Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
┴rsbesta
Skrßning ß mara■ontÝma
Einkunnagj÷f hlaupa
Langhlaupari ßrsins
  Langhlaupari ßrsins 2019
  Langhlaupari ßrsins 2018
  Langhlaupari ßrsins 2017
  Langhlaupari ßrsins 2016
  Langhlaupari ßrsins 2015
  Langhlaupari ßrsins 2014
  Langhlaupari ßrsins 2013
  Langhlaupari ßrsins 2012
  Langhlaupari ßrsins 2011
  Langhlaupari ßrsins 2010
  Langhlaupari ßrsins 2009
Bestu afrek frß upphafi
Samanbur­ur milli ßra
┴rsbesta 2019
┴rsbesta 2018
┴rsbesta 2017
┴rsbesta 2016
┴rsbesta 2015
┴rsbesta 2014
┴rsbesta 2013
┴rsbesta 2012
┴rsbesta 2011
┴rsbesta 2010
┴rsbesta 2009
┴rsbesta 2008
┴rsbesta 2007
┴rsbesta 2006
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
┴rsbesta  >  Langhlaupari ßrsins  >  Langhlaupari ßrsins 2016
12.1.2017
Kjˇsi­ langhlaupara ßrsins 2016

Í áttunda skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum eða annarri keppni í langhlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvaðeina sem hægt er að meta til viðurkenningar.

Samtals voru 26 hlauparar tilnefndir í karla- og kvennaflokki til langhlaupara ársins 2016. Að þessu sinni eru það 6 konur og 6 karlar sem mynda endanlegan lista hlaupara sem kjósa á um. Það val var ekki auðvelt frekar en áður, því margir af þeim hlaupurum sem tilnefndir voru, hafa hver á sinn hátt unnið góð afrek og/eða sýnt mikla þrautseigju á síðasta ári.

Valnefnd til að velja úr tilnefningum þeim sem bárust, skipa Torfi Helgi Leifsson umsjónarmaður hlaup.is, Sigurður P. Sigmundsson langhlaupari og þjálfari, Gunnar Páll Jóakimsson þjálfari og fyrrum þjálfari Skokkhóps ÍR, Erla Gunnarsdóttir fyrrum þjálfari Skokkhóps Fjölnis í Grafarvogi og Margrét Elíasdóttir þjálfari KR-skokk.

Hægt verður að kjósa til kl. 24 mánudaginn 23. janúar 2017. Verðlaunaafhending verður síðustu helgina í janúar (nánari tímasetning síðar) og tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar í kjölfarið á því hér á hlaup.is.

Allir sem kjósa fara í pott og geta unnið hlaupaskó.

Smellið hér til að kjósa langhlaupara ársins (athugið að gefa besta hlaupara 6 stig og svo koll af kolli)

Tilnefndir í karlaflokki (í stafrófsröð):

Arnar 
Arnar Pétursson (25 ára) var fyrstur Íslendinga í Reykjavíkurmaraþoninu (2:33:15 klst). Þá hljóp hann hálft maraþon á 1:08:02 klst á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni í Cardiff í mars. Hann sigraði hálfmaraþonið í Haustmaraþoninu ásamt fjöldann allan af öðrum hlaupum á árinu.

 

                 

Ívar2
Ívar Trausti Jósafatsson (55 ára) var meðal fyrstu manna í mörgum götuhlaupum á árinu og setti Íslandsmet í flokki 55-59 ára í 5 km hlaupi (17:50 mín). Þá náði hann góðum árangri í sínum aldursflokki bæði í hálfu maraþoni (1:18:17 klst) og heilu (2:48:14 klst), hvoru tveggja rétt fyrir 55 ára afmælið.

 

 


Jóhann Karlsson (68 ára) kom fyrstur í mark í Edinborgarmaraþoninu í sínum aldursflokki 65-69 ára á tímanum 3:14:25 og setti Íslandsmet í aldursflokknum. Hann hljóp einnig 10 km í Gamlárshlaupi á 45:30. Jóhann fékk alvarlegt hjartaáfall fyrir 3 árum en kemur sterkur til baka eftir þau veikindi.

 

 

Kári Steinn
Kári Steinn Karlsson (30 ára) sigraði í Montrealmaraþoninu í september á tímanum 2:24:19 klst. Hann setti einnig brautarmet í tvöfaldri Vesturgötu í júlí. Hann var fyrstur Íslendinga í hálfu maraþoni í Miðnæturhlaupinu á 1:09:28, sigraði Snæfellsjökulshlaupið á 1:29:03 og varð annar Íslendinga í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni á 1:10:12.

