Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  FrÚttir 2016
22.4.2016
Tryggir Kßri Steinn farse­ilinn ß ËL Ý Rݡ?

Það dregur heldur betur til tíðinda á sunnudaginn þegar Kári Steinn Karlsson tekur þátt í maraþonhlaupi í Düsseldorf. Þar mun Kári Steinn freista þess að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó sem fram fara í haust.

Ólympíulágmarkið er 2:19 sem er vel viðráðanlegt fyrir Kára Stein en Íslandsmet hans er 2:17:12. Það er því ljóst að íslenska hlaupasamfélagið verður límt við tölvuskjánna á sunnudaginn þegar Kári Steinn reynir við lágmarkið.

Kári Steinn er fullur bjartsýni fyrir hlaupið eins og kom fram í viðtali hlaup.is í febrúar síðastliðnum. Þar kom fram að síðasta ár hefði reynst honum erfitt eftir að hann "lenti á vegg" í Hamborg fyrir ári síðan. Nú sé hins vegar að duga eða drepast enda verður róðurinn í átt að Ríó mjög þungur náist takmarkið ekki á sunnudag.

Hlaup.is verður að sjálfsögðu á vaktinni á sunnudaginn og mun reyna að uppfæra fréttir af hlaupinu eins og þær berast. Hlaup.is sendir Kára Steini baráttukveðjur og hvetur íslenska hlaupasamfélagið til að senda jákvæða strauma til Düsseldorf á sunnudaginn.

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is