Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
17.3.2019
Arnar PÚtursson bŠtti sig Ý hßlfmara■oni Ý Pˇllandi


Arnar sáttur með bætingu í Gdynia í morgun.

Arnar Pétursson bætti sinn besta tíma í hálfmaraþonu í Gdynia í Póllandi í morgun. Arnar hljóp á tímanum 1:07:13 (óstaðfestur tími) en átti áður 1:07:29 frá því í Valencia fyrir ári síðan. Á Instagram síðu sinni segir Arnar; „BÆTING í hálfu maraþoni. Á endalaust mikið inni en djöfull var þetta gott. Vissulega hljóp ég einn allt hlaupið, vindur upp á 9m/sek, brautin ekki beint flöt og ég að klára 170km viku en að ná samt í bætingu er geggjað. Hleyp 1:06:?? í næsta hlaupi. Aðalmarkmiðið er ennþá maraþon 7.apríl í Rotterdam og þetta er fullkomið innlegg. ."  

Að hlaupa á þessum tíma við ekki hagstæðari aðstæður eftir þunga æfingaviku gefur vísbendingar um að Arnar á inni fyrir enn frekari bætingu. Hlaupið í Gdynia var einkar sterkt en Norðmaðurinn stórkostlegi Sondre Moen kom fyrstur í mark  á 1:01:18. Dyggir lesendur hlaup.is muna kannski eftir pistli Stefáns Gíslasonar um Sondre Moen frá árinu 2017, athyglisverð lesning það.

Þess má geta að Kári Steinn Karlsson á Íslandsmetið í hálfu maraþoni, 1:04:55 frá því í Berlín 2015. Kári Steinn bætti umrætt Íslandsmet í þriðja skipti í Berlín 2015 en metið var áður í eigu Sigurðar P. Sigmundssonar (1:07:09) í 25 ár.

Í samtali við hlaup.is fyrir tveimur vikum sagðist Arnar einmitt stefna að því að bæta tíma Sigurðar P., það tókst ekki að þessu sinni. Í þessu sambandi ber þó að nefna að þá stefndi Arnar á að hlaupa hálfmaraþon í Haag sem var frestað um síðustu helgi. Það riðlaði vissulega viðkvæmri dagskrá Arnars sem um þessar mundir er fyrst og fremst að horfa til maraþons í Rotterdam þann 7. apríl næstkomandi.

 Mynd: Instagram síða Arnars Péturssonar.

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is