 

 

Stefán
Stefán Guðmundsson
(46 ára) setti Íslandsmet í sínum aldursflokki (45-49 ára) á árinu þegar hann náði þriðja besta maraþontíma ársins 2:36:27 klst í Berlín. Einnig setti hann Íslandsmet í sínum aldursflokki í 10 km brautarhlaupi á tímanum 34:26 ásamt því að hlaupa 10 km götuhlaup á 34:09.  Hann jafnaði einnig sinn besta tíma í hálfu maraþoni þegar hann hljóp hálft maraþon í Berlín á 1:14:16. 

 

 

Tobbi
Þorbergur Ingi Jónsson (34 ára) náði mjög góðum árangri í Mont Blanc, þar sem hann náði 9. sæti í CCC (101km; 6100m hækkun). Hann sigraði einnig Mt. Esja Ultra fjallamaraþonið (42 km) á 4:48:36, hálfu maraþoni í Akureyrarhlaupinu á 1:10:13 og Hvítasunnuhlaup Hauka á 1:08:12. Hann náði einnig 2. sæti í sterku alþjóðlegu utanvegahlaupi, sem haldið var í Sviss eða Scenic trail-hlaupið sem er 54 km með heildarhækkun upp á 3.900m.

 

 

Tilnefndar í kvennaflokki (í stafrófsröð):

Arndís
Arndís Ýr Hafþórsdóttir (28 ára) hefur átt góða endurkomu eftir barnsburð og hljóp 10 km á 36:48 í Reykjavíkurmaraþoni og hálft maraþon í Haustmaraþoni á 1:28:00 og sigraði í bæði skiptin kvennaflokkinn. Einnig sigraði hún í Gamlárshlaupi ÍR og öðrum hlaupum sem hún tók þátt í.

 

 

Elísabet
Elísabet Margeirsdóttir (31 árs) lenti í 8. sæti í Tor Des Geants-fjallahlaupinu á Ítalíu í september, 330 km hlaup með 25.000m hækkun. Hún var fyrst íslenskra kvenna í Laugavegshlaupinu á 5:34:03. Hún tók þátt í The North Face Lavarado Ultra Trail sem er 120 km með 6000m hækkun og kláraði á 18:40 klst. Einnig sigraði hún í Tenerife Bluetrail, 43 km hlaupi. Elísbet keppti í fleiri hlaupum á erlendri grundu á árinu og stóð sig vel í þeim.

 

 

Helen-Edinborg 2016
Helen Ólafsdóttir (45 ára) setti Íslandsmet í sínum aldursflokki þegar hún hljóp á besta tíma ársins í Berlín í september, 2:58:26 sem dugði henni í fjórða sæti í aldursflokki í þessu stóra hlaupi.  Helen átti einnig annan besta tíma ársins í maraþoni þegar hún hljóp í Edinborg maraþoni á tímanum 3:04:54. Helen sigraði í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni á tímanum 1:24:32.  Hún sigraði einnig í Snæfellsjökulshlaupinu á tímanum 1:55:52.  

 

                  


Hrönn Guðmundsdóttir (51 árs) hljóp mjög gott maraþon í Eugene, Oregon í vor á tímanum á 3:18:54, sem er fimmti besti maraþon tími kvenna 2016.

 


Rannveig
Rannveig Oddsdóttir (44 ára) á besta tíma ársins í hálfu maraþoni 1:22:48, sem einnig mun vera hennar besti tími frá upphafi. Hún setti brautarmet á Vesturgötunni 1:44:48 (24 km leið) og vann Hvítasunnuhlaup Hauka á tímanum 1:21:14.

 Svava Rán Guðmundsdóttir (46 ára) bætti sig töluvert á árinu, var í fremstu röð í þeim götuhlaupum sem hún tók þátt í og hljóp m.a. maraþon í Edinborg í maí á 3:09:26 klst sem er annar  besti tími kvenna á árinu í maraþoni ásamt því að vera næstbesti tími frá upphafi í flokki 45-49 ára og 9. besti tími frá upphafi. Þessi tími dugði henni til að komast í annað sætið í sínum aldursflokki. Hún bætti sig einnig verulega í öllum öðrum vegalegndum á árinu: Hálft maraþon á 1:29:08,  10 km 41:02 og 5 km á 19:45. Svava vann Powerade mótaröðinni í heildarstigakeppni kvenna.

 

 

 

Mynd frá afhendingu viðurkenninga fyrir árið 2015 í febrúar 2016.


3 efstu karlar og konur (eða fulltrúar þeirra)

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
gunnar gunnar
12.1.2017 01:53:32
best hlaupari heimins
ElÝn Pßlsdˇttir ElÝn Pßlsdˇttir
19.1.2017 20:03:53
Barßttukve­jur 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is