverjar þeirra höfum við veitt í net á hlaupum okkar um nesið en aðrar hafa skilað sér inn eftir byrjandanámskeið sl. vor. Hópurinn er allur að þéttast og fésbókin góða hefur líka hjálpað heilmikið með öll samskipti. Svo hefur hann Diddó hlaupaforingi leitt starf SÁ með miklum ágætum og haldið úti æfingum allt árið um kring án þess að krefjast krónu. Eigum við SÁ meðlimir honum mikið að þakka. En stór partur af gleðinni við hlaupin er útivera í þessum góða félagsskap. 

Uppáhalds hlaupafatnaður? Má segja að Nike hlaupabuxurnar séu í uppáhaldi, ég er líka mjög hrifin af Brooks fatnaðinum.  

Hvernig hlaupaskó áttu? Margar tegundir, Adidas Ultra Boost. Asics Nimbus, Saucony og Newton.

Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu? Jákvætt hugarfar.

Uppáhaldsbúnaður tengdur hlaupum? Garmin úrið mitt og ipod minn.

Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninn fyrir keppnishlaup? Pasta kvöldið fyrir hlaup. En ristabrauð með sultu, kaffi og banana um morguninn.


Sólborg og félagar í Skokkhópi Álftaness með hnefann á lofti.

Uppáhaldshlaup innan- og utanlands? Hef einungis tekið þátt í götuhlaupum hér í bænum, en Reykjavíkurmaraþon stendur upp úr. Víðavangshlaup ÍR sl. vor heppnaðist líka mjög vel. Hef enn ekki afrekað þátttöku í erlendu hlaupi en ég mun gera bragabót á því í haust, en þá ætlum við 18 meðlimir SÁ að taka þátt í mismunandi vegalengdum í Amsterdam maraþoni. Þetta er algjörlega ný reynsla fyrir mörg okkar en mikil tilhlökkun ríkir í bland við smá spennu.

Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? Sjáum til eftir Amsterdam.

Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Já ég hleyp oftast með tónlist og get ekki án þess verið í götuhlaupum. Upplifi sem tónlistin komi mér í gírinn og dreifi athyglinni frá streituvöldum í kringum mig. Tónlistin er af margvíslegum toga þá aðallega danstónlist s.s. Bee Gees, Michael Jackson, Pharrell Williams, Baggalútur, Helgi Björns, Retro Stefson o.f.l. 


Á ferðinni í Heilsuhlaupinu enda skín ferskleikinn af Sólborgu.

Uppáhalds orkudrykkur? Hámark er auðvelt að grípa með og gott að renna niður eftir átökin. Í löngu hlaupunum er ég hrifin af IsoGelinu, þessu vatnsþynnta frá Afreksvörum.

Besti matur eftir keppnishlaup? Bláberjaskyr með ferskum bláberum.

Hvernig slakar þú á? Tónlist, yoga, langar að verða voða fær í "mindfullness" en þarf líklegast að fara í miklar æfingar til að ná árangri þar.

Mesta afrek á hlaupabrautinni? Fyrsta hálfmaraþonið í Reykjavíkurmaraþon sl. haust. Hljóp tæplega 5 mín hraðar en ég hafði áætlað í byrjun.

Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Á vorin þegar gróðurinn lifnar við og tilhlökkun fyrir sumrinu hefst.

Bestu tímar í 5 km/10 km/hálfmaraþoni/maraþoni? (22:00), (45:25) og (1:40:33).

Hleypur þú eftir æfingaáætlun? Já, núna hleyp ég eftir æfingaáætlun frá Sigga P.

Hvar hleypur þú helst? Á Bessastaðanesinu, Álftanesveginum, Ásahverfinu og Garðaholtinu.

Lýstu þér sem hlaupara í einni setningu? Samviskusöm, dugleg, metnaðarfull  kröfuhörð og stundum óþarflega vonsvikin.

Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Fer einstaka sinnum í Hot Yoga og sl. vetur sóttum við SÁ hópurinn styrktaræfingar hjá Hinriki Stefánssyni. Virkilega góðar og nauðsynlegar æfingar með hlaupunum, mæli með þessu prógrammi hans.


