Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Yfirheyrslur
19.11.2015
Yfirheyrsla: SŠmundur Ëlafsson ˙r ═R


Sæmundur fagnar einum af mörgum sigrum í Laugardalnum.

Viðmælandi hlaup.is í Yfirheyrslunni þessa vikuna er ekki af verri endanum, Sæmundur Ólafsson er einn af efnilegustu og bestu millivegalengdarhlaupurum landsins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi kraftmikli Seltirningur verið áberandi í íslenska hlaupaheiminum í nokkur ár.

Sæmundur hleypur undir merkjum ÍR-inga en þegar hann er ekki í hlaupaskónum fræðist hann um líkamann í Háskóla Íslands þar sem hann leggur stund á nám í sjúkraþjálfun. Kynnumst Sæmundi nánar.

Fleiri Yfirheyrslur á hlaup.is

Nafn: Sæmundur Ólafsson.

Aldur: Nýorðinn tvítugur.

Heimabær: Hef búið alla mína ævi á Seltjarnarnesi.

Skokkhópur: Ég hef æft hlaup hjá ÍR frá því ég var 16 ára og þjálfari minn heitir Gunnar Páll Jóakimsson.

Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur? Ég hef verið að æfa styttri vegalengdir á brautinni síðastliðinn ár og þá sérstaklega fyrir 800-3000 metra en mér finnst skemmtilegast að hlaupa 1500 metra.

Hvenær sólarhrings er skemmtilegast að hlaupa? Mér finnst þægilegast að hlaupa fyrripart dags eins og kl. 10 að morgni.

Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Það er klárlega skemmtilegast að hlaupa á sumrin og þá úti við í góðu veðri.

Besti hlaupafélaginn? Það er engin spurning að bestu hlaupafélagarnir eru meðlimir Team Nessins en annars eru meðlimir ÍR undantekningalaust góðir æfingafélagar!

Uppáhalds hlaupafatnaður? Adidas er klárlega uppáhalds íþróttavörumerkið mitt.

Hvernig hlaupaskó áttu? Ég hleyp einungis í Adidas skóm og eru þeir búnir að virka vel fyrir mig. Sú skótýpa sem er í uppáhaldi nefnist Ultra Boost.

Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninn fyrir keppnishlaup? Ég borða mjög kolvetnaríkan mat daginn fyrir hlaup. Svo hef ég vanið mig á að neyta tveggja brauðsneiða með banana og smjöri og drukkið eplasafa 2-3 tímum fyrir hlaup. En auðvitað er það persónubundið hvað hentar hverjum og einum.


Þrír fræknir, Arnar Pétursson, Kári Steinn og Sæmundur.

Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Það kemur fyrir að ég hlusti á tónlist þegar ég hleyp og þá helst í löngu „recovery" hlaupunum.

Uppáhaldsorkudrykkur? Powerade er uppáhalds íþróttadrykkurinn minn.

Hvernig slakar þú á? Ég slaka á með því að fara í golf, horfa á sjónvarpsþætti og eiga góðar stundir með vinum og fjölskyldu.

Mesta afrek á hlaupabrautinni? Mín helstu íþróttaafrek eru Íslandsmet innanhúss í 1500  og 3000 metra hlaupi í aldursflokknum 20 ára og yngri.


Fremstur meðal jafningja í æfingaferð á suðrænum slóðum.

Bestu tímar í 5 km/10 km/hálfmaraþoni/maraþoni? Minn besti tími í 5 km er 15:40, náði þeim tíma árið 2013 og tel mig eiga mikið inni þar. Einnig tel ég mig eiga að geta bætt tíma minn í 10 km en þar er minn besti tími 33:09.

Hleypur þú eftir æfingaáætlun? Ég hleyp eftir prógrammi sem Gunnar Páll setur fyrir en það tekur breytingum á milli vikna.

Hvar hleypur þú helst? Ég hleyp einkum í Laugardalnum en þar æfi ég með ÍR sex sinnum í viku en á sunnudögum hleyp ég gjarnan um Seltjarnarnesið enda mjög fallegt svæði.

Lýstu þér sem hlaupara í einni setningu? Ég myndi lýsa mér sem metnaðarfullum millivegalengdarhlaupara.

Hvað hleypur þú mikið í hverri viku? Ég hleyp átta sinnum í viku á uppbyggingartímabilinu og þá um 100 km en þegar best lætur hleyp ég 150 km. Þegar keppnistímabilið hefst hleyp ég aftur á móti minna enda markmiðið að vera þá úthvíldur og ná sem bestum árangri.

Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Ég var í fótbolta frá sex ára aldri en hætti í tíunda bekk þegar ég sá „ljósið" og byrjaði að stunda hlaup af krafti. Ég lyfti tvisvar í viku eftir prógrammi sem Þorkell, þjálfari hjá ÍR, setur fyrir og hefur það hjálpað mikið við að styrkja mig sem hlaupara. 

Eru sprettir eða interval æfingar í þinni æfingaáætlun? Æfingarnar mínar byggjast mjög mikið á sprettum og „intervali" en ég tek þrjár sprett/interval æfingar í viku en síðan tek ég tvær „threshold" æfingar í viku sem eru lengri sprettir á 10 kílómetra hraða.

Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum? Mitt helsta markmið er að festa mig í sessi í landsliðinu en einnig væri algjör snilld að komast á stórmót.

Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Mér finnst hlauparinn Mo Farah algjör nagli og lít ég upp til hans, enda ekki skrítið af þeirri ástæðu að hann lendir oftar en ekki í fyrsta sæti í þeim hlaupum sem hann tekur þátt í.


Sigri fagnað í 5 km hlaupi í Brúarhlaupinu.

Skráir þú niður æfingar þínar? Ég skrái æfingarnar mínar í hlaupahandbókina, sem þjálfarinn minn Gunnar Páll hefur gefið út.

Skoðar þú hlaup.is reglulega? Ég skoða hlaup.is reglulega til þess að athuga hvort að það sé ekki að styttast í einhver áhugaverð hlaup sem er nær alltaf raunin, ekki síst á sumrin.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is