Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
1.10.2018
ElÝsabet kom fyrst kvenna Ý mark eftir 400 km


Elísabet vel búin í Gobe eyðimörkinni.

Elísabet Margeirsdóttur var rétt í þessu að koma í mark í 400 km utanvegahlaupi í Gobe eyðimörkinni í Kína.

Þessi stórkostlega ofurkona kom fyrst kvenna í mark í hlaupinu og hafnaði í níunda sæti alls. Elísabet kom í mark á 96 klst og 48 mínútum. Samkvæmt upplýsingum hlaup.is er Elísabet fyrsta konan til að klára Gobe hlaupið á undir 100 klukkustundum. 

Bara það að sigrast á áskoruninni sem um ræðir er ekkert minna en stórkostlegt en að koma fyrst kvenna í mark og ná á topp tíu í heildina er gjörsamlega magnað afrek.

Það er alveg ljóst að með þessum árangri er Elísabet enn frekar að stimpla sig inn sem utanvegahlaupari á hæsta stigi í heiminum.

Ekki stikuð leið
Eins og fjallað var um í frétt á hlaup.is var hlaupaleiðin í eyðimörkinni ansi fjölbreytt, þéttur sandur í bland við grýtt undirlag og allt þar á milli. Þá er hlaupaleiðin ekki merkt, heldur þurftu Elísabet og aðrir keppendur að notast við GPS tækni til að komast leiðar sinnar.

Þá var töluverður hitamunur á milli dags og nætur á hlaupaleiðinni sem er önnur mikil áskorun fyrir hlaupara í svona keppni. Á kafla fraus vatnið í flöskunum sem Elísabet var með á sér auk þess sem hún var klædd í þrennar buxur, ótal lög að ofan, dúnúlpu og góðum jakka yfir. En á daginn var oft á tíðum þægilegt hitastig.

Ofsjónir og þvoglumælgi
Á Fésbókarsíðu Elísabet mátti grannt fylgjast með gangi mála alla leiðina, hlaupurum til mikillar gleði. Þar mátti lesa að Elísabet var í tiltölulega góðum málum alla leiðina ef tekið er mið af aðstæðum. Það er til marks um hversu gríðarleg þrekraun þetta hlaup er að Elísabet var á tímabili farin að sjá ofsjónir og vera þvoglumælt. Slíkt má þó ekki síður skýra af svefnleysi en líkamlegri áreynslu.

Hlaup.is mun á allra næstu dögum birta viðtal við Elísabetu um þetta ótrúlega afrek.

Hér að neðan má sjá myndir sem Elísabet tók á ferðum sínum um Gobe eyðimörkina. Sannarlega fjölbreytt landslag en ekki síður krefjandi.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is