Sólborg er dugleg að taka þátt í almenningshlaupum með félögum sínum í Skokkhópi Álftaness.

Hvað hleypur þú mikið í hverri viku? Æfi  4- 5 x í viku, hleyp um 10 til 21 km  ca. 1-2 klukkustundir í senn.

Eru sprettir eða interval æfingar í þinni æfingaáætlun? Jú, við SÁ meðlimir tökum sprettæfingar á mánudögum í bland við fartleiki. Við tökumst á við aðstæður og veðurskilyrði eins og þau mæta okkur hér. Sprettirnir eru ýmist teknir á Sóta reiðvellinum eða í Sótabrekkunni, þeirri einu á Álftanesinu og svo er það Skátahringurinn góði sem er 800 metrar. Hef aðeins kíkt á sprettæfingar hjá Sigga P í Laugardalnum þar er sko tekið á en maður reynir að þrauka og vera á sínum forsendum. Allur þessi ákafi og pína á víst að skila sér að lokum, því er mikils virði að leggja þetta á sig og venja hugann við átökin.

Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum?   Skammtímamarkmið mitt er að halda dampi og æfa samkvæmt prógrammi. Ég hef alltaf sagt að hlaupin geri mig hamingjusamari og það eitt ætti að vera rosalega fínt markmið en svolítið huglægt. En ég viðurkenni fúslega að bæting í einhverju hlaupi á þessu ári myndi gera mig enn hamingjusamari. Langtímamarkmið er að halda áfram að hlaupa og  halda í gleðina. Hlúa vel að styrknum og komast hjá meiðslum.

Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Fyrirmyndir á mínum aldri eru að verða ansi margar hér á landi, ég lít upp til allra þessara kvenna sem tekst að flétta hlaupin inn í daglega rútínu samhliða annasömum störfum og fjölskyldulífi. Konur sem hafa skýr markmið, eru ákveðnar, hugsa í lausnum en ekki í hindrunum, eru jákvæðar og tekst að fletta þennan góða lífstíl inn í líf sitt og ná árangri í bónus við bætt heilbrigði og vellíðan.  

Skráir þú niður æfingar þínar, ef svo er með hvaða hætti? Garmin bókhaldið býður upp á fjölbreytta möguleika á að skoða hlaup sín ítarlega en ég fylli einnig samviskusamlega út í Excel bókhaldið fyrir Sigga P.

Skoðar þú hlaup.is reglulega? Já, orðin fastur punktur í tilveru manns.

Ertu með hugmyndir til að bæta hlaup.is? Mér finnst utanumhaldið til fyrirmyndar.

Áttu einhverja skemmtilega sögu sem tengist hlaupunum? Já, nokkrar en kannski fæstar frásögur færandi. Eins og gengur var það alveg ný reynsla árið 2013 að taka þátt í keppnishlaupi og Reykjavíkurmaraþon var vissulega mjög stórt og mikið verkefni. Mér kveið alveg svakalega fyrir þessu og veitti ekki af góðum ráðum frá Sigga P sem veitti mér góð ráð varðandi markmiðasetningu. En ég vildi komast 10 km á um 50 mín. Eins reynslumikill og Siggi er og hreinskilin í svörum kom hann því pent að við mig að líklegast þyrfti ég að léttast um 2-3 kg til að ná því markmiði.

Ég vissi að þetta var rétt en ákvað að láta þetta svar eins og vind um eyru þjóta og komast í gegnum hlaupið á 50 mín hvað sem það kostaði. Eftir um 7 km átök í hlaupinu var ég farin að finna fyrir kuli á höfði, smá rugli og sjóntruflunum en hélt samt áfram eins og fjandinn væri laus. Ég kom í mark á 50:07, nær dauða en lífi og þurfti að leggjast niður rétt við marklínuna með fætur upp í loft og láta bera í mig vökva og sykur.


Peningur um hálsinn er alltaf góð tilfinning eftir hlaup.

Það má segja að þessi persónulegi sigur hafi vakið hjá mér alvöru áhuga fyrir keppnishlaupum þó aðferðin hafi verið frekar óskynsamleg. Ég mæli ekki með því við neinn að ganga svona nærri sér í hlaupum og fara frekar eftir faglegum ráðleggingum.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is