Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
21.6.2019
Helstu ˙rslit Ý Mi­nŠturhlaupi Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki 2019 fór fram í gær í frábæru veðri. Til þátttöku voru skráðir 3015 hlauparar sem er nýtt þátttökumetmet. Um 1200 erlendir hlauparar voru á meðal þátttakenda frá 57 löndum. Að hlaupi loknu fóru margir í Laugardalslaugina til að láta þreytuna líða úr sér. Eitt brautarmet var sett í kvöld en það var Andrea Kolbeinsdóttir sem setti það í 5 km hlaupi kvenna. 

Heildarúrslit verða birt á hlaup.is seinna í dag. Þúsundir mynda frá ljósmyndara hlaup.is munu einnig koma inn á hlaup.is um helgina.  


Arnar Pétursson sigraði í hálfmaraþoni.

Elín Edda sigraði í 10 km hlaupinu.

Þrír fyrstu hlauparar í hverri vegalengd voru eftirfarandi:

Hálft maraþon karlar
1. Arnar Pétursson, ISL, 01:10:20
2. Alex MM Russeau, USA, 1:11:56
3. Adrian Graczyk, POL, 1:16:54 

Þetta er annað árið í röð sem Arnar sigrar í hálfmaraþoni karla í Miðnæturhlaupi Suzuki og var tíminn hans í kvöld 5.besti tíminn sem náðst hefur í hlaupinu. Arnar náði forystu í hlaupinu strax í upphafi og hélt henni til loka.

Hálft maraþon konur
1. Marissa Saenger, USA, 1:29:14
2. Michelle Hazelton, USA, 1:29:15
3. Íris Dóra Snorradóttir, ISL, 01:31:17 

Þær Marissa og Michelle tóku æsispennandi endasprett þar sem Marissa kom sjónarmun á undan í mark. Tímar þeirra eru 7. og 8. bestu tímarnir sem náðst hafa í hálfmaraþoni kvenna í Miðnæturhlaupi Suzuki.

10 km hlaup karla
1. Þórólfur Ingi Þórsson, ISL, 33:29
2. Rimvydas Alminas, LTU, 33:54
3. Björn Snær Atlason, ISL, 37:09 

Tími Þórólfs er fjórði besti tíminn sem náðst hefur í 10 km hlaupi karla í Miðnæturhlaupi Suzuki.

10 km hlaup kvenna
1. Elín Edda Sigurðardóttir, ISL, 36:50
2. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, ISL, 38:00
3. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, ISL, 38:21 

Þetta er þriðja árið í röð sem Elín Edda sigrar í 10 km hlaupinu. Í fyrra setti hún nýtt brautarmet sem er 36:19 og var ekki langt frá því í dag þegar hún kláraði hlaupið á 36:50 sem er annar besti tíminn sem náðst hefur í 10 km hlaupi kvenna.


Andra Kolbeinsdóttir sigraði í 5 km hlaupinu.

Vilhjálmur Þór sigrði í 5 km hlaupinu.

5 km hlaup karla
1. Vilhjálmur Þór Svansson, ISL, 16:00
2. Hlynur Ólason, ISL, 16:07
3. Maxime Sauvageon, FRA, 16:32 

Vilhjálmur var í 2.sæti í 5 km hlaupinu í fyrra á 16:28 en náði nú sigri og bætti tímann sinn um 28 sekúndur. Tími Vilhjálms er 5.besti tíminn sem náðst hefur í 5 km hlaupi karla.

5 km hlaup kvenna
1. Andrea Kolbeinsdóttir, ISL, 17:34
2. Helga Guðný Elíasdóttir, ISL, 19:24
3. Eva Skarpaas, ISL, 20:34 

Andrea setti nýtt og glæsilegt brautarmet í 5 km hlaupinu í kvöld en gamla metið var 18:00 og setti Guðlaug Edda Hannesdóttir það árið 2016.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is