Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
25.3.2019
Hlynur bŠtti 36 ßra gamalt ═slandsmet Ý 10 km hlaupi


Hlynur á EM í utanvegahlaupum í Hollandi.

Hlynur Andrésson varð fyrstur Íslendinga til að hlaupa 10 km götuhlaup undir 30 mínútum þegar hann hljóp á 29:49 mín. í Parrelloop hlaupinu í Hollandi í gær. Hlynur kom 27. í mark, en Úgandabúinn Mande Buschendich bar sigur úr býtum á 27:56 mín.

Hlynur bætti þar með 36 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar í 10 km götuhlaupi. Íslandsmetið sem Jón setti í Þýskalandi árið 1983 var 30:11 mín. Hlynur á jafnframt Íslandsmetið í 10.000 m hlaupi á hlaupabraut. Það er 29:20,91 sett í Charlottesville í Bandaríkjunum í apríl í fyrra.

Þessi efnilegi hlaupari sem hefur undanfarin ár hlaupið mest á braut er farinn að færa sig í auknum mæli yfir í götuhlaup eftir að hafa lokið námi í Bandaríkjunum síðasta vor.

Til samanburðar má bæta við að Arnar Pétursson hljóp á sínum besta tíma 31:03 í 10 km hlaupi fyrr í mánuðinum, sem er rúmlega mínútu lakari tími en Hlyns.

24. mars gjöfull fyrir íslenska hlaupara.
Án þess að varpa skugga á afrek þessara tveggja framvarða íslenska hlaupasamfélagins skal ávallt hafa í huga að hlauparar geta verið á mismunandi stað í sínum æfingaprógrömmum. En eitt er ljóst að það verður fróðlegt að fylgjast með þessum frábæru hlaupurum í sumar, vonandi fáum við tækifæri til að sjá þá etja kappi hvor við annan í 10 km hlaupi eða öðrum vegalengdum. 

24. mars var svo sannarlega gjöfull íslenska hlaupasamfélaginu en ásamt Íslandsmeti Hlyns þá hlupu Arnar Pétursson og Elín Edda Sigurðardóttir frábær hálfmaraþon í gær með tilheyrandi bætingum.   

Hlynur á nú fjögur gild Íslandsmet í metaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Hann á Íslandsmetin í 5000 m hlaupi, 10.000 m hlaupi, 3000 m hindrunarhlaupi og nú í 10 km götuhlaupi.

Þessi frétt er birt með fyrirvara, ennþá á eftir að staðfesta Íslandsmet Hlyns af þar til bærum aðilum.

Frétt Hlaup.is um hálfmaraþon Elínar Eddu.
Frétt Hlaup.is um hálfmaraþon Arnars Péturssonar.

Heimild: Frjálsíþróttasambands Íslands.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is