Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
9.6.2019
Anna og Sigurjˇn fyrst ═slendinga ß HM Ý utanvegahlaupum

Nafn Tími Sæti/heild Sæti/kyn
Karlar      
Sigurjón Ernir Sturluson 04:29:49 126 113
Ingvar Hjartarson 04:31:06 130 116
Örvar Steingrímsson 04:43:50 169 140
Þorbergur Ingi Jónsson DNF    
Konur      
Anna Berglind Pálmadóttir 05:17:04 262 80
Rannveig Oddsdóttir 05:23:08 279 93
Melkorka Árný Kvaran 05:39:00 314 121
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir 05:56:11 332 136

Íslenska landsliðið stóð sig frábærlega á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fór fram laugardaginn 8.júní í Miranda do Corvo í Portúgal.  Hlaupið var um 44km með 2200 metra hækkun í mjög krefjandi landslagi og töluverðum hita. Þátttakendur voru um 450 frá 50 löndum.

Árangurinn vonum framar
Frjálsíþróttasamband Íslands sendi 8 hlaupara á mótið , fjóra af hvoru kyni ásamt fylgdarliði.  Árangur liðsins var vonum framar og ljóst að mikil gróska er í utanvegahlaupum á Íslandi sem er að skila sér í sterkari hlaupurum sem hafa fullt erindi í keppni við þá bestu í heiminum.

Íslenska kvennaliðið var skipað þeim Önnu Berglindi Pálmadóttur , sem var fyrst íslenskra kvenna í mark, Rannveigu Oddsdóttur, Melkorku Árný Kvaran og Þórdísi Hrafnkelsdóttur. Kvennaliðið náði mjög góðum árangri á mótinu og kláruðu þær allar hlaupið.  Anna Berglind og Rannveig voru meðal 100 efstu kvenna í mark á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en Melkorka kom næst á eftir þeim einnig á sínu fyrsta móti. Íslenska kvennaliðið endaði í 22 sæti í liðakeppninni sem verður að teljast mjög gott enda saman komnar á þessu móti helstu atvinnumenn í greininni. 

Íslenska karlaliðið var reynslumikið og skipað þeim Þorbergi Inga Jónssyni, Sigurjóni Erni Sturlusyni, Ingvari Hjartarsyni og Örvari Steingrímssyni.  Hlaupið fór vel af stað fyrir þá alla en Þorbergur Ingi, okkar allra sterkasti og reynslumesti utanvegahlaupari, slasaðist illa á hné í brautinni og varð að hætta keppni eftir um 16km.  Þeir Sigurjón, Ingvar og Örvar sigldu allir í mark þar sem Sigurjón var rúmri mínútu á undan Ingvari sem þreytti þarna sína fraumraun á heimsmeistaramóti, greinilega mikið efni þar á ferð. Örvar rak síðan smiðshöggðið á mjög góðan árangur karlaliðsins og tryggði íslenska karlaliðinu 28 sæti í liðakeppninni.

Bæði lið stóðust kröfur í liðakeppni
Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum er bæði einstaklings- og liðakeppni landsliða. Til að telja í liðakeppninni þá verður viðkomandi land að skila 3 hlaupurum af hvoru kyni í mark.  Það gerðu íslensku keppendurnir með stæl en það var alls ekki sjálfgefið, því töluvert var um aföll í brautinni enda var hún bæði hröð og krefjandi.  Hlaupaleiðin í ár þótti ein sú tæknilegasta sem boðið hefur verið upp á með mjög erfiðum hækkunum, lækjum og stórgrýti ásamt því að hlauparar fengu eingöngu aðstoð frá sínum liðstjórum á einni drykkjarstöð í brautinni 

Friðleifur Friðleifsson, liðstjóri íslenska liðsins tók saman.

Einnig að þakka Ágústi Kvaran sem hélt íslenska hlaupasamfélaginu upplýstu um gang mála á meðan hlaupinu stóð.

Myndir: Friðleifur Friðleifsson.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Anna Berglind Pálmadóttir kom fyrst íslenskra kvenna í mark


Sauma þurfti fjögur spor í hné Þorbergs.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is