Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
1.3.2018
Laugavegsnßmskei­ hlaup.is framundan

Ætlar þú að fara Laugaveginn í ár ? Tíunda árið er hlaup.is og Sigurður P. Sigmundsson fyrrum Íslandsmethafi í maraþoni með undirbúningsnámskeið fyrir Laugaveginn, sem hefst 5. mars með fundi um Laugavegshlaupið og uppbyggingu og skipulag námskeiðsins. Þú æfir í góðum hóp en ert í raun í einkaþjálfun með þína eigin æfingaáætlun, sérsniðna að þér, getu þinni og markmiðum. Komdu í hópinn með okkur og við tryggjum þér skemmtilega vegferð í undirbúningi og hlaupinu sjálfu. Þjálfarar eru Sigurður P. Sigmundsson og Torfi H. Leifsson. Skráning og nánari upplýsingar á hlaup.is.

Árlegur fjöldi hingað til hefur verið á bilinu 30-40 manns og hafa þátttakendur lokið hlaupinu á bilinu 5:00 klst til 9:00 klst. Námskeiðið hentar því fólki á öllum aldri og af mismunandi getustigum. Tekið er mið, í persónulegum áætlunum, af getu hvers og eins og áætlanir sniðnar að markmiðum hvers hlaupara, mánuð í senn.  Allir hafa náð góðum árangri, hver á sinn hátt, en fyrst og fremst er lögð áhersla á að fólk hafi ánægju af þessu verkefni, bæði undirbúningnum og hlaupinu sjálfu.

Athugið að hlauparar þurfa að vera skráðir í Laugavegshlaupið.

Námskeiðið hefst með undirbúningsfundi mánudaginn 5. mars kl. 20:00 í fyrirlestrarsal á 3. hæð í húsi ÍSÍ í Laugardalnum (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands íþróttamiðstöðinni Laugardal, sjá staðsetningu á ja.is).

Í undirbúningnum felst eftirfarandi:

  • Persónuleg áætlun allan tímann, en til 4 vikna í senn, sem tekur mið af fyrri hlaupareynslu, meiðslum, núverandi stöðu og fleiru.
  • Farið verður sérstaklega í styrktaræfingar sem nýtast fyrir Laugavegshlaupið.
  • Ein samæfing í miðri viku á miðvikudögum. Í Laugardalnum fram í miðjan apríl en eftir það í Laugardalnum, Heiðmörk og víðar.
  • Ráðgert er að fara sameiginlega í nokkrar fjallaæfingar (Esjan, Hengillinn, Helgafell) í maí og júní.
  • Fyrirlestur í upphafi þar sem farið verður yfir alla þætti í undirbúningi, æfingarnar, útbúnað og fleira.
  • Afsláttur af ýmsum hlaupavörum.
  • Aðgangur að þjálfurunum allan tímann í tölvupósti og/eða í síma.
  • Farið yfir ýmsa þjálffræðilega þætti og frekari undirbúning á æfingum.
  • Fyrirlestur einni viku fyrir Laugaveginn þar sem farið verður yfir lokaundirbúninginn.
  • Öllum sem taka þátt í námskeiðinu verður fylgt eftir í Laugavegshlaupinu. Þjálfarar verða til staðar við upphaf hlaups og taka á móti öllum við endamarkið

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is