Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
12.6.2019
ElÝn Edda og Vilhjßlmur me­ nřjan hla­varps■ßtt

Hlaupalífið podcast

Hlaupaparið Elín Edda Sigurðardóttir og Vilhjálmur Þór Svansson hleyptu nýlega af stað hlaðvarpsþættinum (podcast) „Hlaupalíf." Hugmyndin er að fjalla um hlaup frá ýmsum hliðum; t.d. æfingar, markmið, næringu, keppnishlaup, almenningshlaup svo eitthvað sé nefnt.

Elín Edda er ein albesta hlaupakona landsins um þessar mundir og á annan besta tíma íslenskrar konu í bæði heilu og hálfu maraþoni. Vilhjálmur er einnig mjög öflugur hlaupari og hefur reglulega verið ofarlega í sterkum almenningshlaupum í íslenska hlaupasamfélaginu undanfarin ár.

Frábærar viðtökur
„Viðtökurnar fóru langt fram úr okkar væntingum. Við fórum alveg blint í sjóin með þáttinn og vissum ekkert hver eftirspurnin væri fyrir þætti af þessari gerð. Það átti svo eftir að koma í ljós að eftirspurnin er mikil og erum við strax eftir útgáfu á fjórða þættinum komin með á þriðja þúsund hlustanir.

Við vorum fyrst og fremst að hugsa þessa þætti sem skemmtilegt gæluverkefni í tengslum við hlaup sem er okkar ástríða. Við getum talað endalaust um hlaup hvort við annað og hugsuðum þetta sem góðan vettvang til að kynnast betur fólki í íslensku hlauapsenunni, læra af öðrum og miðla okkar reynslu,“ segja Elín Edda og Vilhjálmur í samtali við hlaup.is.

Þau bæta við að íslenska hlaupasamfélagið hafi farið mjög stækkandi undanfarin ár og innan þess hóps sé mjög fjölbreyttur hópur fólks á öllum aldri. „Við viljum nýta það og vonandi getum við með þessum hætti stuðlað að frekari hlaupaiðkun og veitt fólki innblástur til að reima á sig hlaupaskóna og fara af stað!“

Vilja ná til sem flestra með fjölbreytri umfjöllun
Um efnistök segir hlaupaparið að að allt tengt hlaupum komi til greina. „Hugmyndirnar eru óteljandi og við viljum að þátturinn höfði til sem flestra í hlaupaheiminum. Stundum viljum við fjalla um sértæk málefni í tenglsum við hlaup, svo sem meiðsli, næringu og andlegu hliðina, en viljum einnig heyra einstaklingsmiðaðar sögur frá áhugaverðum einstaklingum, fjalla um einstök hlaup og fyrirmyndir í hlaupaheiminum,“ segja þáttastjórnendur full af metnaði.

Það er ástæða til að fagna því að umfjöllun um hlaup sé kominn á hið vinsæla hlaðvarpsform hér á landi. Nú er bara um að gera að setja í eyrun og byrja að hlusta hvort sem er á hlaupum eða við uppvaskið heima.

Þau Elín Edda og Vilhjálmur hvetja alla til að hlusta og eru einnig opin fyrir tillögum að umfjöllunarefnum. Hugmyndir má senda á hlaupalif@gmail.com eða inn á fésbókarsíðu þáttarins.

Hlaðvarpið má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einnig má hlusta á þættina hér að neðan.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is