Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
23.6.2017
Virkar "compression" b˙na­ur?

comp
Compression búnaður er vinsæll á meðal hlaupara.

Svokallaðir þrýstingssokkar og legghlífar ("compression" búnaður) hafa notið töluverðra vinsælda hjá hlaupurum á seinni árum. En slíkir aukahlutir hafa ekki jákvæð árhrif á árangur hlaupara ef marka má rannsókn Ohio háskóla í Bandaríkjunum. En aðrar rannsóknir hafa sýnt að slíkir sokkar hafa jákvæð áhrif séu þeir notaðir eftir æfingar og flýta endurheimt.

Í rannsókninni voru hlauparar látnir hlaupa á hlaupabretti í 30 mínútur á 80% álagi. Í kjölfarið og fyrir átök voru hlaupararnir rannsakaðir í bak og fyrir, bæði þeir er klæddust þrýstingssokkum og samanburðarhópur.

Hingað til hafa margir talið að titringur við höggið þegar hlaupari stígi í fótinn geti valdið sliti í vöðvum. Hinir sömu hafa sagt að með því minnka þennan titring gætu hlauparar hlaupið lengur og hraðar. Samkvæmt rannsókninni þá minnkar vissulega titringurinn en notkun sokkanna hafði hinsvegar ekki áhrif á frammistöðu hlauparana.

Prófessor við St. Mary háskóla í London, Dr. Jessica Hill segist þess fullviss að þrýstingssokkarnir geri ekki neitt gagn. Sú skoðun sé byggð á fræðilegum rannsóknum. Að þrýstingssokkarnir auki blóðflæði og þar með upptöku súrefnis er eitthvað sem hefur aldrei verið vísindalega sannað að sögn Hill.  

En á móti kemur að þrýstingssokkarnir og annar viðlíka búnaður koma að góðum notum eftir æfingar, þeir geta dregið úr bólgumyndun og þar með líkum á meiðslum. Þetta staðhæfir Dr. Florian Engel hjá Heidelberg háskóla í Þýskalandi.

Rannsóknirnar sem vitnað er til hér að ofan eru eflaust ekki hinn stóri sannleikur þegar kemur að "compression" búnaði en hann er þarft innlegg í þá umræðu. Forvitnilegt væri að heyra reynslusögur frá íslenskum hlaupurum sem notast hafa við "copmpression" búnað og hvort þeir telji hann gera gagn. Við hvetjum íslenska hlaupara til að senda okkur línu á heimir@hlaup.is með reynslusögum.

Heimild: The Guardian.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is